Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 5
FÁLKINW 5 sitt þing og sjerstakan „lands- höfðingja“. Yfir 94% af þjóð- inni játar kaþólska trú. Scliuschnigg til þess að segja af sjer 11. marz: — Jeg talaði tímunum sam- an við hinn fláráða kanslara, en það var ómögulegt að kom- ast að samningum við hann. Stundum sagðist hann mundi vikja, hina stundina þóttist hann ætla að sitja. Hann hafði útvarpsstöð fyrir sjálfan sig i höllinni og gat sent þaðan til- kynningar á hylgjulengd Wien- ai. Stöðin var við hliðina á skrifstofu hans og þegar hann var ekki að tala við mig sat hann við útvarpið til þess að róa sig. En ókyrðin fór vax- andi úti á götunni. Hinsvegar hafði S. A.-hgrnum verið gert aðvart og hann fór að safnast saman á Ballhausplatz. Jeg fór nú i síðasta sinn inn Eftir innlimunina hefir sú saga komist á kreik, að borg- arastyrjöld liafi verið í aðsígi í Austurríki þegar Hitler tók í I, umana. Aðstaða Scliuschniggs kanslara fór dagversnandi og sagan segir, að hann hafi verið að því kominn að kalla Otto af Habsburg lieim og gera hann að keisara. Hvort sem þetta er satt eða ekki þá er svo mikið víst, að liin nýja stjórn í Austur- riki hefir gefið út skipun um, að Otto verði tekinn fastur ef hann kemur 'til Austurrikis eða Þýskalands. Og hver sá maður, sem óskar ])ess að verða tekinn til keisara í Austurriki er stimplaður sem Iandráðamaður. Ilinir fornu meðhaldsmenn hans eiga ekki sjö dagana sæla i Austurríki núna og margir þeirra hafa flúið land. En það er ekki sjeð livað Schusclmigg hefði unnið við að kalla Otto heim, því að það er vitað, að mikill meirihluti Austurríkismanna var á móti endurreisn keisaradæmisins. Það má telja víst, að ef það hefði verið endurreist hefði borgarastvrjöld óðar hafist í Þýskalandi. Og svo mikið er víst, að nú, eftir á, virðist Schusclinigg eiga sjer formæl- endur fáa. Stjórn hans er talin hin versta glapræðisstjórn og hann var talinn skósveinn páf- ans, er liafi beitt þjóðina taum- lausu ofheldi, sem hafi tekið svo í lmúkana, að jafnvel kommúnistar verða nú fegnir að greiða atkvæði með innlim- un Austurríkis í Þýskaland. Seiss-Inquart, hinn nýi kansl- ari Hitlers hefir sagt frá því sem gerðist, er hann neyddi fííkisfiilltrúi Hitlers i Austurríki dr, Seyss-Inquai't <með gleraugu) og Michael Skubl rikisritari og lögreglustjóri i Austurríki. Mynd þessi er tekin meðan Hitler var í Wien eftir innlimunina og sýnir hermannasveit þýskra og aust- nrriskra manna heilsa foringjanum Til vinstri við Hitler sjest von fíock hershöfðingi, hæstráðandi þýska hersins í Austurriki. lil hans og sagði: „Herra kansl- ari. Þjer verðið að fara frá!“ Hann reyndi að tala í sig kjark en jeg hrýndi fyrir honum að alt væri að enda í óreiðu og átaldi hann fyrir loforðasvik- in (vanefndir á því, sem liann hafði lofað Hitler skömmu áð- ur). Hann skildi loks, að hann var ekki framar löglegur kansl- ari. Og svo mæíti hann „Jeg fer þegar í stað“. Svo ók liann til Miklas for- seta og f jekk lausn. En á meðan bað jeg Hitler að senda her- sveitir og láta þær fara inn yfir landamærin, því að Schusc- hnigg hafði útdeilt vopnum til sinna manna og gat stafað hætta af því. Svo kom Scliusc- hnigg aftur og talaði í útvarpið og sagðist víkja fyrir ofurefl- inu. — — Síðan innlimunina sitja um 3300 menn og konur í haldi i Austurríki, þaraf 1400 i Wien. Schuschnigg er ekki í fangelsi en undir gæslu. Hann býr enn í húsi sínu í Belvedere við Wien ásamt föður sínum. Hann liefir ekki gift sig enn, eins og sagt hefir verið i blöð- unum. Frjettin hefir komist á kreik af því að unnusta lians, greifynja Czernin hefir fengið leyfi til að búa í sama húsinu. llúsið er undir umsjá S. A.-her- manna og' enginn fær að koma ir n nema hann hafi skriflegl inngönguleyfi. En enginn fær inngönguleyfið. Miklas forseti er frjáls maður og fær að fara þar sem hon- um sýnist. Það er talið að hann sje nazisti í hjarta sínu og synir lians eru yfirlýstir naz- istar. Sumir ráðherrarnir úr stjórn Schuschniggs er í fang- elsi en aðrir ekki. Það hefir gengið fljótt að , nazifizera“ Austurriki, að minsta kosti á yfirborðinu. Alls- staðar blaktir þórshamarinn og allur fjöldinn er með Hitler- nælur í jakkahorninu. Búðar- gluggarnir eru fullir af allskon- ar glingri og myndum af Hitler og fólk er farið að læra að segja „Heil Hitler“ í staðinn fyrir góðan daginn og vertu sæll. En þetta er vitanlega eklci gert með sömu nákvæmninni og hjá Prússanum. Margir eiga um sárt að binda, ekki síst Gyðingarnir. Gyðing- ar hafa altaf verið í Austur- ríki og eftir að Hitler náði völdum í Þýskalandi flýðu þeir hópum saman þaðan og til Austurríkis. Nú eru þessir menn orðnir landlausir á ný. Fyrstu dagana eftir innlimunina var straumur af flóttamönnum yfir öll landamæri, ekki síst til Tjekkóslóvakíu. En flestum var visað til baka — þeir voru reknir inn í hættuna sem þeir voru að flýja frá. Fjöldi fólks hefir svift sig iífi. En fjöld- inn hrósar liappi. Og Ilitler brosir i kampinn. Þinghúsið i Wien.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.