Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N JONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR ,UGLAN‘? LEYNILÖGREGLUSAGA. e'.Ui okkar, sagði hann. Það er altaf gam- an að bví að kynnast konungbornu fólki. Og það er aðeins þessvegna. sem þjer Hann hló. Við erum öll snobbar í insta eruð kominn hingað. — Er það ekki nægileg ástæða? Val, mjer þætti vænt um, að þjer fær- uð hjeðan sem fljótast. Hversvegna? Ef þjer getið þess ekki til sjálfur, þá get jeg ekki sagt það, sagði hún Iágt. En jeg hið yður um að fara þegar í stað. Jeg skil, sagði liann ertandi. - Þjer viljið helst hafa maharadjainn fyrir yður sjálfa og þessvegna á jeg að fara. Við höf- um verið góðir kunningjar og þjer eruð hrædd um, að það geti spilt fyrir yður ef liann fær að vita það. Jæja, mjer finst það nú liræðilegt þegar hvít kona gerir sig til fyrir blökkumanni, hvort sem hann er nú konungur eða ekki, en jeg vil ekki spilla sliku gamni. Þjer skuluð reiða yður á það. En jeg fer ekki fyrir þvi. - Gott og vel, sagði hún reið. Ef þjer takið þetta svona upp, þá getið þjer verið lijer eins lengi og þjer viljið fyrir injer. En þjer talið ekki við mig framar. — Eins og þjer óskið, sagði hann og kinkaði kolli og hjelt áfram. En hún sneri við til gistihússins. Nora var fokreið. Það er altaf svo, að ef einhver sannleiksvottur er í ákæru, þá á fólk verst með að þola hana. Hún hafði ekki ætlað sjer að „gera sig til“, en leit það ekki einmitt þannig út? Hún varð að gera skyldu sína og til þess varð hún að kynn- ast maharadjainum; liún varð að koma sjer í mjúkinn hjá honum. En ef Val eða ein- hver annar lijelt að liún þekti ekki tak- mörkin, sem ekki mátti fara yfir, þá skjátl- aðist honum herfilega. Og hversvegna var Val hjer? Hvers- vegna vildi hann ekki fara? Hann hafði hálfvegis játað, að tilgangur lians væri sá að kynnast maharadjainum. Henni mundi ekki verða fyrirliafnarlaust að leysa hlut- verk sitt af hendi ef liann væri sifelt á höttunum á eftir henni. En þar með var ekki alt lalið. Spurningin sem hún lagði fyrir sig hvað eftir annað var þessi: Hvers- vegna hafði Val komið til Bournemouth? Hún fór upp i herbergið sitt, fór i bað- fötin sín og ofan í laugina og ætlaði að synda þar dálitla stund fyrir miðdegis- verð, eins og hún hafði gert á hverjum degi áður. Það var aðeins einn maður í lauginni, gamall og gráhærður og hann fór upp úr í sömu svifum og hún kom- Hún lagði af sjer baðkápuna og stakk sjer. Hún synti og kafaði og fann hvernig vatnið kyrði taugar hennar smátt og smátt og eyddi gremju hennar. Hún ætlaði ekki að synda Iengi en gefa sjer hinsvegar góðan tíma til að klæða sig. Ef hún yrði of lengi mundi alt fyllast af fólki, sem vildi laugast fyrir mat eins og hún. Hún synti að stiganum og sá að þar var þegar kominn einn maður. Það var mahara. djainn. Hann hafði sest á stól rjett hjá bað- kápunni hennar. Hún sneri við og synti i hægðum sínum i hinn enda laugarinnar. En hann sat kjT og horfði á eftir henni. Henni fanst hlægilegt að kynoka sjer við að fara upp úr og taka haðkápuna þó hann sæti þarna. Svo að liún synti aftur að stiganum og fór upp úr. — Kápan yðar, sagði hann þegar hún kom í áttina til lians. — Má jeg hjálpa yður? Þjer syndið vel, ungfrú. Hann hjelt baðkápunni fram og lagði hana á axlir hennar. Hann talaði ensku, aðeins nokkru liægar og skýrar en Eng- lendingar gera sjálfir. Þakka, sagði Nora. Eruð þjer hætt? Ætlið þjer ekki að steypa yður? Eruð þjer máski þreytt? — Nei, jeg er ekki þreytt. En jeg er ekki vön að stinga mjer. Hafið þjer ekki reynt stökkpallinn? — Nei, liafið þjer gert það? Já, í morgun. En jeg vil gjarnan stinga mjer einu sinni enn ef þjer viljið verða samferða. Hann brosti svo að sá i hvítar og sterk- Iegar tennurnar og fyrst nú sá hún, að hann var verulega fríður maður. Það var liættu- legur Ijómi í svörtum augunum. En hún gleymdi ekki að hún liafði erindi að rækja. - Gott og vel. Komið þjer þá! sagði hún. Hann fleygði af skræpóttri bað- skikkjunni. Hann var íturvaxinn, grannur og stæltur, herðabreiður og