Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 4
r i 4 F Á L K I N N Hitler á sigurför sinni um Ansturviki. INNLIMUN AUSTURRÍKIS sín, sem ná frá hafi til hafs yf- ir þvera Evrópu. Það vakti víst furðu um allan heim, live þegjandi og hljóða- laust það gerðist, að Hitler lagði undir sig eitt af elstu ríkjum Evrópu og innlimaði það, án þess að stórveldin eða þjóðin sjálf sein í hlut átti, sýndi nokk- urn lit á að andæfa. Atburðir þessir sanna, að ástandið i Aust- urríki hefir verið alt annað, en það sýndist og að mikill meiri hluti þjóðarinnar hefir í raun og veru verið hlyntur því í lijarta sínu, að sameinast Þýskalandi. Fyrir þessari staðreynd urðu slórveldin að beygja sig — þau hefðu tæplega sagt já og amen við aðgerðum Hitlers ef þau hefðu vitað að þjóðin væri þvi mótfallin. Það var sjálfsákvörð- unarrjettur Austurríkis, sem komst loks í framkvæmd 11. mars og staðfestist svo eftir- minnilega við atlcvæðagreiðsl- una 10. apríl- Því að menn munu minnast þess, að eftir styrjaldarlokin óskuðu Austurrikismenn þess að kalla allir sem einn maður (um 90%) að fá að sameinast Þjóðverjum. Stórveldin sintu ekki þessari beiðni og virtu þennan þjóðarvilja að vettugi' Skammsýni þeirra í því máli hefir orðið til þess að Hitler gat nú í vor bætt einni skraut- fjöðrinni enn í hattinn sinn — alt á hann heimsku og skamm- sýni „friðarhöfundanna“ i Ver- sailes að þakka. Án þeirra væri hann ekki orðinn það sem hann nú er. Það sem fyrir bandamönnum vakti með þvi að stia Austur- ríkismönnum og Þjóðverjum í sundur var, að Þjóðverjar yrðu ekki of sterkir. Sameinuð lönd- in gátu orðið hættuleg nágranna löndunum, sem mynduð voru úr þrotabúi hins forna Austurríkis —Ungverjalands, og sameigin- leg tollstjórn o. fl. gat aukið um of uppgang Þjóðverja. — Nú nær Þýskaland suður að Rrennerskarði, suður að Italíu og einræðisherrarnir Hitler og Mussolini hafa lagt saman ríki Austurríki, það sem liitler gleypti 11. mars, var aðeins lít- ill hluti Iiins forna ríkis Frans Jóseps, sem skipt liafði verið milli Tjekkoslóvaka, Pólverja, Jugoslava og Itala með friðar- samningunum i St. Germain 26. okt. 1919. Austurríki hafði þá verið keisaradæmi í 110 ár. En Habsborgarættin liefir verið keisaraætt Austurríkis síðan 1282 og oft setið við völd í Þýskalandi líka. Saga þessara þjóða er nátengd og' löndin hafa hvað eftir annað verið undir sama stjórnanda. I liinu gamla Austurríki kendi margra grasa hvað þjóðerni snerti. Þar voru bæði slavnesk- ar þjóðir, rómanskar og germ- anskar. En eftir að Austurríki var skift upp 1919 urðu það nær eingöngu Þjóðverjar sem eftir voru i hinu nýja litla Aust- urríki. I gamla Austurríki höfðu verið um 10 miljónir Þjóðverja. Þrjár miljónir af þessum tíu lentu í Tjekkoslovakíu en lang- mestur lilutinn af þessum sjö miljónum sem þá urðu eftir urðu íbúar Austurríkis. Hið nýja Austurríki var sam bandsríki níu fylki. sem hjetu Wicn, Efra A.usturríki, Neðra Austurríki, Salzburg, Steier- mark, Kárnten, Tirol, Voran- berg og Burgenland. Þessi fylki höfðu tvískift sambandsþing, drdd með 178 þingmönnum kosnum með hlutfallskosningu af öllum tvitugum og eldri til fjögra ára og sambandsráðið, sem skipað er fulltrúum fylkj- anna i hlutfalli við atkvæða- inagn þeirra. Báðar þingdeild- irnar kjósa forseta til fjögra ára en neðhi deildin skipar ráðuneytið. Hvert fylkið hefir Hitler á sigurför sinni um Austur-ríki. Sjest hann hjer í Linz, ásamt Seyss-lnquart, þýskum leiðtogum. nokkrum ouruin y. %

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.