Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1937, Side 8

Fálkinn - 13.11.1937, Side 8
8 F Á L K I N N l'tst/n frá Hólavallatúni (noröur ujir) 18)6. (Eftir Winstrup húsam.) BOKAHILLAN REYKJAVÍK Þættir og myndir úr sögu bæjar- ins 1786—1936. Eftir dr. Jón Helgason biskup. Reykjavíkurkaupstaður álli 150 ára afmæli á síðastliðnu ári. í lilefni af því komu úl í fyrra „Þættir úr sögu Reykja- vikur“, er fjelagið Ingólfur gaf út. Er það álitleg bók, prýdd allmörgum myndum, og var benni mjög vel tekið. En nú er komin út ný og merkilcg bók, sú er að ofan getur, i tilefni af afmælí Reykjavikur. Er hún samin af hinum gagnfróðasta manni um sögu Reykjavíkur fyrr og síðar, dr. Jóni Helgasyni biskupi, hinum fjöllærða og starfsama fræðimanni. Rók þessi er ekki nema að nokkru Ieyti saga í venjulegum skiln- ingi. Aðalkjarni bókarinnar eru myndir af Reykjavik frá ýms- um tímum og lýsa þær oft gerr og nákvæmar útliti og ástandi bæjarins en löng lýsing í venju- legu máli. Framan við myndirnar liefir höfundur ritað þætli úr sögu bæjarins, svo sem inngang að myndunum og þeim til skýr- ingar. í inngangi gefur hann stutt vfirlit um sögu Reykjavík- ur fram til ])ess að hún varð kaupstaður. Því uæst kemur byggingarsaga bæjarins, og er henni skipt i kafla á þessa leið: A. Miðbærinn (Kvosin); I. Vagga Reykjavíkurbæjar; II. Hafnar- stræti verður til; III. Hvernig Austurvöllur byggist; IV. Suð- urgata byggist. fí. Vesturbærinn; V. Vesturhjáleigurnar; VI. Grjótaþorpið; VII. Vesturgata og umhverfi hennar. C. Austur- bærinn; VIII. Ingólfsbrekka og Auslurhjáleigurnar; IX. Banka- stræti og Laugavegur byggist; X. Þingholtin; XI. Skuggahverf- ið. Þessi byggingarsaga bæjar- ins er allýtarleg og mjög grein- argóð. Er þar rakið, hvernig einstakar götur liafa myndast og að allverulegu leyti eiustök hús risið upp við þær, á hvaða líma og hvaða menn voru þar að verki. Er þarna mikill fróð- leikur fyrir þá, sem langar til að kynnast því, hvernig og hve- nær bærinn hefir byggst. Á eft- ir þessu yfirliti kemur Revkja- víkur annáll, ])ar sem höfund- ur telur upp í árbókarformi helstu atburði, er snerta sögu bæjarins árlega frá 1786 1936. Höfundur kallar annál þennan örlitinn, en í rauninni er Iiann ekki svo lítill (rúmar 20 hls. i ])ví stóra broti, sem á bókinni er), og víst er.um það, að mik- i 11 fengur er að honum, því að mikill og aðgengilegur fróðleik- ur er ])ar saman dreginn. Þá tekur við nafnaskrá allra ])eirra nianna, sem nefndir eru i sögu- þáttunum og annálnum. Þv.i uæst er skrá yfir myndirnar, efnisyfirlit og nokkurar leið- rjettingar. Alls tekur þetta les- mál rúmar 100 hls. í stóru broti, en þá tekur við meginkafli hók- arinnar, gamlar og nýjar Reykjavíkurmyndir, 232 að tölu. Myndirnar skiptast í tvo kafla. Er hinn fyrri myndir úr safni höfundarins, nr. 1—83, en hinn síðari aðrar myndir, nr. 84 232. Það hefir lengi verið kunn- ugt, að biskupinn ætti mikið og' merkilegt myndasafn af Reykja- vík, og að hann hef'ði um lang- an aldur safnað saman því, er Iiann náði af gömlum Reykja- vikurmyndum. Myndum þess- um fengu margir bæjarbúar að kynnast, er fjelagið Ingólfur gekst fyrir sýningu gamalla Reykjavíkurmynda i Miðbæjar- skólanum sumarið 1935. Lán- aði bislcup þá myndir sinar og l'yltu þær lieila stofu og vöktu tvímælalaust mesta athygli á sýningunni. Birtasl nú myndir |)essar í ritinu. Hefir hiskup ýmist málað þær eftir gömlum sjaldgæfum fyrirmyndum eða beint eftir náttúrunni. Safn ])etla er hreinasíi fjársjóður fyrir sögu Revkjavíkur, og er ])að vel, að það kemur nú fyrir almenningssjónir. Aðrar myndir i ritinu eru allar gerðar eftir Ijósmyudunl, nema þrjár eftir málverkum dr. Magnúss Jónssonar prófessors. Flestar hinar eldri ljósmyndir eru teknar af þeim Sigfúsi Ey- mundssyni og Magnúsi Ólafs- syni ljósmyndurum, en margar hinna yngstu eru leknar of „amatörum“ og ekki allfáar heinlíuis fyrir þetta rit, lil þess að það geti sýnt sem samfeld- asta þróun bæjarins frá önd- verðu lil vorra daga. Ril þetta er höfundi og út- gefanda lil mikils sóma. En út- gáfuna Iiefir ísafoldarprenl- smiðja annast og leyst af hendi með mestu prýði. Hefir útgáf- an eflausl kostað stórfje, en þrátt fyrir það er verð bókar- innar mjög skaplegt. Mun hún. ])ví verða mikið keypt og geymd sem kjörgripur á mörg- um reykvískum heimilum. Guðni Jónsson, Segðu mjer, elskan míu. Er jeg tyrsti maðurinn sem þú hefir kyst? Er þaS ekki skrítið, að allir skuli byrja á þessari spurningu? Já, vitanlega ert þú sá fyrsti. Útsjón frá Hólavallatúni austur ut ir 18)0. (Eftir Winstrup);. » i *

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.