Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN -------- GAMLA BlO ------------- Síðasta afrek Mrs. Chepey. Bráðskemtileg og afar spenn- andi leynilö greglumynd eftir samnefndum gamanleik FREDERICK LONSDALE aðalhlutverkin leika JOAN CRAWFORD WILLIAM POWELL ROBERT MONTGOMEIÍY Sýnd bráðlega! Gamla Bíó sýnir bráðlega mjög skemmtilega leynilögreglumynd, ..Síðasta afrek Mrs. Clieyney", en aðalhlutverkin leika hinir góðfrægu leikarar Joan Crawford, Robert Montgomerý og William Powell. Myndin iiefst um borð í stóru far- þegaskipi, sem siglir frá New-York til Englands. Kelton lávarður, mið- aldra Englendingur, kemur inn i káetu sina og finnur þar Mrs. Fay Cheyney, fagra ameriska ekkju, sol'- andi í rúminu. Hann vekur hana, en hún biður hann tafarlaust að hypja sig út. Loksins keinst hún i skilning um, að það sje hún sjálf, sem hefir tekið þessa káetu í mis- gripum, og það er Kelton lávarður, sem á að vera þar. Þetta atvik Jeiðir til þess, að Fay kémst í kynni við Kellon og fólk það, sem hann er með. Hin töfr- andi Fay vinnur strax hylli þeirra allra, þar á meðal hylli hins unga lávarðar Arthurs Dillings, sem er hinn mesti kvennaljómi. Eftir komu sína til Englands tek- ur Fay á leigu skrautlegt hús i London og býður heim kunningj- um sínum, er hún hafði kynnst á skipinu. Meðal geslanna er gamla frænka Arthurs, hertogafrúin af Ebley. Þessi sjervitra heldri kona fær strax vinarhug til Fay og býður henni að dveljast heima hjá sjer um næstu helgi á landsetri sínu, Ebleyhöllinni. Bæði Arthur og Kelt- on, sem hafa hvor um sig gert sitt ítrasta til að vinna ástir Fay, síðan þeir kynntust henni, eru einnig hoðnir með. Þegar síðasti gesturinn er farinn úr heimboðinu hjá Fay, tekur þjóna- liðið skjótum breytingum. Fay, þjónninn, stúlkan og ökumaðurinn laka með sjer trúnaðarsamræður, og það kemur nú í ljós, að Fay er meðlimur í flokki gimsteinaþjófa, en foringi þeirra er Charles, hinn kæni og „virðulegi“ yfirþjónn og ráðsmaður á heimilinu. Enn fremur kemur í Ijós, að flokkurinn fylgir fastri og ákveðinni áætlun. Illutverk Fays hafði verið að koma því svo fyrir, að hún fengi heimboð til Ebleykastala, og þar átti hún að stela hinum dýrmætu perlum her- togafrúarinnar. Alt virðist nú ætla að ganga að óskum og eftir hinni fyrirfram gerðu áætlun. En Fay er farið að þykja vænt um hina nýju vini sína og það er einungis Richard Thors, framkvæmda- stjóri, verður 50 ára 29. þ. m. Margrjet Jónsdóltir, frá Tungu við ísafjörð, nú búsett á Öiestad við Ostó, varð 65 ára 28. þ. m. ÐEANNA DURBIN heitir þessi unga stúlka og þykir hún ein efnilegasta leikkona sem fram hefir komið í Hollywood í mörg ár. Aðeins eins mynd með henni í aðal- hlutverki hefir komið fram að svo stöddu, en sú eina mynd hefir gert hana heimsfræga. Deanna Durbin er ekki nema fimtán ára. hlýðni hennar við Charles, sem fær hana lil þcss að halda áfram. Lengra skal efni myndarinnar ekki rakið, en það er óhætt að segja það, að hún fer vel, og ekkert skortir á spenningin alt til enda. Frú Vigdís Ketilsdóttir, Grettis- götu 26, verður 