Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N Þeir tókust i hendur. Þeir voru Frakkar og Calvert sá þegar, að það var ekki mikið í þá spunnið. — Við skuluin fara eitthvað, þar sem við getum talað saman, sagði Hobson. — Við höfum bifreið. Iíom- ið þjer með okkur. Hann fór út með Hobson. Frakk- arnir gengu á eftir honum og liann sá, að sjer mundi erfitt undankomu hversu feginn sem hann vildi. Stór bifreið beið fyrir utan. Iiún ók af stað yfir brúna og yfir Place de la Concorde og inn í Etoile-hverfið. — Hjer á Breguet heima, sagði Hobson er þeir staðnæmdust fyrir utan stórhýsi eitt. — Þeir fóru með lyftu i skrautlega ibúð á 3. hæð. Calvert afþakkaði glas af víni og vildi ekki setjast. — Mjer þætti gaman að vita hvað alt þetta á að þýða, sagði hann. — Jeg skal útskýra það, sagði Hobson. — Setjum svo að jeg ósk- aði að fó peninga mína aftur? — Já, setjum svo. Og hvað þá? — Jæja, byrjum þá með pening- unum. Látið mig fá þá! — Jeg hefi þá ekki. — Reynið ekki að ljúga. Hvers- vegna lialdið þjer að jeg hafi trúað yður fyrir þeim? Við vitum alt um yður — þjer skuluð ekki firrast við. Galvert hafði roðnað. Hann krepti hnefana en stilti sig. — Og hvað svo? — Aðeins þetta: Þjer eruð fuilur, þjer eruð blásnauður. Þjer eruð einskis virði. En þjer eigið á hættu að vera kærður fyrir þjófnað ef okkur dettur í hug að kæra yður. — Það er jeg ekki viss um. Jeg skal gjarnan koma með ykkur til lögreglunnar. Við skulum ná i lög- regluþjón og sækja peningana yðar — Hægan, hægan, sagði Hobson. Jeg blanda ekki lögreglunni i þetta ef jeg kenrst hjá því. Og það ættuð þjer ekki að gera heldur. Við skul- um nú tala af viti. Þjer hafið gott nafn. Við viljum nota það. Er það 20.000 franka virði? — Hvað viljið þjer að jeg geri? spurði Caivert. Hann hugsaði til Janey. — Þjer voruð áður ritstjóri að . . — Minnist þjer ekki á það! — Gott og vel. Nafn yðar er sönn- un fyrir því að frjett sje áreiðanleg. Þjer seljið frjettastofunum enn efni, Góðar frjettir eru í háu verði, er ekki svo? — Hvað svo? Þvi meira sem hann hugsaði um Janey því fjarlægari og óraunverulegri fanst honum hún vera. Honum fanst með sjálfum sjer, að hann hlyti að hafa verið ást- fanginn af henni lengi. — Þjer eigið að selja frjetl, sem kemur í öllum blöðum. Hún gerir það því að liún er merkileg. Jeg segi yður nánar af þessu siðar, en svo mikið get jeg siagt nú, að við ætlum okkur að kaupa mikið af hlutabrjefum — það er um miljónir að ræða — ef við fáum þau ódýr. Sagan sem þjer eigið að selja á að koma því tit leiðar að brjefin stór- falli. Þegar verðið er orðið nógu lágt þá kaupum við — rjett áður en það kemst upp að sagau er lygi frá upphafi til enda. Það leið stund þangað til Calvert svaraði nokkru. Hann starði á gólfið. Hann vissi að honum var trúað. — Hvenær á jeg að birta þessa frjett? spurði hann. — Jæja, nú talið þjer af viti. Hún á að koma í Parísarblöðunum á morg- un og í ensku og amerikönsku blöð- unum hinn daginn. Þjer haldið pen- ingunum sem þjer liafið fengið og fáið annað eins undir eins og frjett- in er komir. á prent. Jlvers virði var framtíð hans hvort sem var? Hann gat komið Janev um borð i Gherbourg — og eftir að skipið væri farið án hans .... Heili hans hlaut að vera tainaður af á- fenginu ennþá, þvi að það eina sem hann gat liugsað um í svipinn var það, að gaman hefði verið að hafa litlu telpuna sína — hana Patzie — með á skipinu til Ameríku. Janey hefði aldrei skilið telpuna sina eftir i Varsjá hjá barnfóstru .... — Látið mig fá allar upplýsingar um málið, sagði hann. Jeg ætla að skrifa greinina undir eins í kvöld og hitta yður í fyrramálið, svo að þjer getið lesið hana og koma lienni svo á frjettastofurnar svo snenmia að morgunblöðin birti hana morguninn eftir. Eruð þjer viss um, að þessi frjett þyki svo mikils virði, að blöð- in birti liana? — Það er liægt að koma mörgu á prent eftir Stavisky-hneykslið hjer í París, ungi maður! sagði Hobson drýgindalega. M KVÖLDIÐ var Calvert hjá Janey. Hún keypti handa honum skyrtur og liatl — liann lxafði inist nattinn fyrir viku og ekki liirl um að kaupa nýjan — og fötin fóru hon- um sæmilega. Hann keypti handa henni kjól og hatt sem kostaði 400 franka og ofurlitla skó. Þegar hún sneri sjer fyrir speglin- um til þess að sýna sig lionum áður cn þau fóru út að borða miðdegis- verð saman, kysti hún liann og hjarta hans varð þungt sem blý. Þau dönsuðu i Perdrix jaune í Lois og fengu sjer svo vagn út til Ver- sailles — aðeins til að aka. Þau snæddu miðdegisverð tvivegis þenn- an dag. Hvorugt þeirra hafði bragð- að góðan mat i margar vikur. Og Janey leyfði lionum að drelrka glas af víni. Hún sagði ekki margt en Calvert vissi að hún var sæl. Hann kysti liana lengi að skilnaði fyrir utan dyrnar hjá henni. Nú voru þau ekki eins og kunningjar lengur. Hann elskaði stúlkuna af öllu hjarta. En það var ekkert á móti þeirri sárs- aukatilfinningu, sem hann kendi, er blaðafrjettin lá fullgerð i jakkavasa l;ans. Það var Janey sem vakti hann morguninn eftir. Hún var eins og nýr maður, rjóðar kinnar og augun Ijóm- uðu. Þau áttu að sigla frá Cherbourg i kvöld — staða — og heimili í New York. — — Ó, Cal! sagði hún alt í einu og sneri sjer frá glugganum, sem hún hafði horft út um. — Og þú hefir aldrei sjeð Manhattan!------ — En nú verður ekki langt þangað til, svaraði hann. En hann vissi, að það mundi aldrei ske. liann var lengi að klæða sig. Þarna inni hjá honum voru liaugar af bók- um, fötum og málverkum og tennis- spaðar og golf-kylfur. Janey ætlaði að taka það saman fyrir hann. Hún bjó til morgunverð handa honuin inni hjá sjer, og þegar hann hafði borðað var hún tilbúin að fara út með hon- um. — Jeg þarf að kaupa ýmislegt, Calvert, sagði hún. — Svo tekur þú við peningunum sem eftir verða og víxlar þeim i dollara. