Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 6
0 F Á L K 1 N N r^ALVERT riðaði þegar hann beygði niður Rue Delambre. Klukkan var 3 og það var altaf versti tími hans, því að þá var bann altaf druknastur. Það sá aldrei á honum. Hann var 32. ára og við bestu heilsu. En ef það álti að festa honum eittlivað í minni um nónbilið varð að endur- taka það 2—3 sinnum. Iiann sveigði klunnalega hjá tveimur lögregluþjónum, sem stóðu á gangstjettinni. Þeir voru að þjarka við hálfnakta stelpu í einum glugg- anum á stofuhæð og höfðu hátt. Að Parisarsið var gatan full af hundum handvögnum, hjólreiða- mönnum og kvenfólki á inniskóm. En það fór alt fyrir ofan garð og neðan hjá Calvert, hann var að hugsa um annað. Hann reyndi að reikna í frönkum, dollar og pund- um, sem syntu i konjakki í hausn- um á honum. Dyravarðkonan í nr. 14 leit af prjónunum þegar hann snaraðisl inn úr vinduhurðinni. Hún kastaði ekki á hann kveðju. Það var eitt- hvað bogið við ungan mann sem ekki vinnur, en slórar alla daga á ódýrum kaffihúsum eða á ódýru kompunni, sem hann hafði leigt sjer á hanabjálkanum. Og þó hafði henni getist vel að þessum unga manni frá því að hann kom fyrst þarna i húsið fyrir nokkrum mánuðum. Eins og flestum öðrum hafði henni ekki komið til hugar að hann mis- brúkaði áfengi. Engum, sem ekki þekti Calvert því betur, gat dottið það í hug. Hann virtist vera nálægt hálf- fimtugu og fremur ólundarlegur. Hann fjekk lijartslátl af að klifra upp sex stiga. Hann nam staðar á þrepinu fyrir neðan dyrnar hjá sjer, tók í flibbann til þess að ná betur andanum og barði svo á dyrnar. — Það er jeg! sagði hann. Hurðin laukst upp og grönn, ung stúlka, er hafði fleygt yfir sig regn- kápu sem Calvert hafði átt einu sinni, kom i dyrnar. Þegar hún sá hve reikandi liann var í gangi urðu augu hennar blíðleg. — Hefir nokkuð gerst? spurði luin. — í hvert skifti sem þú sjerð mig heldurðu að jeg hafi fengið vinnu, tautaði hann. — í þetta skifti er jeg sann- færð um það, sagði hún og Ijet aftur dyrnar. Þú ert öðruvisi en þú ert vanur. — Jeg þarf að segja þjer nokkuð! Hann þuklaði á peningaseðlaböggl- inum í vasa sínum. Var i þann veginn að segja henni frá mann- inum, sem hafði fengið honum peningana, en þagði. Janey var líka öðruvísi útlits en hún átti vanda til. Venjulega lýsti andlit hennar þjáningu jafnframt vongleð- inni. En nú — þegar hún hjelt að hann hefði fengið atvinnu titr- uðu varir hennar og hún virtist vera í æsingi. í fyrstu hafði hann mætt henni i stiganum við og við — og heilsað. Hún var ein af þessum stúlkum, sem virðast fæddar til að bera byrðar annara. Hún hafði komið frá New-York til París ásamt enskum dansarahóp. Sýning þeirra hafði gengið ellefu kvöld. Hún var ekki orðmörg að jafnaði en var frábæri- lega þolin. Calvert vissi, að hún hafði verið vikum saman að reyna að aura saman til þess að eignast fyrir fargjaldinu heim. Hún var grönn og veikluleg en fallega vaxin — hún var ekki fædd til þess að steikja bjúgu á gasloga. Meðan hann slóð og horfði á hana fór alda öl- vunar-meðaumkvunar um hann. Og hann fór að hugsa. — Segðu mjer frá atvinnunni. spurði hún. — Er hún hjerna i París? B. L. Jacot: Eruð þjer heppinn í spilum og haldið yður þess- vegna óheppinn i ástum. — Eða eruð þjer hepp- inn i ástum og þorið þessvegna ekki að spila. Hvort heldur þá er, þá skuluð þjer lesa þessa sögu. 20.000 frankarl — Mjer dettur ekki í hug að taka við starfa hjer i þessari skítaborg, hversu góð sem hún væri! — Þú ætlar þá að fara aftur til I.ondon? Það er yndislegt Cal! Hann starði á hana með augum tómlætis og þráa. Hugsun hans hafði skýrst, en ennþá var eins og hann væri úti á þekju. Hann hafði hægri höndina enn í vas- anum og kreisti peningana. í fyrsta sinn sá liann jretta herbergi eins og það var i raun og veru — ó- dýrt franskt rúm, einstæðingslegan stól, forhengið í horninu fyrir framan lappaskakka boðið, gassuðu- vjelina með skaftpottinum og matar- leifar hjer og hvar. — — — Til New-York! heyrði hann sjálfan sig segja. — Jeg hefi sand af peningum — nóg handa okkur báðum! Það kom roði fram í fölar kinn- arnar á stúlkunni: — Jeg hjelt að þú vissir, að jeg tek ekki við peningum af þjer! Lýgin var komin yfir varir Cal- verts áður en hann vissi hvað hann liafði sagt. Hann var einn þeirra manna, sem þykir ilt að ljúga — sjerstaklega ekki að kvenfólki. — Bíddu nú hæg, Janey, sagði hann alúðlega — við höfum þekst lengi. Þú hefir gert mjer margan greiðann, jeg á ekki við það að þú hefðir talað við mig þegar jeg var svo til sinnis að jeg hefði orðið brjálaður hefði jeg engan haft að tala við — en þú hefir líka farið út með mjer — — Því var alveg eins varið með mig. Jeg varð að hafa einhvern að tala við. — Jú, en þú gatst talað við hvern sem þú vildir og hvenær sem þú vildir. Þú hefðir ekki þurft að liðsinna gömlum jaxli eins og mjer. Auk þess — þú hjelst að jeg væri svo fullur að jeg tæki ekki eftir — en oft hefði jeg ekki fengið neitt að borða, ef þú hefðir ekki boðið mjer inn til þín og eldað handa mjer mat á gasinu. — Mig langar svo að þú hættir að drekka. — Það ætla jeg lika að gera. — Þú hefir sagt það svo oft áður. —- En nú sje jeg mjer leik á borði. Málefni að vinna fyrir. — Það er ágætt! En ef þú held- ur að jeg fari heim — með manni, sem tekur mig með sjer af miskun- semi, þá skjátlast þjer. Jeg fer heirn ein! Hann þagði um stund. Reginald Moyne Calvert hafði mentast i Ox- ford. Fyrir átta árum hafði hann kept um Ðavis Cup og lika átti hann ýmsa bikara fyrir sigra í golf. Fyrsta árið hafði hann unnið hjá Continental Daily Post i París og það ár hafði hann orðið 3. í golf- samkeppninni, en allir voru búnir að gleyma því — Calvert sjálfur líka. Það gerast undarlegar breyt- irjgar á manni þegar konan hans strýkur frá honum — ef svo illa tekst til að hann elskar hana. Túttugu og átta ára gamall hafði Calvert orðið ritstjóri Evrópu-út- gáfunnar af The Post — hann var afbragðs blaðamaður sem stóðu allir vegir opnir og átti konu, sem var honum alt. Þegar Enid Calvert — eftir að hafa skilið eftir brjef, sem sagði að lnin hefði farið til Wien með Rússa — yfirgaf hann, hafði hún tekið með sjer dóttur þeirra. Þá fór alt um þverbak hjá Calvert. Hann hafði elskað konu sína og hann liafði elskað barnið. í nokkra mánuði vissi hann hvorki í þennan lieim nje annan. Hann gat ekki haft sig að vinnu og fjölskylda hans var horfin. Næst frjetti liann, að dóttir hans hefði dáið i Varsjá — móðir hennar hafði skilið hana eftir hjá barnfóstru þar, en var sjálf í Suður-Frakklandi með friðli sín- um. Það var þá sem hann fór að drekka. TIJANN stóð upp með erfiðismunum. J"1'— Þú ert góður fjelagi, Janey, en ógnar bjáni! HvaS ertu gömul — tvítug? Jæja, jeg er meira en tíu árum eldri en þú. Maður verður að fara varlega í því að taka við pen- ingum hjá fólki hjerna í París. Jeg álasa þjer ekki. En þegar þú hafðir eittlivað að gera þarna í tískuversluninni -— ekki vissi jeg hvað — þú eyddir þá aurunum þínum í mat handa mjer, var ekki svo? Og hver er þá munurinn þó jeg.. .. af liverju ertu að gráta? — Jeg er ekki að gráta! sagði hún i æsingi og sneri sjer frá hon- um. Og ef jeg geri það þá er það af því að þú ferð á burt. Jeg kvelst af heimþrá eða einhverju svoleiðis. Geturðu ekki látið mig i friði? Hann stóð og horfði á hana reikull í ráði og settist svo á stól- inn. Það eina sem hann vissi um kvenfólk var að hann hataði það. En þegar hann sá þessa stúlku með tárvot augu og raunasvip varð til- Lnning hans önnur. — Janey, byrjaði liann þurrum hálsi. Hún horfði á hann köldum og hörðum augum. — Jeg tek ekki við peningum hjá þjer. Jeg fer ekki heim með þjer! Nú fyrst sá hann að hún var fögur — þrátt fyrir regnkápuna og angistarsvipinn. Hann skildi ekki að erfiðasta orðið sem stúlka getur sagt — á hvaða máli sem er — er „nema því aðeins að ....