Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1937, Qupperneq 2

Fálkinn - 13.11.1937, Qupperneq 2
F Á L K I N N 'l GAMLA BÍÓ Upprelsnin f Kronstadt. Framúrskarandi rússnesk kvik- mynd bygð á sönnum viðburð- um frá upphafi rússnesku bylt- ingarinnar. Það er mynd sem allstaðar erlendis liefir vakið af- armikla eftirtekt og aðdáun allra, sem sjeð hafa myndina. Myndin verður sýnd bráðlega. Gamia Bíó sýnir bráðlega mynd, sem bygð er á sögulegum viðburð- um og nefnist „Uppreisnin í Kron- stadt“.. Myndin er rússnesk og ger- ist á tímum bolsevíkauppreisnarinn- ar árið 1917, eftir að Lenin og Trotsky liöfðu steypt Kerenski frá völdum. Ruddust þá andbyltingar- sinnaðir herflokkar fram i áttina til Petrogrr.d til þess að berja niður bolsevíkana. Einliver hættulegasta árásin kom frá Eystrasaltslöndunum undir forustu Judenitch herforingja. llinir leita hjálpar lijá flotanum og myndin hefst með því, að Martinow, foringi flotadeildarinnar í Kronstadt safnar flokki sjóliða lil varnar gegn innrásarhernum. Hann leggur af stað með sjóliðadeildina, og gista þeir um nóttina í barnaheimili, sem gift kona, Katarina að nafni, veitir forstöðu. Einn af sjóliðunum, Ar- tem að nafni, sem ekki veit, að hún er gift, lendir í ýmiskonar misskiln- ingi af þeirri ástæðu, en verður að fylgjast með herdeild sinni morg- uninn eftir. Um morgunin lenda þeir í bardaga á ströndinni, og f;ra svo leikar, að allir sjóliðarnir eru teknir tít fanga. Eiga þeir nú aðeins um tvent að veljá, að ganga i lið með óvinum sínum eða missa lifið og þann kostinn velja þeir. Voru þeir teknir af lifi með þeim íiætti, að steinn er bundinn um háls þeim og þeim hrundið fram af kletlum í sjó niður. Aðeins einn þeirra, sem hafði tekist að losa hendur sínar, komst lífs af, og það var Artem. Gerist hann nú aðal- persónan. Honum tekst að hjálpa samherjum sínum, en óvinir hans fá makleg málagjöld. Þetta er mikil- fengleg mynd og mjög spennandi. ItAUÐA MYLLAN ÚR SÖGUNNI. Það hefir upp á síðkastið slegið mjög á frægð Rauðumyllunnar gömlu, sem áður var miðstöð skemtanalífs- ins í Seinehverfinu í Parísarborg. í kreppunni var henni breytt 1 kvik- myndahús, en nú hefir hún verið seld verslunarfjelagi einu. ------- NÝJA BÍÓ. ------------- Heiður Englands. Stórkostleg amerísk kvikmynd er byggist á sannsögulegum við- burðum úr sögu Englands er gerðust i Indlandi árið 1857 og i Krimstríðinu 1858. Út af þeim viðburðum liefur enska skáldið Lord Tennyson orl sitt ódauð- lega kvæði ,The Charge of the Light Brigade' Aðalhlutverkin, leika: ERROL FLYNN og OLIVIA DE HAVILLAND. Stórmerkileg söguleg mynd, „Heið- ur Englands“, verður sýnd í Nýja Bíó á næstunni. Handritið að mynd- inni er samið af Michel Jacoby, en hugmyndina fekk hann úr hinu heimsfræga kvæði Alfreds Tenny- sons, „The Charge of the Light Biigade", er liann orti um 600 manna riddarasveit af liði Englend- inga í Krimstríðinu 1858, sem reið samkvæmt skipun foringja síns úl í opinn dauðann gegn fallbyssum óvinanna til þess að ná virki einu. Varð þessi atburður frægur mjög, en því olli mest kvæði Tennysons, sem livert mannsbarn á Englandi þekkir enn í dag. Eins og kunnugt er gerðu ýmsir indverskir höfðingj- ai uppreisn gegn stjórn Englend- SMYRTIVURUR Kristíii Eyjólfsdióttir, Útskála- hamri í Kjós, nú til heimilis Grettisgötu 56 B, verður 70 ára 19. J>. m. Ásmundur Jónsson, bó'ndi, Krossum, Staðarsveit, verður 70 ára 18. J>. m. SKULI JÓHANNSSON 8. CO. Júlíus Júliníusson, skipsljóri, verður 60 ára U. þ. m. JAPANSKAR LOFTVARNIR í SHANGHAI. Hjer getur að líta eitt af loftvarn- arvígjum Japana i alþjóðlega borgar- blutanum í Shanghai. Loftvarnar- byssunum er beint gegn kínverskum liernaðarflugvjelum, sem eru að 'varpa niður sprengjum. inga árið 1857 og unnu mörg grimd- arverk, áður en Englendingum tóksi að bælá óeirðirnar niður. Þessa tvo stórviðburði í nýlendusögu Eng- lendinga, indversku uppreisnina og Krímstríðið, sameinar Jacoby i niynd þessarri á stórfeldan hátl þannig, að hann lætur einn af ind- versku furstunum, sem tóku þátt í uppreisninni, ganga í lið með Rúss- um gegn Englendingum í Krimstríð- inu. Gerist myndin l>ví bæði í Aust- urlöndum (Indlandi og Arabíu) og í Rússlandi (Krím). Sýningar í myndinni eru margar stórkostlegar og mikill kostnaður hefir verið við töku myndarinnar, enda skipta þeir þúsundum, sem koma fram í sum- um alriðunum. Inn í hinn sögulega ramma er ofin áhrifamikil ástar- saga. Aðalhlutverkin leika Errol Flynn, sem menn munu muna eftir úr myndinni „Captain Blod“, og hin gullfallega leikkona Olivia de Havil- land, sem einnig lék í „Captain BIod“ og „Anthony Adverse“, og er leikur jieirra snilldarlegur í þessari mynd. Önnur hlutverk eru einnig skipuð ágætum leikurum. Þetta er inynd, sem allir þurfa að sjá. Maður einn í sveit i Noregi var handtekinn um daginn, fyrir ó- þokkabragð er hann var búinn að leika margsinnis á skemtunum, en það var að henda tómum flöskum út yfir fólkið, sem var að skemta sjer, og höfðu menn þráfaldlega meiðst illa af þessu. Maðurinn hafði gert þetta á skemtunum i ýmsum bygðarlögum í nágrenni við þar sem hann átti heima.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.