Fálkinn - 13.11.1937, Side 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankaslræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði:
kr. 4.'50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Aaglijsingaverð: 20 aara millimeter
Herbertsprent.
Skraddaraþankar.
Á síðari árum hefir þróast hreyf-
ing mcð öðrum þjóðum, sem kölluð
er náttúrufriðun Hún stefnir að
því, að raska ekki neinu úr þvi
horfi, í'em náttúran hefir skilið við
hlutina og umfram alt að því, að
láta það sem merkilegt er i náttúr-
unni fá að halda sínu upprunalega
og eðlilega formi, svo að náttúran
hlasi við þannig, að engin manna-
vt-rk sjeu þar sjáanleg.
Þessi hreyfing er líka farin að
gera vart við sig hjer á landi. Kaup-
mennirnir eru hættir þeim ósið að
mála auglýsingar á steinana með-
fram þjóðveginum og ferðafólkið er
liætt að skilja eftir brjef, flöskur og
l)likkdósir, þar sem það matast á
ferðalagi.
En það er annað, sem menn hafa
ekki komið auga á, og sem allir
unnendur náttúrufriðunar verða að
mótmæhi. Það er ákafi hinna svo-
kölluðu hveralækna, sem á síðustu
árum hefir verið öllu meiri en
góðu hófi gegnir. Hann byrjaði með
því að Grýlu var „sett pípa“
löng járnpípa, sem að visu siða:
var tekið ofan af. Upprunalega gos-
holan sjest ekki framar, hún er
horfin undir Ijóta sementshellu
Grýla er orðin mannaverk. En hún
var fullgóð eins og hún var: þá var
hún náttúrusmið.
Það varð fögnuður um land alt,
þegar Geysir var vakinn til lífs-
ins aftur, og eflaust var það þarft
verk. En hitt er aðfinsluvert, hvern-
ig.það var gert. Raufin sem höggin
var í skálarbarminn á Geysi er ti1
ævarandi lýta, hún er mannaverk á
l'rægasta goshver heimsins. Það vei!
Iiver maður, að það var hægt að
lækka vatnsborðið i Geysi án þess
að skadda hánn minstu vitund, að-
eins með' því að lcggja lausa sog-
pípu yfir skálarbarminn. Hana
ínátti fjarlægja aftur án þess að
nokkur vegsummcrki sæust. En
skarðið í vör Geysis er hrygðar-
mynd.
Og á síðastliðnu sumri hat'a veriö
gerðar tilraunir til að höggva skarð
i vör fleiri frægra hvera og sulla
i l)á sápu, til þess að nauðga þeim
til að gjósa.
Hver hefir leyft þetta? Hver leyf-
ir mönnum að fara inn á Hvera-
velli og breyta Bláhver úr því horfi,
sem liann hefir verið, eða Öskur-
hólshver eða öðrum. Það er sagt,
að einhverjar þýskar ókindur, sem
hjer voru á flakki í sumar og Fifðu
á sníkjum og m-ýrispítu-ungum, liafi
átt frumkvæðið að þessu. Hjer er
I i I náttúrufriðunarncfnd, en lnin
virðist hafa hægt um sig. En er ekki
full ástæða til að hún látí vita af
sjer?
Um rjúpuna.
Rjúpan okkar (Lagopus mutusi
er nefnd fjallrjúpa, til aðgreiningar
frá annári rjúputegund, dalrjúpunni,
sem er í Noregi og víðar. Hún er
dálítið stærri en okkar rjúpa, sem
að meðallali er um % kg. á þyngd,
og verpir lengra niður eftir dölun-
um, og varpstaðir hennar ná lengra
suður á bóginn.
Fjallrjúpan er um allan nyrsta
liluta norðurhvelsins, svo sem nyrsta
hluta Norðurlanda, Rússlands, Si-
beríu, og Norður-Ameríku. Hún er
í eyjunum fyrir norðan Ameríku, í
Grænlandi, á Svalbarða, Friðþjófs
Nansenslandi, og eyjum fyrir norð-
an Rússland og Siberíu. Einnig er
luin á Alútaeyjum. Hún er til i fjall-
lendi Skotlands, og hún er bæði i
Pyreneafjöllum og i Mundiufjöllum
(Ölpunum). í Danmörku er rjúpan
ekki. Einkennileg er útbreiðsla
rjúi)unnar i fjalllendum þessara suð-
lægu fjall-lenda, og er ekki að efa,
að hún er þarna eftirlegukind frá
isöldinni (á sama hátt mun varið
stofnum þeim af snæhéra, sem éru
i þessum söniu fjöllum, þó hið eig-
inlega heimkynni þeirra sé langtum
norðar),
Rjúpan var ekki i Færeyjum, en
úýlendustjóri einn í Grænlandi, R
Miiller að nafni, sem var færeyskur,
fiutti 11 rjúpnahjón frá Grænlandi
li! Færeyja, og konnist þau þangað
lilandi, og var slept upp í fjöllum
á Straumey. Var eiu rjúpan skotin
rétt á eftir i misgripum, óg hjelt
pilturinn, er skaut hana, að hann
hefði miðað á lijera. Önnur va •
skotin rjett á eftir á annari eyju,
og hjeldu menn þar, að drepin
hefði verið einhver fásjeður og
verðmætur fugl. En sumt af rjúp-
uuuin unguðu út sainsumars, og eru
rjúpur síðan á nokkrum stöoum i
Færeyjum, en ekki mikið af þeim.
