Fálkinn - 19.05.1934, Blaðsíða 77
F Á L IC I N N
75
1
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðatskrifstofa:
Bannastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Columbus.
Land framundan!
Ekkert er óendanlegt. Ef við að-
eins siglum áfram þá finnum við
land.
Skipshafnirnar á „Pinta“, „Nina“
og „Santa Maria“ eru gott dæmi
um okkur öll. Þær voru liræddar.
Alt í kring var hið hræðilega ó-
kunna. Hugmyndaflugið hafði bygt
hafið allskonar ófreskjum. Föru-
nautar Columbusar sigldu þar sem
enginn maður hafði siglt áður;
þessvegna þurftu þeir á öllu sínu
hugrekki að halda. Þeir vildu snúa
aftur; þeir hótuðu uppreisn! En
stálvilji Columbusar skipaði: „Sigl-
ið áfram!“
Og þannig eigum við að hætta
okkur út á ókunnu slóðirnar. Við
vitum ekki hvað við hittum. Hug-
arórar okkar og vofur eigin hræðslu
skelfa okkur. Okkur óar við fram-
tiðinni, við viljum ekki halda
lengra, — við viljum snúa aftur.
Við erum eins og hásetarnir um
borð. En — lofið þið mjer heldur
að vera eins og Columbus.
Því að það er land framundan.
Ekkert er óendanlegt.
Hefirðu mist peningana þína?
Er verzlunin gjaldþrota? Blasir fá-
tæktin við þjer. Þú veist ekki hvert
þú átt að snúa þjer. Þú situr og
grúfir yfir framtíðinni. Örvænting-
in er fjelagsskapur þinn!
Sigldu áfram!
Morgundagurinn er framundan.
Hver veit hvað hann færir. Hver
veit nema lukkulandið liggi bak við
sjóndeildarhringinn og að sól morg-
undagsins sýni þjer það, grænt og
blómgvað.
Hefirðu mist stöðuna. Mist það
sem þú unnir. Ilefir hneyksli eða
óvirðing dunið yfir þig eða hafa
sjúkdómar ráðist á þig? Hafa vin-
irnir yfirgefið þig?
Sigldu áfram!
Lifið er enginn ákveðinn punkt-
ur. Lífið er eilífur straumur, sem
opinberar í sífellu eitlhvað nýtt.
Það er merkileg saga og það kem-
ur nýr kapítuli eftir þennan. Við
skulum bíða og sjá til hvað sténd-
ur i horium.
Guði sje lof, að enginn veit sína
æfina fyr en öll er. Herðið þið
á millisambandinu. Taiið hughreyst-
andi hverjir við aðra. Hvað svo
sem á dagana hefir drifið, hvað
sem steðjar að, innvortis eða útvort-
is, þá látum svo vera; við erum
ekki sauðir og ekki gungur. Við
erum sálir; ofurlítill neisti af guði,
Halldór Arnórsson, smiður.
Oti í einum af gluggunum lijá
Magnúsi Benjamínssyni úrsmið
í Reykjavík, hafa nokkra undan-
farna daga verið til sýnis smíðis-
gripir, gerðir af Halldóri Arn-
órssyni smið, frá Hesti. Auk
annars smiðis hefir Halldór
Arnórsson stundað járnsmíði
um 20 ára skeið. En til þeSs að
hann gæti öðlast full meistara-
rjettindi, krafðisl iðnráðið þess,
að hann leysti af hendi próf-
smíð. Iialldór valdi sjer að við-
fangsefnum skrúfskera og smá-
skæri þessháttar sem konur nota
við hannýrðir. Gripir þessir voru
síðan athugaðir af þar til skip-
aðri dómnefnd og lauk hún
miklu lofsorði á gerð þeirra og
allan frágang. Lauk Halldór
þessu prófi, 21. mars síðastl. Sá,
sem þetta ritar, liefir átt tal við
einn af dómnefndarmönnunum.
Iívað hann skrúfskeran vera af
sérstakri gerð, og mjög fátíðan
hjer á landi og alveg frábærlega
vel gerðan. Hann var uppliaflega
gerður, til þess að vera notaður
í rennihekk við skurð á skrúfum.
En hann þótti svo vel gerður, að
eftirsjá væri að honum meðal
algengra verkfæra. Smíðaði Hall-
dór þá fót undir hann og er hann
þannig sýnisgripur, eins og hann
sjest lijer á myndinni. — Skær-
in eru einni sjerlega vel gerð
og fangamerkt dóttur hans,
ungri.
Halldór Arnórsson er fæddur
á Hesti í Borgarfirði 10. mars
1887. Hann er sonur sjera Arn-
órs Þorlákssonar, Stefánssonar
enginn getur skapað örvænting
nema viö sjálfir.
Ef jeg hrasa þá stend jeg upp
aftur. Máttur örlaganna getur verið
sterkur; en hræddan skal enginn
geta gert mig.
