Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1930, Síða 7

Fálkinn - 04.01.1930, Síða 7
FÁLKINN 7 ASA GAMLA Eftir JóhanriES úr Köílum. Gamla húsfreyjan á Hjalla lá veik í rúminu. — Enginn vissi IivaS að henni gekk, en allir þóttust þó vita að það væri banameinið. — Hún var búin að vera ekkja í nokkuf ár, og liafði rekið búskapinn áfram að manni sínum látnum af liinum mesta skörungsslcap. En nú var heilsan farin og ekki um annað að gera en fela öðrum forsjá búsins, hvernig svo sem færi. Nýr ráðsmaður hafði komið til hennar um vorið, sem Björn hjet, Sunnlendingur að ætt, kát- ur náungi og hagmæltur, ungleg- ur vel en þó á fertugsaldi. Þar um slóðir vissi þó enginn gjörla um eðli lians og uppruna, en flogið höfðu sögur að sunnan um það, að ætíð liefði liann hneigst úr hófi fram til víns og vífa, og jafnvel flæmst úr sinni sveit fyrir þær sakir. Hvað sem í því var liæft, var liitt alveg víst, að kvenfólkinu á Hjalla þótti hann „skratti skemtilegur“, eins og það komst að orði. Það var lilutskifti Ásu gömlu að burðast með ráðskonutitil- inn þetta sumar í forföllum húsfreyjunnar. Ása var gömul ,.piparmey“, vel að sér til verka og mesti forkur, en heldur óút- gengileg i augum karlmann- anna.. Hún var lengi búin að vera vinnukona á Hjalla og nafði litið þar ýmsa yngissveina hýru auga, en þó aldrei lekist að leiða neinn þeirra i freistni. Naumst þarf að geta þess, að ,.nýi ráðsmaðurinn", — eins og fólkið nefndi Björn, — liafði ekki óveruleg áhrif á liinar líf- seigu tilfinningar Ásu gömlu. Það var að vísu ekki hægt að segja að liún væri orðin ung í annað sinn, 1 átjánda sinn liefði verið sönnu nær að segja. Heyannirnar voru fyrir hönd- um Á Iijalla var þegar hyrjað að slá túnið. Karlmennirnir, ineð nýja ráðsmanninn í broddi fylkingar, skáruðu skrúðgræn- ar flatirnar berhöfðaðir og á skyrtunni. Kvenfólkið i ljósum sumarflíkum, rakaði á eftir þeim, hlæjandi og masandi að vanda. Ása leit öðru livoru út um eldhúsgluggann. Augun hvörfl- uðu frá reyknum og rykinu út í sólina og sumarið og stað- næmdust ætíð hjá þessum svip- hýra Sunnlendingi, sem veifaði orfinu eins og fisi og var ef til vill að yrkja visu um eitthvað fallegl, — svona til þess að Ijetta sér sláttinn. Ýmislegt hafði Björn þegar látið sér lirjóta af munni, sem Ása gat talið sér til tekna. Iiennar bestu stundir voru þeg- ar fólkið kom inn að borða, eða þegar hún mátti vera að skreppa út á túnið, lil þess að hjálpa til við þurkinn. Þá var Björn altaf eitthvað að gera að gamni sínu við hana, en Ása var nú eldri en tvævetur og vissi að öllu gamni fylgir nokk- ur alvara. — Þegar verið var að rifja var það til dæmis föst venja lians, að lieimta Ásu i flekk með sér. Hann sagði að það væri alveg sjálfsagt, að ráðskonan og ráðsmaðurinn slægju sjer saman, hvenær sem tök væru á. Þá var nú gamla konan beldur en ekki tindil- fætt og upp með sér. Einn daginn var brakandi þerrir og alt fólkið á Hjalla var að hamast við að taka inn tóðuna. Allir voru sveittir og þreyttir, en þó í ágætu skapi. Best lá þó á Birni ráðsmanni. Um miðaftansbilið sendi hann vikadrenginn heim til Ásu, og bað hana að færa fólkinu kaffið út á tún. En það hefir víða verið gamall sveitasiður, þegar miklar eru þurkannir. Eftir stutta stund komu þau Ása og drengurinn með kaffið. Alt fólkið settist í þyrpingu um- liverfis ráðskonuna og mændi vonaraugum á hressinguna. Björn