Þessi flutningur fór fram 1890, en
áður var búið að gera tilraunir til
að flytja rjúpur frá íslandi lil Fær-
eyja, en þær höfðu aldrei komist
alía leið.
Eðlilega eru margar undirtegund-
ir eða afbrigði af fjallrjúpunni, eins
og jafnan af þeim tegundum, sem
breiddár eru út yfir stór svæði.
Bjúpan okkar er sjerslakt fyrir-
brigði, og i Grænlandi eru ekki
minna en þrjú afbrigði. Eru tvö
þeirra að vestanverðu (skiftingin er
dálílið fyrir norðan Vestribygð), og
Eftir Ólaf Friðriksson.
eitt á austurströndinni. Auk fjall-
rjúpunnar í Skotlandi (sem verður
livít á vetrin) er á Bretlandseyjum
r.iúputegund, sem er náskyld fjall-
rjúpunni, en verður aldrei hvít, og
er hún nefnd mórjúpa. (Bretar kalla
hana grouse, en liina ptarmigan).
Mórjúpur hafa verið fluttar til
Belgíu, Þýskalands, Jótlands og Sví-
þjóðar, og hafa sumstaðar fjölgað
töluvert í þessum.nýju heimkynn-
um. Orrinn og þiðurinn, sem báðir
eru mjög ólikir rjúpu að lit og
slærð, eru þó náskyldir henni, og
hittasl oft i Noregi kynblendingar
milli hennar og þessara tegunda, og
það þó önnur þeirra þiðnrinn
sé á stærð við gæs.
Itjiípa.,
Rjúpan býr til fremur óvandað
hreiður og verpir í það einu eggi á
dag, þar til komin eru 8 til 12 ,egg,
þá fer hún að liggja á. Einstaka láta
sjer nægja að verpa 6 eggjum. Hins-
vegar eru sumar, sem ekki láta sjer
nægja minna en 14 egg. Lætur karl-
luglinn karrinn oft heyr.i
söng sinn um þetta leyti, og lieyrisl
söngurinn langar leiðir, cn fagur
er söngurinn ekki, síður en svo.
Rjúpan liggur á i hálfa fjórðu
viku. Eru ungarnir fljótt hinir
sprækustu, og geta flogið dálitið eftir
laa daga. Þeir forða sjer venjulega
á hlaupum og taka ekki strax til
vængjanna, nema komið sje að þeim
óvörum. Rjúpur eru fráar á fæti,
en þungar að taka sig upp til flugs.
Hinsvegar flýgur rjúpan mjög liratt,
þegar hún er búin að taka sig upp,
og með tíðu vængja blaki. Ungarnir
éta skordýr, kongulær, orma, ber
og ýmiskonar jurtafæðu, og vaxa
fljótt. Faðirinn fylgir móðurinni og
ungunum eitthvað fyrst, en yfir-
gefur þau fljótlega, og heldur sig
eftir j)að ofar i fjöllunum, stuudum
nokkrir karrar í hóp.
Á vetrin jetur rjúpan bruin og
blöð af víði, rjúpnalaufi, berjalyngi,
birki, fjalldrapa o. s. frv. Hún er
ötul að ná sjer i fæðu, þó snjór sje
á jörðu. Helsl heldur hún sig þá
þar sem skefur af jörðu, en sje eklci
Ljósm. Björn Arnórsson.
kostur á slíkum stað, þá krafsar hún
snjóinn. Það gerir hún á þann hátt,
að hún legst á brjóstið, styður sig
við vængina, og lætur svo fæturna
ganga ótt og títt, og skefur snjóinn
aftur fyrir sig. Koma löngu klærnar.
sem hún hefir þá að góðu gagni,
endá slitna þær mikið, og fellir hún
þær á vorin, um leið og hún fellir
fiðrið.
Vcnjulega jetur í-júpan á morgn-
ana og fyrrihluta dags, á vetrin.
Þeim sem ætla á rjúpnaveiðar er
þvi betra að vera iárla á ferðinni,
þvi seinni hluta dags er hún oft
húin að dreifa úr sjer, þó að hún
hafi verið í stórum hópum fyrri
hlutann, þar sem mest var matar
von. A sumrin jelur hún aðallega
seinni hluta nætur.
Framh. á hls. 1:~>.
Ekkjufrú Ásthildur Thorsteins
son verður 80 ára 16. J>. m.