Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 11
VHGSVU U/&N&IIRNIK Flughöfn handa litla bróður. Flugvjelaskýlið er búið til ur skóöskju, sem skorið er af á ská að ofan og skornar dyr á aðra bliðina, eins og sýnt er á mynd 1. Pappinn er ekki skorinn sundur þar sem punktalínurnar sýna, held- ur aðeins gerl far í pappann, svo að hurðirnar verði á hjörum. Tvær umslagalokur eru settar í hurðina fyrir handföng, svo að hægt sje að ljúka þeim upp. Mynd 2 sýnir þver- skurð af flugvjelaskálanum — nu cr þakið komið á, og er það annað- hvort úr þunnri fjöl eða þykkum pappa. Á þi'kið er límt stórl tvinna- kefli, það er notað til þess að hefja vjeiina til flugs með. Mynd 3 sýnir hvernig kcflið er skorið lil og út- búið: Með beittum hníf er skorið hak öðrumegin í keflið að ofan, um tveggja millimetra breitt. Sterkt teygjuband er sett utan um keflið og fest með límpappír eða tusku og limi; siðan er keflið límt á þakið, þannig að hakið viti l)eint aftur. Næst smiðum við flugvjelina. Mynd 4 sýnir báða partana, sem flugvjelin er gerð úr. Búkurinn er gerður úr vindlakassafjöl, en væng- irnir úr sterkum pappa. Vængirnir eru límdir ofan á hakið á framan- verðum búknum — gætið þess vel að þeir sjeu alveg á miðjunni, því að annars verður slagsíða á vjelinni! Mynd 5 sýnir flugvjelina framan frá, eftir að hún hefir verið setl saman; þið sjáið að vængirnir eru sveigðir ofurlítið upp með því að lima skáskífur úr pappa undir þá. Mynd 6 sýnir vjelina á flugi, eftir að gluggar liafa verið málaðir á hana. Þar sjást skáskifurnar undir vængjunum greinilega. Og auk þess er þessi vjel útbúin með stjeli. Það er ekki nauðsynlegt, en það gerir vjelina fallegri. Reynið nú að láta vjelina renna fram af borði og ef hún stingst á nefið þá tálgið þið dálítið framan af búknum, þangað tii vjelin lendir fallega á renni- flugi á gólfinu. En ef hún er of þung að aftan þá festið þið teikni- bólu framan á hana. Mynd 7 sýnir hvernig ])ið hefjið vjelina til flugs af skýlisþakinu, með teygjubandinu. Þið málið svo vjelina með fallegum litum og þið getið verið viss um, að bróðir ykkar hefir gaman af henni. Talan 9 er dularfull. Taktu aðra tölu, stærri en 9 og draga frá henni tölu úr sömu stöfum en í öfugri röð. Til dæmis: 3741 -r- 1473 22(58 Þversumma 18 og 1+8 = 9. Nýtt dæmi: Skrifaðu upp ein- hverja stóra tölu, t. d. 7.549.132. Þversumman af henni er 31. Dragðu nú þessa þversummu frá tölunni og tak svo þversummuna af út- komunni. Þá færðu fyrst 7.549.101 — þversumman: 27 og 2 + 7 = 9. Hann kunningi okkar hefir nú klætt sig i galdramannsbúning og ætlar að sýna okkur hvílík galdra- tala talan níu sje. Nú sýnir hann ykkur nokkur dæmi sem ])ið skuluð i'ást við sjálf: Margfaldið hvaða tölu sem er með 9 og leggið saman tölurnar í útkomunni (þversummuna). Út- koman verður þá altaf níu á end- anum. Dæmi: 9 X 5071 = 45639. Þversumma 4 + 5 + G + 3 +9 = 27 og 2 + 7 = 9. Ljónaveiðarinn er staddur á dans- leik, nýkominn heim frá Afríku. — Jeg drap fjögur ljón sama daginn, s:.gði hann við dömuna, sem hann er að dansa við. — Er það satt? svaraði liún. — Stiguð þjer svona ofarí á tærnar á þeim. Sara: — Mikið flón var jeg þegar jeg rjeðist í að giftast þjer. Sveinki: — Já, það varstu. En fíflin eru ailra manna hepnust. Sporhnndnrinn King. 11) Mulligan hafði skroppið ofan i bátinn aftur til þess að festa hann betur en þá vissi Jimmy ekki fyr