Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N SKÍÐAVIKAN. /■>/). af bls. 3. vérið ■ fegursl af liáfjöliiiixi í vétrarskrúða. Nesti var snætt oí>' síðan var nær því óslitin brekka fvrir norðan, alt niður að Skíðheiimun. Snjórinn þyrl- aðisl kringum skíðafólkið á ]>arin liátt, sem alla, er skíða- ferðum unna, ávalt dreymir um en sem þvi miður á sjer svo sjaldan stað lijer í grend við Heykjavík. Aðrir hjeldu niður að Valhöll og her þeim saman * tji t niHtttti A leið upp á Kistufell. a.a, að aðrar eins skíðahrekkur hefðu þeir ekki farið áður. Allir voru sammála um að þessi dagur liéfði vérið ógleymanleg- ur, enda þótt afleiðingarnar sýndu sig síðar hjá sumum sem snjóhlinda. Á páskadag var þýðviðri en skíðafæri ágætt fram vfir há- degi. Fjölmenni var mikið á Seljalandsdal eins og undan- farna daga. Keppni átti að fara fram í flugskriði „Utforr- ériri“ og svigi „Slalom“ en er keppnin hófst var skíðafæri mikið farið að spillast, og flest- ii farnir heim áður en henni var lokið. Kcppninni Iauk svo að fyrstu verðlaun i svigi karla hlaut Magnús Kristjánsson úr Ein- lierjum. Önnur verðlaun Cfuð- níundur Guðnnmdsson úr Ar- manni i Skutulsfirði, og þriðju verðlaun Gísli Kristjánsson úr Einherjum. í svigi kvenna hlaut fyrstu verðlaun Frú Vilhorg Hjalte- sled, og bjargaði þannig heiðri Á Kistufelli. okkar Revkvíkinga á móti þ’éssú. Eftir að heim var komið i Rírkihlíð var matasl í skvndi, pakkað saman farangrinum og stefnt lil Súðarinnar. Kl. 12 á miðnætti hófst dans- leikur í Alþýðuhúsinu. Þar var úthlutað verðlaunum á afreks- verkum fvrir skíðakeppnina, og skemmtu menn sjer lu'ð besta lil kl. I um nóttina. Annan páskadag um hádegi var fjöldi mikill á bryggjunni við hrottför Súðarinnar. Það var veifað og sungið og hrópað húrra. Enn hafði Súðin mótvind. Hlýr sunnanvindur bræddi óð- um snjóinn úr fjöllunum, en á þilfari Súðarinnar stóð hópur af ánægðu skíðafólki og söng hverl lagið á fætur öðru. „Kátir voru karlar á gömlu Súðinni" var vist efst á söngskránni en annars er söngskráin of Iöng lil þess að tclja hana upp hjer. Hvild i ,,Skíðheimum“. Bjarni Björnsson mælti þar fvrir munn eins stjórnmála- manns, að Súðin væri eiginlega hest fallin til þess að vera skemmtiferðaskip, því ungt fólk vildi helst að ferðin vrði sem leng'st, og Súðin uppfvlti vel það skilyrði. Eitt er vist að ekki voru það óánægð 120 sólhrún andlit, sem hrostu lil kunningjanna á Sprengisandi, þegar Súðin skreið inn Reykjavíkurhöfn eftir 25 stunda ferðalag frá ísafirði. S. Nýjar landvættir. Jurtirnar þurfa næringu sjer Ii 1 vaxtar og viðhalds rjett eins og dýrin, og þessa næringu taka þær lil sín gegnum ræturnar og blöðin. Rn jurtirnar eru það betur útbúnar í matarstritið, að þær geta nærst á dauðum efnum, en dýrin ekki nema á lífrænum efnum, það er þeini cfnum, er stafa frá öðrum dýruir: eða jurtum. Efnið i jörðinni, sem jurtirnar draga til sin, eyðast eins og annað, sem af er tekið, en út á víðavangi skila jurtirnar aftur mestum hluti þess, er þær tóku úr jörðinni, þegar þær deyja, falla til jarðar og rotna. Öðru máli er að gegna í görðum og á túnum, þar sem alt, eða mestur hluti þess, er upp vex af jurtunum er flutt í burt, þar þarf jafnt og þjett að færa jurtunum aftur nær- ingu i staðinn fyrir það, sem tekið var úr jarðveginum. Og þessi nær- ing er jurtunum færð í áburðinum, hvort sem það er nú