Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1938, Síða 16

Fálkinn - 12.02.1938, Síða 16
16 F Á L K I N N Kynnist RED SEAL LYE og sparið! RED SEAL LYE er óuppleyst lútarefni, sem ásamt feiti er grundvallarefni við framleiðslu á sápum og- sápudufti. Til hreinsunar á grómteknum, fitubrákuðum hlutum og ílátum er ekkert betra en RED SEAL lút. Lútin sameinast fitunni og myndar þannig sápu, — vatnið, sem notað er, skolar síðan í burt fitunni, lútinni og óhreinindunum, svo alt verður hreint og fágað eftir. RED SEAL LUT er óviðjafnanleg til hreinsunar á öllum hlutum, en auk þess drepur hún sóttkveikjur og nemur í burt alla ólykt. Heimagjörð sápa. Mikið hefir þegar verið gert að því að nota RED SEAL lút til þess að búa til sápu í heimahúsum. I stað þess að láta úrgangsfeiti verða að engu eða festast í afrennslispípurnar ætti að taka 2'/2 kg af hreinni feiti og búa til 4 kg af góðri, harðri sápu. Sápu má búa til í heimahúsum með fimm aðferðum og er þetta ein þeirra: Ekkert er auðveldara. — Bræða skal feitina (svínafeiti eða tólg) og láta hana síðan kólna. Meðan feitin er að kólna skal taka einn bauk af RiED SEAL lút og leysa það upp, sem í honum er, í tæpum tveim lítrum af heitu vatni, helst í leirskál. — Þegar lútin er tæplega nýmjólkurvolg skal hella henni hægt og hægt út í feitina. — ÞESS SKAL VEL GÆTA AÐ HELLA EKKI FEITINNI í LÚTINA. Hræra skal vel í þessu þar til alt samlagast og blanda þessi tekur að þykna. Síðan skal byrgja ílátið og geyma það á hlýjum stað í einn eða tvo daga og má þá skera sápuna í stykki með mjóum vír eða seglgarni. Þau ca. 4 kg af harðri góðri sápu, sem fást á þennan hátt, eru miklu betri en sú sápa, er venjulega er í búðunum tekin. Hún gerir þvottinn ekki gulan. Það er ekkert kalk í henni, leir eða önnur skaðvæn efni, og ef þess hefir verið gætt að blanda þessu vel og pjettilega saman, þá verður sápan öll jafn sterk. Þann- ig má úr einum bauk af RED SEAL lút og feiti gjöra 4 V2 kg af harðri þvottasápu. R E D S E A L LYE ásamt nákvœmum leiðarvísi um notkun þess, fœst í öllum betri verslunum. HEILDSÖL UBIRGÐIR HJÁ O. JOHNSON & KAABER H.f.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.