Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1934, Blaðsíða 68

Fálkinn - 19.05.1934, Blaðsíða 68
66 F Á L K I N N Gosbruiinuriiui i hallargarðinum i Fredriksberg. sem býr til vjelar til steypu- vinnu og liefir aðal markað sinn í ýmsum fjarlægum löndum. I öðrum smábæ, Asaa, norðan Limafjarðar er verksmiðja fyr- ir liandkvarnir, sem eru fluttar út og seldar smábændunum í Indlandi, Kína og Japan. I Otte- rup á Fjóni, sem er stór stöðv- arbær, er byssuverksmiðja sem selur jafnvel byssur til móður- lands byssugerðarinnar, Belgíu. í Næstved á Sjálandi er önnur verksmiðja, sem býr til trjehæla úr viðnum úr dönsku beyld- skógunum og selur þá til Lond- on. Þar eru þessir hælar mál- aðir og fóðraðir og seldir aftur til skóverksmiðjanna í Ameríku og Evrópu og fjöldi kvenna i New York, London, París og Berlín gengur á hælum, sem komnir eru úr dönsku beyki- skógunum. Verksmiðjan í Næst- ved vinnur m íð þrískifta flokka allan sólarliringinn og er altaf að færa út kvíarnar. Svona gæti maður haldið áfram lengi. Iðnaðurinn i dönsku bæjunum er í sífeldum vexti og er sigursæll í sam- kepninni við iðnað annara landa. Mylluiðnaður og skipasmíðar hefir livorttveggja verið iðkað í Danmörku frá fornu fari. Munkamyllan í Odense var stofnuð á dögum Eiriks eygóða á tólftu öld, og menn vita nöfn á öllum eigendum þessarar myllu á liðnum öldum. Bur- meister & W,ain í Kaupmanna- höfn, stærsta skipasmiðastöð Danmerkur á keppinauta í dönsku bæjunum, svo sem Nak- skov Skibsvært og Odense Skibsværft, sem selja eigi að eins danska skipaflotanum stór eimskip og mótorskip heldur einnig lil annara landa. Sjerstæð grein skipasmíða í Danmörku er smíði nýtísku fiskiskipa. Eru þau smíðuð úr danskri eik og eru með dönsk- um mótorum. Eins og kunnugt er var steinolíumótorinn til fiskibáta fyrst smíðaður í Dan- mörku og síðar varð Danmörk fyrst til þess að smíða stóra dieselmótora í kaupförin. Á Skagen, Frederikshavn og Es- bjerg eru miklar útflutnings- verslanir, sem selja danska framleiðslu til annara landa. Ýmsir dönsku bæirnir eru á hraðri leið til þess að verða stórbæir, og byggist þessi vöxtur á verslun þeirra, siglingum og iðnaði. Aarbus hefir nú orðið yf- ir 100.000 ibúa, Odense er litlu lægri og Aalborg hefir yfir 70,000 íbúa. Randers, Horsens og Kolding liafa liver um sig fast að 50.000 íbúa. 1 dönsku bæjunum er allstað- ar blómlegt andlegt líf. I Aarhus hefir verið stofnaður báskóli fyr- ir Jótland, svo að hinn gamli há- skóli Kaupmanahafnar er nú ekki framar eina æðri menta- stofnunin í Danmörku. Það er í dönsku sveitunum, sem lýðskólarnir í anda Grundt- vigs liafa verið stofnaðir og liafa baft ómetanlega þýðingu fyrir frjálsan andlegan þroska Dana. í flestum dönskum bæjum eru mentaskólar, gagnfræðaskólar og iðnskólar. Og á síðustu fim- tíu árum hafa risið þar upp Christiansminde við Svendburg. bókasöfn, listasöfn og önnur söfn. Bæirnir eiga leikliús og í Aarhus og Odensa njóta leikfje- lögin styrks úr bæjarsjóði og hafa fasttráðna leikendur. Mikið er bygt í dönsku bæj- unum, en bæjarskipulagið er með sjerstöku móti fyrir livern landsliluta. Odense á Fjóni, sem í hlulfalli við íbúafjölda er stærstur allra danskra bæja, er með lágum einbýlisliúsum með görðum umhverfis og göturnar eru breiðar og með trjágöngum. I Aarhus á Jótlandi eru bygð stórhýsi, 3—4 hæðir. Flestir aðr- ir danskir bæir fara milliveg milli þessa tvenskonar bygging- arlags, en nálega allstaðar hefir verið viðleitni á því, þrátt fyrir nýtísku bygingarlag, að að varð- veita hið gamla þjóðlega útlit bæjanna. I Viborg, Ribe, Næst- ved og Helsingör er fjöldi bygg- inga og jafnvel heilar götur, sem enn standa með sama sniði og á miðöldum. í öllum dönskum bæjum gnæfa turnar hinnar gömlu kirkna við himinn. Dómkirkjan i Roskilde með likkistum Mar- grjetar drotningar og Aldin- borgar-konunganna; kirkjan i Ringsted með grafreitum Valdi- maranna og Dagmar drotning- ar; Klausturkirkjan i Sorö með gröf Absalons biskups og minn- ingunum um Saxo Grammati- cus, sem skrifaði Danmerkur- sögu sína í lok 12. aldar; dóm- kirkjan í Viborg, dómkirkjan í Aarbus; St. Knútskirkja í Odense þar sem dýrlingaskrín Knúts helga stendur í grafhvelfingunni síðan á miðöldum. Alt þetta eru minnismerki um áhrif og aldur kristinnar kirkju í Danmörku. Höfuðstaður Danmerkur, Kaup- Ung dönsk stúlka. Gömul hús í Faaberg. Hús H. C. Andersens í Odense.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.