Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1934, Page 68

Fálkinn - 19.05.1934, Page 68
66 F Á L K I N N Gosbruiinuriiui i hallargarðinum i Fredriksberg. sem býr til vjelar til steypu- vinnu og liefir aðal markað sinn í ýmsum fjarlægum löndum. I öðrum smábæ, Asaa, norðan Limafjarðar er verksmiðja fyr- ir liandkvarnir, sem eru fluttar út og seldar smábændunum í Indlandi, Kína og Japan. I Otte- rup á Fjóni, sem er stór stöðv- arbær, er byssuverksmiðja sem selur jafnvel byssur til móður- lands byssugerðarinnar, Belgíu. í Næstved á Sjálandi er önnur verksmiðja, sem býr til trjehæla úr viðnum úr dönsku beyld- skógunum og selur þá til Lond- on. Þar eru þessir hælar mál- aðir og fóðraðir og seldir aftur til skóverksmiðjanna í Ameríku og Evrópu og fjöldi kvenna i New York, London, París og Berlín gengur á hælum, sem komnir eru úr dönsku beyki- skógunum. Verksmiðjan í Næst- ved vinnur m íð þrískifta flokka allan sólarliringinn og er altaf að færa út kvíarnar. Svona gæti maður haldið áfram lengi. Iðnaðurinn i dönsku bæjunum er í sífeldum vexti og er sigursæll í sam- kepninni við iðnað annara landa. Mylluiðnaður og skipasmíðar hefir livorttveggja verið iðkað í Danmörku frá fornu fari. Munkamyllan í Odense var stofnuð á dögum Eiriks eygóða á tólftu öld, og menn vita nöfn á öllum eigendum þessarar myllu á liðnum öldum. Bur- meister & W,ain í Kaupmanna- höfn, stærsta skipasmiðastöð Danmerkur á keppinauta í dönsku bæjunum, svo sem Nak- skov Skibsvært og Odense Skibsværft, sem selja eigi að eins danska skipaflotanum stór eimskip og mótorskip heldur einnig lil annara landa. Sjerstæð grein skipasmíða í Danmörku er smíði nýtísku fiskiskipa. Eru þau smíðuð úr danskri eik og eru með dönsk- um mótorum. Eins og kunnugt er var steinolíumótorinn til fiskibáta fyrst smíðaður í Dan- mörku og síðar varð Danmörk fyrst til þess að smíða stóra dieselmótora í kaupförin. Á Skagen, Frederikshavn og Es- bjerg eru miklar útflutnings- verslanir, sem selja danska framleiðslu til annara landa. Ýmsir dönsku bæirnir eru á hraðri leið til þess að verða stórbæir, og byggist þessi vöxtur á verslun þeirra, siglingum og iðnaði. Aarbus hefir nú orðið yf- ir 100.000 ibúa, Odense er litlu lægri og Aalborg hefir yfir 70,000 íbúa. Randers, Horsens og Kolding liafa liver um sig fast að 50.000 íbúa. 1 dönsku bæjunum er allstað- ar blómlegt andlegt líf. I Aarhus hefir verið stofnaður báskóli fyr- ir Jótland, svo að hinn gamli há- skóli Kaupmanahafnar er nú ekki framar eina æðri menta- stofnunin í Danmörku. Það er í dönsku sveitunum, sem lýðskólarnir í anda Grundt- vigs liafa verið stofnaðir og liafa baft ómetanlega þýðingu fyrir frjálsan andlegan þroska Dana. í flestum dönskum bæjum eru mentaskólar, gagnfræðaskólar og iðnskólar. Og á síðustu fim- tíu árum hafa risið þar upp Christiansminde við Svendburg. bókasöfn, listasöfn og önnur söfn. Bæirnir eiga leikliús og í Aarhus og Odensa njóta leikfje- lögin styrks úr bæjarsjóði og hafa fasttráðna leikendur. Mikið er bygt í dönsku bæj- unum, en bæjarskipulagið er með sjerstöku móti fyrir livern landsliluta. Odense á Fjóni, sem í hlulfalli við íbúafjölda er stærstur allra danskra bæja, er með lágum einbýlisliúsum með görðum umhverfis og göturnar eru breiðar og með trjágöngum. I Aarhus á Jótlandi eru bygð stórhýsi, 3—4 hæðir. Flestir aðr- ir danskir bæir fara milliveg milli þessa tvenskonar bygging- arlags, en nálega allstaðar hefir verið viðleitni á því, þrátt fyrir nýtísku bygingarlag, að að varð- veita hið gamla þjóðlega útlit bæjanna. I Viborg, Ribe, Næst- ved og Helsingör er fjöldi bygg- inga og jafnvel heilar götur, sem enn standa með sama sniði og á miðöldum. í öllum dönskum bæjum gnæfa turnar hinnar gömlu kirkna við himinn. Dómkirkjan i Roskilde með likkistum Mar- grjetar drotningar og Aldin- borgar-konunganna; kirkjan i Ringsted með grafreitum Valdi- maranna og Dagmar drotning- ar; Klausturkirkjan i Sorö með gröf Absalons biskups og minn- ingunum um Saxo Grammati- cus, sem skrifaði Danmerkur- sögu sína í lok 12. aldar; dóm- kirkjan í Viborg, dómkirkjan í Aarbus; St. Knútskirkja í Odense þar sem dýrlingaskrín Knúts helga stendur í grafhvelfingunni síðan á miðöldum. Alt þetta eru minnismerki um áhrif og aldur kristinnar kirkju í Danmörku. Höfuðstaður Danmerkur, Kaup- Ung dönsk stúlka. Gömul hús í Faaberg. Hús H. C. Andersens í Odense.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.