mjaðma- grannur. Hún fór á eftir honum upp á efsta stökkpallinn. Hann stakk sjer fallega og synti í kafi alla leið í hinn laugarend- ann. — Jæja! kallaði liann og benti henni. Hún rann ofan í Iaugina eins og ör væri skotið og kom ekki upp fvr en við hliðina á honum. — Bravó! Þjer eruð snillingur, sagði hann. Hún liló og tók nokkur sterkleg sund- tök. Hann náði í hana og þau syntu um stund hlið við hlið. Hún fór fyrst upp úr lauginni og' hann kom á eftir. — Nú mundi bragða vel að fá eina sígar- ettu, sagði hann og tók veskið upp úr hað- kápuvasanum. — Þakka yður fyrir, sagði hún og Ijet hann kveikja i sígarettunni. Hún settist í strigastól og hann náði sjer i annan og færði sig að henni. Henni fanst einkenni- legt hve auðvelt var að halda uppi tali við hann. Að vísu hafði hún aldrei talað við konunglega persónu áður, en hún hafði ekki ímyndað sjer að þær gætu verið svona blátt áfram. — Viljið þjer ekki segja mjer hvað þjer heitið, sagði liann og brosti eins fallega og hann gat. — Nora Crombie. — Ungfrú Nora Crombie. Þjer eruð ekki frú Crombie. — Nei, sagði hún og hló. Og þjer eruð ekki trúlofuð heldur? spurði hann og aðgætti hvort hún *æri með luing. — Nei. Jeg er alveg liissa á þvi. Mjer datt i hug að annaðhvor maðurinn sem þjer vor- uð i tennis við.... Nei, sag'ði Nora, dálítið snög't. Og' hon- um mun liafa fundist dálitil ofanígjöf i því að hún spurði: Eruð þjer ekki mahara- djainn af Capola? Jú. Og hvernig á ensk stúlka að ávarpa vður? Sem „Yðar Hátign“, eða hafið þjer annan titil? — Á ensku er jeg venjulega ávarpaður „Yðar konunglega tign“, en jeg kynni þvi betur að þjer vilduð tala við mig eins og kunningja yðar. Það nær ekki nokkurri átt, sagði hún. Þjer eruð eklci emungis konungur held- ur líka einskonar guð, liefi jeg heyrt. Það er máski hlægilegt að segja slíkt við ungan mann í baðslopp, en hann varð undireins alvarlegri er liún hafði sagt þetta. Yður kemur það ef til vill undarlega fyrir sjónir, sagði hann. Ekki svo að skilja að jeg' sje nokkurskonar guðdómur, en mjer rennur heilagt blóð í æðum, og það er svo þýðingarmikið fyrir lijóð mína. —- Jeg get skilið það, sagði hún. Það er víst blóð margra kynslóða. Já, og það er aðeins ein fjölskylda sem jeg get tekið mjer konu hjá. Hún er af sam i stofni og jeg. Það h-lýtur að vera bagalegt fvrir yður ef yður list ekki vel á neina konu í fjöl- skyldunni. Hann leit á hana og hrosti rólega. Það er ekki svo mikið undir því komið. Kona mín verður að fæða mjer son. Að öðru leyti þarf jeg ekki að skifta mjer neitt af henni. Þetta er siður í mínu landi. Nú voru ýmsir fleiri geslir komnir þarna til að lauga sig og meðal þeirra var Val. Henni sýndist hann brosa hæðilega er hann bandaði til maharadjains. Segið mjer eittlivað af landinu yðar, sagði hún og ljet sem hún sæi ekki Val. Það er Iítið Iand, brosti liann. Að- eins helmingi stærra en England. Hefðuð j)jer gaman af að sjá það? Jeg held jiað áreiðanlega. Mjer er unun að ferðalögum. En jeg veit ekkert um land yðar. Og eitthvað verður maður að vita áður en maður leggur upp í svo langa ferð. Það er jiess vert að koma þangað, sagði hann. Og svo bvrjaði hann að segja henni frá landinu sínu, jijóð og háttum. hægt og silalega. Ilún hlustaði en augu hennar voru jafnan á eftir Val, sem ærsl- aðist i lauginni með hinu fólknu. Er yður kalt? spurði maharadjainn. Það er hrollkalt, sagði hún. Jeg held jeg verði að fara að klæða mig. Við verðum að hittast aftur og þá skal jeg segja yður meira um Capola. Og svo á jeg ýmislegt fallegt sem mig langar lil að sýna yður. Þakka yður innilega fyrir. Hún fann til einhvers óljóss ótta þegar hún var að hlaupa upp í herbergið sitt. Orð hans höfðu verið einstaklega sakleys- isleg, en undir brosi Iians virtist búa meira en hann sagði. Hún skyldi gera skyldu siua, nvað sem öðru liði. Fyrir miðdegisverðinu ætlaði hún að skrifa alt sem hann hafði sagt, meðan henni var jiað i fersku minni. Bert, þjónninn á hæðinni var málsskrafs- mikill og símalandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.