Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1934, Blaðsíða 38

Fálkinn - 19.05.1934, Blaðsíða 38
36 F Á L K I N N FORSIKRINGS - A K TIESELS K ABET „SKANDIN AVI A“ Stofnað 1899 f KÖBENHAVN Kringum árið 1890 breytti fjár- hagsástandið um svip, bæði erlend- is og í Danmörku. Ýmsar samvinn- andi ástæður, alþjóðlegs eðlis urðu þess valdandi, að verðlagið fór hækkandi í Danmörku sem annars- staðar, en verðhækkun hefir sem kunnugt er eggjandi áhrif á fjár- hagslífið og greiðir nýjum fyrir- tækjum götu. Á síðasta tugi aldar- innar fengu Danir inn í landið tals- vert af erlendu fje, bæði vegna breytinga á ríkislánum og með nýj- um ríkislánum, og þetta átti vitan- lega þátt í því, að hjálpa viðleitn- inni tii þess að njóta hagnaðar af góðu fjármála-árferði, með því að stofna ný fyrirtæki. —. — Að því er tryggingar snerti varð árangur hins vaxandi viðskiftalifs á öllum sviðum sá, meðal annars að þaú verðmæti, sem þurftu trygging- ar við — beint og óbeint — hæklc- uðu. Og með hinni sífeldu þróun i hækkunaráttina varð það ómögulegt þeim endurtryggingarfjelögum á Norðurlöndum sem þá störfuðu, að fullnægja eftirspurninni eftir endur- tryggingum, og þessvegna fór mikill hluti af endurtryggingum Norður- landa til annara landa. Þetta mátti að vissu leyti heita niðrandi fyrir danska framtakssemi, að svo mjög þyrfti að leita til útlanda um end- urtryggingu, og það því fremur sem að virðast mátti fyrirfram, að al- þjóðleg endurtryggingarstarfsemi gæti alveg eins vel þrifist i litlu landi eins og Danmörku, ef þessi starfsemi væri aðeins bygð á nógu traustum grundvelli og fengi hina rjettu forustumenn. Við þessar aðstæður, sem að svo mörgu leyti virtust hagstæðar fyrir tilraun til að leggja danskan skerf til endurtryggingarstarfseminnar var það að Wilhelm Witzke forstjóra hugkvæmdist að stofna nýtt danskst endurtryggingarfélag, sem eigi að- eins skyldi halda til haga fyrir Dan- mörku sem mestu af þeim dönsku endurtryggingarviðskiftum sem und- anfarið höfðu gengið til útlanda, en sem líka skyldi fá sinn skerf af al- þjóðlegum endurtryggingarviðskift- um, og þá fyrst og fremst Norður- landa. Á þessum grundvelli var stofnað Forsikrin/js-Aldieselskabet ,,Skandinavia“ hinn 3. júní 1899, ineð stuðningi bæði frá Sviþjóð og Noregi og með 3 miljón króna hluta- fje með 10% innborgun. — — ,,Skandinavia“ byrjaði starfsemi sína í þröngum skrifstofuherbergjum á Höjbroplads 13. Vegna hins óvænta mikla viðgangs fjelagsins urðu þess- ar skrifstofur of litlar og með því að ekki var hægt að auka við hús- rúmið þar á staðnum varð að svip- ast um eftir öðru húsnæði, þar sem væri meira olbogarúm. Þetta hús- næði fann félagið í nýbygðu húsi í Citygade 24 og flutti skrifstofurnar þangað árið 1900 og þar var bæki- staða fjelagsins í meira en 10 ár. Dönsku líftryggingalögin frá 1904 urðu líka til þess að snerta málefni ,,Skandinaviaf‘, því að lögin heiml- uðu, að af höfuðstól fjelaga sem ræki líftryggingastarfsemi — bæði beint og óbeint —- skyldi minst 25 af hundraði vera innborgað, og með því að í ,,Skandinavia“ var aðeins 10% af hlutafjenu innborgað varð ennfremur að krefjast greiðslu á 15%. Þetta gerðist 1905 og olli ekki neinskonar vandkvæðum. Hinn sorglega frægi viðburður i vátryggingasögunni, jarðskjálftinn i San Francisco gerðist í april 1906. Þetta áfall varð til þess að stöðva vöxt „Skandinaviaf' í bili, með því að fjelagið tapaði um 300.000 krón- ur við þennan atburð, en árið hafði að öðru leyti verið gott fyrir fjelag- ið, svo að þrátt fyrir tjónið hafði það 20.600 króna tekjuafgang á ár- inu. — — Með tímanum, er „Skaninavia" óx svo að það fór að verða fjelag mcð alheims sniði, samþykti stjórnin i júní 1911 að hækka hlutafjeð úr 3 og upp í 6 miljónir, með 25% inn- borguðu hlutafje. Önnur þýðingarmikil lagabreyt- ing var líka gerð 1911; sú að „Skand inaviaf', sem hingað til hafði aðeins haft endurtryggingar með höndum, skyldi framvegis einnig hafa rjett til að taka að sjer beinar tryggingar. Eigi síðar en 1909 tók „Skandina- viaf' þátt í því að eignast hlutafjeð í hinu þáverandi glertryggingarfje- lagi „Absalon", sem siðar jók höf- uðstól sinn og tók upp fleiri trygg- ingargreinar. Hinn 1. desember 1911 flutti „Skandinavia“ inn i húseign sina við Kongens Nytorv Nr. 6, húseign í lijarta bæjarins og verðuga fjelagi eins og „Skandinavia". Þegar