70‘ára 30. þ. m. Frú Sesselja Sigvaldadóltir, sem nú dvelur hjá sgni sínum, lækni Sigv. Kaldalóns í Grinda- vík, verður 80 ára 2. maí n. k. f haust voru liðin 175 ár síðan (52 borgarar í London stofnuðu líf- tryggingarfjelagið „The Equitable“. Hefir það aldrei liaft umboðsmenn ti! þess að safna tryggingum, heldur notað blaðaauglýslingar og ritlinga til þess að láta vita af sjer. Mörg líftryggingarfjelög i Englandi eru stærri en „The Equitable, en við- skiftavinir þessa fjelags eru yfir- leitt hátt trygðir. Hafði fjelagið alls 22.500 skírteini á síðastliðnú ári, að upphæð 310 miljón krónur. Til samanburðár má nefna, að liftrygg- ingafjelagið „Prudential", sem er ná- lega 100 áruin yngra og er stærsta liftryggingafjelagið i Evrópu, hefir 28 miljón skírteina, að upphæð samtals rúmlega 15.00 milljón kr. -------- NÝJA BlÖ. --------------- „Litli Willie Winkie“. Amerísk stórmynd frá Fox-fjel- aginu tekin eftir hinni heims- frægu Indlandssögu með sama nafni eftir enska stórskáldið RUDYARD KIPLING. Aðalhlutverkið Willie Winkie leíkur undrabarnið SHIRLEY TEMPLE Aðrir leikarar eru: VICTOR MELAGLEN. JUNE LANG, C. AUBREY SMITH o. fl. Sýnd um helgina. Nýja Bíó sýnir um helgina stóra, ameríska mynd eftir hinni heims- frægu sögu frá Indlandi eftir Rudy- ard Kipling, sem nefnist „LitH Willie Winkie“. Aðalhlutverkið i myndinni, Willie Winkie, leikur Shirley Temple- af mikilli snild. Efnið er þannig í stuttu máli, að ung ekkja, Joyce Williams, kemur frá Ameríku með dóttur sína unga að aldri að nafni Priscilla, til Rajpöre á Norður-Indlandi, þar sem tengda- faðir Joyce, William ofursti, er foringi fyrir enskri landvarnarsveit Hinn hrausti liðsforingi Mac Duff. hinn besti drengur, tekur á móti þeim, og þær verða vitni að hand- töku innfædds vopnasmyglaraflokks og höfðingja uppreisnarmannanna, Khoda Klian. Hann missir verndar- grip í viðureigninni og Priscella litla finnur hann og geymir. Willam » ofursti er hermaður fram i 'fingur- góma og aðeins hermaður. Og til liess að ávinna sjer traust hans og hylli ákveður hún að gerast líka hermaður. Vinur liennar, Brandis liðsforingi, sem hún kallar „Coppy“ felur hana á hendur Mac Duff og þau verða hinir bestu vinir. Hann kennir henni heræfingar og her- mannareglur og gefur lienni nafnið Litli Willie Winkie, og auk þess gef- ur hann henni bæði einkennisbún- ing, byssu og hund. Einn dag fær Willie Winkie tækifæri til þess að skila verndargripnum aftur til Khoda Khans í fangelsinu og seinna Iaumar hún til hans brjefi, þó að hún viti að slíkt sje ekki leyfilegt. A hinn bóginn er það að segja frá Joyce, móður hennar, og „Coppy", vini hennar, að þau verða ástfang- in hvort af öðru. Kvöld eitt þegar dansleikur er haldinn i herbúðunum, gera fylgis- menn Khoda Khans skyndilegt á- hlaup, og þeim tekst að frelsa for- ingja sinn úr varðhaldinu. „Coppy“ hafði farið af verði lil þess að geta verið með Joyce, og hann fær her- mannarefsingu fyrir, en daginn eft- ir er hann sendur í fararbroddi Frh. á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.