húsdýra- áburður eða tilbúinn áburður. Það er óþarfi að telja upp öll efnin, er jurtirnar þurfa, tit þess að getá vaxið, því það'er nóg af þeim í svo að segja öllum jarðvegi nema þrem til fjórum. En þessi cfni eru: köfn- unarefni, fosfórsýra, kalí, og stund- um kalk. Af þessum efnum er kalkið lang ódýrast, og kostar fáa aura hvert kg. í tilbúnum áburði, sem seldur er hjer á landi, kostar bvert kg. af kati 43 aura, bvert kg. af fosfórsýru 53 aura, og bvert kg. af köfnunarefni 1.20 kr. KÖfnuriar- efnið er því lang dýrast, en jafn- framt það efnið, sem mest þarf af. meðal annars al' því að það eyð- ist á ýmsan bátt í moldinni, án þess að jurtirnar nái því. En það má ekkert af efnunum vanta, því þá vex jurtin ekki, bvað mikið sem er af binum efuunum. Þegar jurtirnar vantar köfnunarefni, verða þær fölar og rytjulegar, en fagur- grænar og gildar, þegar þær fá nóg af því. Eitt af næringarefnum jurtanna er kolefnið, og vinna þær það úr loftinu með blöðunum Mesi- ur bluti af næringu þeirri, er trjen taka til sín er kolefni, og þó er ekki nema sáralítið af kolefni i löftinu. Hinsvegar eru fjórir fimtu hlutar af loftinu, sem umlykur jurt- irnar (og við öndum að okkurt köfnunarefni. En þær gela eklu náð þessu köfnunarefni andrúms- loftsins, sem er gegnsætt, bragð- laust og litarlausf. Aftur á móti eru örsmáár lífverur í moldinni, geríar, sem eru svo litlir, að miljón beirra kæmust fyrir innan i minsta sand- korni, sem geta unnið köfnunar- efnið úr loftinu. Sumir þessara svo- uefndu köfnunarefnis-gerla, sem visi eiga töluvert erfitt upþdráttar, þríf- ast ágætlega ef þeir komast á rætur ýmsra' jurta af belgjurta-k^ni. Fá þeir þaðan að likindum kolvetni og steinefni, en köfnunarefnið vinna þeir sjálfír, og svo mikið af því, að það er nóg líka banda jurt- inni er þeir lifa á og þeim jurtum er næstar vaxa, þó ekki sjeu það belgjurtir. Orðið belgjurt er ekki gamalt í isienskunni og þarf því nokkrar skýringar. Til belgjurtanna teljasl um 15 þúsund tegundir og eru meðat þeirra trje, runnar og vafn- ingsviðir, og eru ýmsar þeirra helstu nytjajurtir mannkynsins. Hjer á landi er fátl þeirra: gullkollurinn, með fagurgulum blómum (algengur hjer í kringum Reykjavík, einkum nálægt sjó), umfeðmingsgrasið og giljaflækjan, með bláum eða fjólu— bláum blómum, eitthvað þrjár teg- undir al' baunagrasi, og svo smár- inn, þessi stórmerka nytjajurl, sem við íslendingar kunnum ekki enn- þá að nota. (Við þetta má bæta nokkrum útlendum tegundum, svo sem úlfabaunum (lúpinum), síberiska baunatrjenu o. fl.). Af kvæði Virgils um jarðræktina, má sjá, að Rómverjar hinir fornu kunnu að rækta belgjurtir til þess að auka með grómagn akranna. En það var ekki fyr en á öldiniji sem ieið, að menn skildu, að þessi aukna frjósemi, stafaði af auknu köfnunar- efni, og þvi síður skildu menn áður, að það væru gerlar sem væru valdir að þessu. Um svo að segja heim allan eru nú belgjurtir rækt- aðar í akurteigunum á víxl við korntegundir eða ró.tarávexti, og látnar þannig bera á köfnunarefni. Eins er svo að segja í öllum menn- ingarlöndum, ræktaðar belgjurtir ívenjulega smári), með grasi, hvort sem ætlunin er að birða töðufeng- inn, eða hafa grasið til beitar. Þegar grasrækt með fræsáningu liófst hjer á landi fyrir um það bil mannsaldri, var sáð nokkru al' smára með grasfræinu, cins og siður var erlendis. En þetta reyndist ekki