til en hrifsað var ónotalgea í öxl- ina á honum. Hann leit við laf- hræddur — og horfði nú beinl inn i glottandi Ivinvqrjaandlit! Kínverj- inn var berfættur og hafði því getað læðst alveg að honum án þess að hann heyrðist. „Ha, ha, Ho-Fan þykir vist gaman að hitta ókunn- ugan strák hjer, þegar Ho-Fan kem- ur aftur —“ meira hafði Kinverj- inn ekki sagt þegar King sveif á hann. 20.000 FRANKAR. Framh. af bls. 7. stðlalirúgunni. Hann gat ekki skilið livernig í þessum misskilningi gat legið. Hvað átti hann að gera Hann greiddi liárið með fingrunum. Svo varð honum litið á miðann. Hann horfði á liann eins og i draumi. Milli teikninga af hestum og skipum stóð eitt orð, sem hann hafði skrifað livað eftir annað: Patsie — Patsie — Patsie, stóð þar. Og svo undirskriftin: R. M. Calvert. — Segið þjer mjer — heitir hann Patsie hesturinn, sem vann lilaupið? Litli maðurinn horfði undrandi á hann. — Auðvitað, herra minn. — Hann setti hattinn upp aftur. — Viljið þjer undirskrifa kvittunina. Calvert skrifaði undir og maður- inn fór. í dyrunum leit hann við til að horfa til baka og hristi höfuðið. F'yrir stuttri stundu hafði þessi mað- ur verið svo drukkinn að liann gat ekki lesið'. Nú var hann orðinn ger- breyttur. Nú sat hann þarna og taldi peningana og lagði þá kyrfilega sam- an '— tíu seðla i hvern bunka, og setti í vasabókina sína. — Ó, Janey, sagði Calvert — litli maðurinn i reiðbuxunum var svo langt undan að hann gat ekki heyrt það — ó, Janey. Það fer þá svo að við siglum bæði. Jek vissi, að þetta mundi fara veJ .... ¥ 12) Sem betur fór var Kínverj- inn ekki vopnaður, hann sprikl- aði en ])orði að öðru leyti ekki að gera neitt af liræðslu við hvassar tcnnurnar í King. King var hygg- inn og vel vaninn og hjelt öxlum Kinverjans niðri með framlöppun- um — og Jimmy var fljótur að ná i snæri, sem lá á þilfarinu. Þegar frændi gægðist upp fyrir borðstokk- inn aftur til þess að sjá livað væri á seiði var Jimmy langt kominn að binda Kínverjann og liafði hnútana rnmbyggilega. 13) Þegar King sá, að Kínverj- inn var ekki liættulegur vinum hans lengur fór hann að þefa af þilfarinu. Alt í einu stefndi hann beint á klefadyrnar, en hafði altaf trýnið niður við gólf. „Sjáðu!“ sagði Mulligan, „hann hefir fundið gömlu sporin frá skálanum hans Wilsons! Við skulum vona, að sporin liggi inn í klefa Ho-Fans.“ Og hundur- ii n fór inn um dyrnar og niður br„ttan stiga og inn þröngan gang AUKIÐ ORYGGI. Þessi maður hefir ekki fleygt sjer fyrir járnbrautarlestina lil að fyrir- fara sjer, lieldur er það ljósmyndari, sem er að athuga nýjan umbúnað, sem ensku járnbrautirnar liafa tekið upp, og gerir það að verkum að lest- arstjórinn lieyrir livort linan er opin og óhindruð. NáJægt öllum merkja- lurnum og vixlsporum á línunni er þriðja sporinu komið fyrir á milli þeirra venjulegu, en frá henni er rafmagnssamband við merkjaturninn. Ef linan er opin heyrist bjalla hringja í eimreiðinni, en sje eitthvað nð lieyrist langur sónn og hemlarnir a eimreiðinni verka sjálfkrafa. Þessi uppgötvun gerir það að verkum, að lestirnar geta ekið' harðar en áður. jafnvel þó þoka sje. og ýtti loks upp hurð, sem stóð i hálfa gátt. Er þetta klefi ræningjaforingj- ans, sem Kina hefir fundið — og teksl vinum okkar að finna perlurnar áður en Kin- verjarnir koma? Lestu það sem kemur næst! Tóta frænku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.