heimsstyrjöldin hó.fst í ágúst 1914 og umhverfði í einu vetfangi öllum aðstæðunum á alþjóðamarkaði endurtrygginganna, stóð „Skandina- viaf' vel tygjuð til þess að nota sjer þau tækifæri, sem svo óvænt og svo mörg bar að höndum tryggingar- stofnunum hlutlausu landanna. Að sjálfsögðu hlaut fjelag eins og „Skandinaviaf' með sína álitsmiklu aðstöðu, að standa betur að vígi en aðrir í samkepninni. „Skandinaviaf' sem frá upphafi hafði altaf átt að fagna vaxandi viðskiftum, fjekk vit- anlega aukin byr i seglin við hern- aðaraðstæðurnar. Þegar þannig stóðu sakir áleit stjórnin haganlegt að auka hlutafjeð enn á ný og á auka- aðalfundi í júli 1915 var samþykkt að hækka hlutafjeð upp í 10 miljón- ir með 25% innborgun. „Skandianviaf' hefir ágætt og við- greint skipulag, með því að fjelagið hefir umboðsmenn í þessum borg- um: London, Amsterdam, Antver- pen, París, Berlín, Osló, Bergen, Stokkholm, Madrid, Lissabon, War- szawa, Danzig, New York og rikj- um Suður-Ameríku. Jafnframt því að „Skandinaviaf' þannig þandi sambönd sin lengra og Iengra út í hinn ókunna heim, færði það einnig út kvíarnar heima fyrir. Árið 1915 tók „Skandinaviaf' þátt í stofnun Forsikrings-Aktie- selskabet „Provincia“. Árið áður höfðu Grön & Witzke allareiðu stofnað lítið fjelag, „Dansk Yaclit- assurance“ sein sjerstaklega var ætlað að vátryggja skemtibáta og skip; þetta fjelag tólc 1917 nafnið Forsikrings-Aktieselskabet „Dansk Mercur" og bætti jafnframt fleiri greinum við starfsemi sína. — Ennfremur stofnaði „Skandina- via“ 1916 með öðrum stórum dönskum tryggingarfjelögum fjelag til þess að reka starfsemi á íslandi, og umboð þess var falið hinu mik- ilsvirta og kunna fjelagi Trolle & Rothe í Reykjavík. Þegar litið er á þær fjölmörgu aukningar starfseminnar, sem hjer hefir verið drepið á er það skiljan- legt, að spurning um nýja hluta- fjáraukningu í Skandinavia" yrði aðkallandi og í júní 1918 var hluta- fjeð aukið upp í 20 miljónir, með 25% innborgun. Hafi þeir sem við tryggingar- starfsemi fást imyndað sjer, að undir eins eftir stríðslokin mundi verða hrein breyting til minkandi viðskifta í greininni, þá urðu þeir fyrsta kastið vonsviknir á hinn geð- feldasta hátt. Stríðslokin urðu í fyrstunni ástæða til aukinna við- skifta í öllum greinum og 1919 varð hámarksár og alt virtist geta blómgast. Að þvi er „Skandinavia" snerti jukust viðskiftin enn meiru og vöxturinn hjelt áfram langt fram á árið 1920, þegar viðskiftin náðu hámarki sínu. En frá árslok- um 1920 komu straumhvörfin sem allir höfðu búist við og heims- kreppan og hin eyðileggjandi áhril' hennar breiddust út yfir öll svið viðskiftamála þjóðarinnar með al- veg óvæntum hraða og krafti. Árið 1921 hafði „Skandinavia“ tekið upp nýja stefnu uni arð- greiðslu til hluthafa, þannig að arð- urinn var ekki allur greiddur í peningum, heldur var nokkur hluti hans látinn ganga til innborgunar á hlutabrjefin. Á þennan hátt hafði safnast um ein miljón króna, svo að innborgað hlutafje var komið upp í 6 miljónir, en ógreitt hluta- fje niður í 14 miljónir. Smám saman eftir því sem verð- mætin lækkuðu á erlendum mörk- uðum lækkuðu einnig þau verð- mæti sem tryggja þurfti og þess- vegna var nú ekki framar um að ræða þær háu tryggingar, sem ver- ið höfðu. Yar því eigi lengur nauð- synlegt að hafa hinar háu trygg- ingar samafara arðsinnborgunum og það varð alment hjá stóru vá- tryggingafjelögunum að losa þær að nokkru eða öllu leyti. „Skandi- navia" kaus að losa hluthafana við tíu miljón kr. af skuldbindingunum, þannig að hlutafjeð varð framvegis 10 miljón krónur, þar af 6 miljón kr. innborgaðar. Við reikningslok fjelagsins 1932 var hagur „Skandinaviaf' þessi: Tryggingarfje: Hlutafje, innborgað . . kr. 6.000.000 Arðinnstæða hluthafa . — 4.000.000 Varasjóður ................ — 2.500.000 Ábyrgðarskylt inn- skotsfje ............... — 300.000 Tryggingarsjóður lífs- ábyrgða ................ — 963.096 Gengisjöfnunarkontó, aðaldeildarinnar .. — 220.934 líftryggingadeildar- innar .................. _ 297.007 Fært á reikning næsta árs ..............: . . . — 55.989 Kr. 14.337.026 „Tekniskar Reserver": Iðgjalda-reserve .... kr. 41.155.017 Skaða-reserve ...... — 5.167.621 Tryggingarsjóður f. sjó- og flutningsvá- tryggingar .......... — 4.372.969 Kr. 50.695.607
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.