Sál mín er Columbus. Hún er
hvorki dimm dulrún eöa drepandi
slaðreynd; hvorki himinn nje liel-
víti skal geta snúið injer og kom-
ið mjer til aÖ segja: „Hingaö og
ekki lengra“.
Jeg sigli áfram.
Það er land framundan.
Ekkert er óendaniegt.
Frank Crane.
prests að Undirfelli og konu
hans Guðrúnar Elísabetar Jóns-
dóttur Stefánssonar, Þorvarðs-
sonar prests í Stafliolti.
Halldór fæddist upp í foreldra
húsum fram undir tvítugsaldúr.
Hneigðist hann snemma til
smíða, svo að frábært þótti.
Varði hann hverjúm eyri, sem
lionum áskotnaðist í æsku, til
þess að kaupa sjer fyrir smíða-
tól. Hann átti í æsku tvo vini,
sem studdú hann i þessari við-
leitni. Voru það þeir Sigurður
Þórðarson, er þá var sýslumað-
ur i Arnarholti og Björn Þor-
láksson, föðurbróðir Halldórs,
bóndi í Munaðarnesi. Kveður
Halldór Sigurð sýslumann aldrei
hafa komið svo að Hesti, að
liann ekki opnaði pyngju sína
til meira eða minna örlætis i
þessu skyni. Björn frændi hans
Þorláksson á Munaðarnesi var
sjálfur smiður og skildi því vel
þrá og þarfir frænda síns. Enda
kveður Halldór hann sjaldan
hafa svo komið að Hesti, að
hann hefði ekki meðferðis eitt-
hvert smíðatól, er hann færði
honum að gjöf. Björn Þorláks-
son bygði Álafoss og setti þar
upp tóvinnuvjelar jiær, sem
urðu upphaf Álafossverksmiðju.
Nitján ára gamall rjeðist Hall-
dór til farar suður í Reyajavík
og tók að stunda nám sem trje-
smíðanemi hjá Jóni Zoega snikk-
ara árið 1906. Stundaði hann
nám þetta þangað til árið 1910
og hlaut þá sveinsrjettindi. Er
sveinsbrjef Halldórs skrifað með
eiginhendi Sigurðar sýslumanns
og gefið út á aðfangadag jóla
árið 1910. Hafði sýslumaður af
ásettu ráði valið þennan útgáfu-
dag, til ])ess að brjefið og rjett-
indin, sem því fylgdu, yrðu eins-
konar jólagjöf iil Halldórs.
J af nf ram t tr j esm íðanám i nu
stundaði Halldór járnsmíði
allan námstímann. Lék honum
þegar alt í höndum og þótti
hann svo álitlegur smiður, að
hann var árið 1911 ráðinn i
þjónustu vegagerðar landssjóðs.
Jón Þorláksson, núverandi borg-
arstjóri í Reykjavik, var þá
landsverkfræðingur. Tók Hall-
dór þá að stunda brúarsmíði.
Vann hann fyrst að brúnni á
Ytri-Rangá. Árin 1912 og 1913
var hann yfirsmiður við ýmsar
hrýr norðanlands og víðar. En
jafnframt brúarsmíðinni var
hann veturna 1913—1916 settur
til vitasmíðis. Hófust um þær
mundir vitagerðir og starfaði
Halldór í smiðju landsins að
gerð ýmsra vita og eru þar á
meðal taldir öndverðarnesviti,
Langanesviti, Reykjanesviti,
Grímseyjarviti, Ingólfshöfðaviti
og Malarrifsviti. Sumarið 1914
var liann verkstjóri, er reistir
voru vitarnir á Öndverðarnesi
og á Svörtuloftum. Hvarf hann
um þessar mundir að fullu frá
vegagerðum landssjóðs og að
vitasmíðum.
PJnda þótt Halldóri Arnórs-
syni ljeti vel hverskonar smíði,
sem vera skyldi, hneigðist hug-
ur hans mjög að vjelsmíði. Sum-
arið 1916 bygði hann vatnsgeym-
irinn á Rauðarárholti. Mun það
hafa verið síðasta stórsmíði
hans. Arið 1917 rjeðist hann til
Magnúsar Benjamínssonar úr-
smiðs og stundaði smíðar hjá
honum þangað til árið 1921.
Vann hann á verkstofu Magnús-
ar að vjelaviðgerðum og hvers-
konar járnsmíði. Telur Halldór
að hjá Magnúsi hafi hann lært
mest og best, því Magnús Benja-
mínsson er, eins og vel er kunn-
ugt, einhver hinn mesti völund-
ur og frábærlega vandvirkur.
Eftir að Ilalldór Arnórsson
liafði þanni numið til hlítar bæði
trjesmíði og járnsmíði stóðu hon-
um ýmsar leiðir opnar til arð-
samrar atvinnu. Samt sem áður
lagði hann inn á áður ófarna
leið. Vegna tilhvata frá Lækna-
fjelagi Reykjavíkur sigldi hann
til Kaupmannaliafnar árið 1921
í aprílmánuði og tók að stunda
gervilimasmíði hjá „Samfundet