“ — Hlustaðu nú á, Janey Hann stóð upp og setti hana niður á slólinn. Hann hjelt um hendina á henni — þetta var í fyrsta sinn sem hann mintist þess að hann kæmi við hana. — Jeg var dug- legur blaðamaður á sínum tíma. Núna í dag hitti jeg náunga, sem rnundi eftir mjer. Við drukkum eitl eða tvö glös saman og hann ljet mig fá atvinnu. Á burtu frá öllu þessu. í New-York! Janey, jeg fer ekki þangað án þín. Jeg var .... jeg hafði aldrei bragðað áfengi fyr en stuttu áður en jeg kyntist þjer.. . . — En þú hefir þá stundað það þess betur siðan! Hún leit ekki á hann. — Jeg ætla að hætta þvi. Hann dró seðlaböggulinn upp úi' vasanum og fleygði honum á borðið. Þessar lygar virtust kom.i svo eðlilega yfir varir lians, en honum vgr ckki um að snerta pen- ingana. Hann skildi ekki enn hvers- vegna hann sagði henni frá þessu. Ei' til vill var hann druknari en nokkurntíma áður. — Þetta eru ógrynni af pen- ingum! — Tuttugu þúsund frankar. Tvö hundruð pund. Þúsund dollarar. Mánaðar fyrirframgreiðsla áður en við komuni til New-Yoi'k. Það var skrítið — honum fanst lijartað vera komið upp i háls. Eitthvað í aug- um hennar dró hann út úr þoku áfengisvímunnar. —- Janey, sagði hann hás, við giftum oklair .... EGAR hann sneri vinduhurðinni komst gamla dyravörslukonan að þeirri niðurstöðu að hann væri drukkinn. Það var af því að hún hafði aldrei sjeð hann ódrukkinn. áður. Calvert fanst heil eilífð siðan hann hafði farið upp stigann til þess að spyrja Janey hvað hann ætti að gera við peningana. Hann hafði ekki litið á konur síðan Enid fór frá honum. En nú hafði hann koss Janey á vörunum og fann að líf hans var komið á nýja rás. Það lá við að bill færi yfir hann fyrir utan Notre Dame. Á minna er- klukkutíma hafði hann logið meiru en hann mintist að hafa logið á allri undangenginni æfi sinni. Hann beygði niður hliðar- götu áleiðis á kaffihúsið þar sem hann dvaldi lengstum, settist þar við sama borð og hann var vanur og bað um svart kaffi. Og beið eftir þessum Yorkshire-manni, sem hann átti von á. Þetta var svo dularfult. Um rnorg- uninn hafði ókunnugur maður gefið sig á tal við hann. Calvert var hálf- fullur og hafði ekki gefið mann- iuum gætur. Þeir höfðu etið há- dtgisverð saman —- Calvert mundi ekki hvar. En hann mundi að mað- urinn sagðist vita, að Calvert hefði fyrrum verið kunnur blaðamaður En hvernig sem því var háttað vai’ skrítið að hann skyldi trúa Calvert fyrir öllum þessum peningum. Nú voru peningarnir hjá Janey. Hún lijelt að þau færu til NewYork fyrir þá lil að giftast. Hvað átti hann að segja Janey? Hvað átli hann að segja þessum manni. Hann krepti linefana og reyndi að hugsa. Ofdrykkjan liefnir sin altaf. Og nú var það komið fram, fanst honum. Hann hafði lofað Janey að drekka ekki framar. Klukkan varð fimm áður en Yorkshire-maðurinn kom, og nú mundi hann á honum nafnið — ITobson. Nú sá hann manninn skýrar því að hann var allsgáður, og hann feldi sig ekki við svipinn. Hann var feitur, með nelliku í hnappagatinu, frammynlur og með uppgerðarbrosi. — Má jeg kynna yður vini mína, Calvert, sagði hann. \

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.