lét svo um mælt, að hann hefði aldrei þekt svona ágæta ráðskonu, og kvaðst vilja launa iienni alla þessa umhyggju með því að kveða til hennar eina vísu. Svo lagðist hann á bakið, teygði úr sér og mælti fram vísuna: Ása mín, svo ósköp góð er við mig að sljana. Altaf skyldi jeg yrkja ljóð, ef jeg fengi hana. Allir fóru að skellihlæja, nema Ása. Henni fanst visan falleg, yndislega falleg, — en ekki vitund lilægileg. Og það 'rar ekkert lítið, sem gekk á í sál hennar, þegar hún hélt hcimleiðis frá kaffidrykkjunni. Heitar fagnaðaröldur risu þar hver af annari og vöktu þung- an en þægilegan brimgný fyrir eyrurn hennar. En upp úr brim- rótinu reis mynd af tveimur snjóhvítum verum, sem héldust í hendur og horfðu inn i skín- andi framtíðina. Það voru þau ráðskonan og ráðsmaðurinn, — hún og Björn. Upp frá þessum degi vissi hún hvernig har að haga sjer. Hverja einustu hugsun sína Jielgaði hún Birni. Ilana dreymdi hann allar guðslangar næturnar og á daginn snjerist hún í kringum hann eins og skopparakringla, live nær sem tækifæri gafst. Tilfinningar liennar voru orðnar svo aug- ljósar að lvinar stúlkurnar gátu ekki með nokkru móti látið þær lengur í friði. Þær urðu nú alveg ótrúlega samtaka í því, að gera gys að Ásu gömlu og lilæja hæðnislega að öllu, sem liún sagði eða gerði. Björn ráðs- maður, sem altaf hló þegar aðr- ir lilógu, tók vitanlega undir með þeim. Aftur á móti hætti hann smámsaman að gaspra við Ásu sjálfa eins og hann hafði áður gert, en var nú allur með liugann hjá hinum stúlk- unum. Öll þessi umskifti ætluðu al- veg að gera út af við Asu. Hún varð liamslaus af afbrýði og reyndi nú að nota sér ráðs- konustöðuna til þess að hefna sin sem best á öllum — nema Birni. Hún vissi að liann gat ekki að þessu gert, — hann varð að hlæja með hinum. Og þess vegna fyrirgaf hún hon- um. Hins vegar var henni það öllu örðugri ráðgáta, hversvegna hann var nú hættur að ávarpa liana, nema þegar hann mátti til. Og lienni varð ekki uni sel, einn þerridaginn, þegar hún kom út á túnið og átti að fara að rifja. Hún ætlaði vitanlega í flekk með Birni, eins og vant var. En liann tók þá aðra kaupakonuna með sjer og kall- aði til Ásu, að hún gæti rifjað með vikadrengnum. Þá gat gamla konan ekkert sagt og sneri við inn i bæ. Hún raul- aði ósjálfrátt fyrir munni sjer vísu Björns, eins og hún gerði jafnan þegar hún var í öngum sinum. — Altaf skyldi jeg yrkja ljóð, ef jeg fengi hana. Alt í einu brá nýju ljósi fyrir i lmga hennar. Guð hjálpi mjer! hugsað hún. Kannske liann sje nú orðinn svona af því hann sje vonlaus um að jeg vilji sig. Kannske að þessi vísa liafi átt að gilda sem bónorð. Og þá er jeg engu farin að svara enn! fíkki er nú von að vel fari! Um kvöldð var hún búin að telja sjer trú um að svona væri þetta náttúrlega og brosandi bað hún Björn að finna sig snöggvast upp fyrir fjósvegg. „Þú getur fengið mig ef þú vilt, Björn“, hvíslaði hún skjálf- andi af geðshræringu. — „Og fyrirgefðu að jeg hafði ekki vit á að svara þjer fyrri“. Ráðsmaðurinn glápti lengi á Ásu gömlu og labbaði svo stein- þegjandi í burtu. Gamla húsfreyjan, sem lá fyrir dauðanum i rúminu, sá sjer ekki annað fært en að segja Asu gömlu upp vistinni um liaustið. Henni höfðu borist á- kærur á hendur ráðskonunni frá hverju einasta mannsbarni á heimilinu nema vikadrengn- um. Harðaslur í horn að taka var þó Björn ráðsmaður, sem sagði, að annaðhvort