vel. Smárinn bvarf algerlega úr sáðsljettunum á stuttum tíma, og þeir sem við þessi mál fengusl þá, athuguðu ekki hver væri orsökin lil þess, enda var lítið fje veitt til rannsókna, en viðfangsefnin mörg. í meira en tuttugu ár var grásfræi sáð bjer, án þess að menn væru að brjóta heilann um, hvernig ó því stæði, að þúsund ára gömul reynsla, sem fengin væri erlendis, ætti ekki við hjer. Eða rjettara s;:gt, menn trúðu á Iitilfjörlegar til- raunir, senr höfðu verið gerðar hjer, þó þær kæmu í bága við alla er- enda reynslu, og mun mestu hafa valdið, að íslendingar hafa haft, og hafa enn, alveg óbifanlega trú á, að landið þeirra sje þannig, að þar get.i helst ekkert vaxið, og ckki einu sinni sömu meginregl- urnar átt við um gróður, og er- lendis. Ekki er gotl að vila hvað lengi þessi trú, að smári gæti ekki vaxið i túnum hjer, hefði ríkt, liefði ekki verið til þó einn maður, sem el'- aðist um að þessi kenning væri rjett. Og þessum eina manni er það að þakká, að geysilega verð- mætur sannleiki hefur verið.Ieiddur í ljós. Þessi maður ei- Ólafur Jóns- son, forstöðumaður lilraunastöðvar Ræktunarfjelags Norðurlands á Akureyri. Tilraunir þær er liann gerði leiddu i ljós, að síst er minni tiagnaðarvon af því, að rækta smára með grastegundum hjer á landi, en í öðrum löndum, því með því má fá um 30 hestum meira af hekt- aranum, eða um 10 heyhesta aukn- ingu á dagsláttu. Þegar atliugað er, að meðal heyfengur á túnum h.jer á landi er ekki nema 12 hestar, verður augljósl, hve geysimikln aukningu hjer er um að ræða. Það eru minst 30 þús. hektarar af túnum a íslandi, sem enginn smári er í, og gætu gefið af sjer 900 þús. hey- liesta fram yfir það sem þau get'a nú af sjer el' smári væri ræktaður þar og jafngildir það 22 þús. kýr- fóðrum. Það er auðvelt að gera sjer í hugarluud hvað öll gras'- ræktin er hægari þegar athugað er að fá l'yrirhafnarlaust heyauka, er nemur eins miklu, og ef bornir hefðu verið fjórir pokar af kalksalt- pjetri. Eftir útreikningi Árna Ey- lands, vinna geríarnir á einum hekt- ara af landi, sem smári er rækt- aður á, árlega köfnunarefni sem miðað við verð tilbúins áburðar. er að minsta kosti 75 kr. virði Það mundi því muna þjóðina tvær til þr.jár miljóriir króna árlega, el' smári væri kominn i öll tún á land- inu, miðað við það sem kostar að kíaipa tilbúinn áburð. Þess má geta aft það kostar ekki meira að koma smáranum ofan i túnin, en að bera oíeu sinni á þau köfnunarefnis- áburð, sem þó ekki gefur meira en smárinn síðan gefur árlega. Það er hægt að koma smáranum ofan í gróin tún, án þess að brjóta |)a,i upp, eftir því sem Stapledon próf- essor, forstöðumaður tilraunar- stöðvarinnar í Aberystwyth ritar, en hefir að þvi er jeg best veit, ekki verið reynt hjer. Framtíðin er komin undir því, að við kunnum að notfæra okkur vis- indin, Jjað er galdur vorra tíma, til þess að láta landvættina vinna að okkar högum. Og það ætti ekki að vera neitt kraftaverk, að koma smára i öll tún ó landinu, og gefa þar ineð hinum örsmáu lífverum, er lifa í rótum hans, tækifæri til þess að vinna miljóna virði handa okk- ur af köfnunarefni loftsins. % Ólafiir Frifírikssoii. LEIÐltJETTING. í erindi Gretars Fells: „Sál Reykjavíkur", í síðasta tölubl. eru nokkrar prentvillur, og er þessi meinlegust: Eftirhgffgja — en á að vtra efnishyggja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.