þeirra Ásu yrði að vikja. — Gamla konan tók þetta mjög nærri sjer, því henni liafði alla tið fallið vel við Ásu og skildi ekkert í þessu öllu saman. Fólk- inu bar ekki saman um, hvað það hefði út á Ásu gömlu að setja. En livað um það. Ein- hvernveginn var liún orðin þyrnir í augum þess alls og hlaut því að víkja. En ekki fór hún tómhent frá Iijalla, -— hús- móðirin gamla sá um það. Ása flutti að Gili, en þangað voru þrjá eða fjórar bæjar- leiðir frá Hjalla. Ekki gat hún unað þar hag sínum til lengd- ur. Einn góðan veðurdag tók hún saman pjönkur sinar í tvo stóra poka. Svo lagði liún af stað og bar i bak og fyrir. Hún kom við á hverjum hæ sveitina á enda og gisti á Hjalla báðar leiðir. Þegar hún kom heim aft- ur sat hún um kyrt i eina tvo daga, en lagði svo af stað i nýj- an leiðangur. Síðan hefir hún jafnan verið á eirðarlausu flökti aftur á bak og áfram um sveitina. En þegar hún kom í þriðja sinn að Hjalla var bærinn harð- Jokaður. Það sama kvöld heyrði gamla húsfreyjan þessa vísu flutta með grátinni rödd fyrir utan glugga sinn: Ása mín, svo ósköp góð, er við mig að stjana. Altaf skyldi jeg yrkja ljóð, ef jeg fengi liana. Eins og mörgum er kunnugt, hel'- ir það verið tiska í Indlandi fram að þessu, að börn gengi þar í hjónaband. Var algengur aldur, að brúðirin væri ö ára en brúðguminn 10—12. Nú hafa liretar sett lög í landinu, og sam- Kvæmt þeim eru barnahjónabönd uumin úr gildi frá 1. apríl næstkom- andi. En flestum foreldrum finst þetta mesta fásinna, og því hefir risið upp tin meiri háttar giftingaröld i land- inu, síðan lögin urðu kunn. í Bombay fóru nýlega fram 2000 barnabrúðkaup á einni viku, til þess að „verða fljót- ari en lögin“. Og bafa foreldrar jafn- vel gift syni sína, þó ekki væru þeir nema fimm ára gamlir, til þess að forða þeim frá, að þurfa að biða fram að tvítugu eftir giftingu, eins og nýju lögin skipa fyrir. í sumum öðrum bæjum Indlands hafa lögin haft þau áhrif, að foreldrar liafa látið gifta ungbörn i vöggu, til þess að koma þeim undan ákvæðum laganna. ----x---- Allir vita að lögreglustjórar hafa nóg að gera, hvar sem er i heimin- um. En þó komast vist fæstir i hálf- kvisti við lögreglustjórann i New York. — Samkvæmt skýrslu, sem hann hefir gefið út viðvikjandi ýmsu sem hann hafi haft að dunda við fyrri sex mánuði ársins sem leið, hef- ir hann haft 148 morðmál með hönd- um, eða sem næst einu morðmáli livern virkan dag. En í öllum þessuni málum hefir hann aðeins getað tekið fasta 44 menn, og af þeim voru að- eins 28, sem höfðað var mál á móti. Af þessum 28 náðust aðeins sönnun- argögn gegn — segi og skrifa — tveimur — alla hina varð að láta lausa, vegna vantandi sönnunargagna. Dæmið er eftirtektarvert þeim, sem finst það vera brot á skyldu, ef ekki hefst upp á sakamanni. ----x---- Að fólk „týnist“ er, sem betur fer, sjaldgæfur atburður hjer á landi. Við eigum að vísu setninguna „maður lýndist“ — þvi miður, en þá er það í þeirri merkingu, að liann hafi far- ist. En í stórborgunum er það dag- lega merkingin sem gildir í þessu máli. Þar týnist nfl. fólk eins og vasaklútur, gleraugu eða tóhaksdósir. í Englandi týndist t. d. um fimtán þúsund manns siðasta ár. En um 95 af hverju hundraði voru komnir til skila innan tveggja daga. Flest af þessu fólki eru hálfvita hörn, sem verða viðskila við foreldra sína á mannamótum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.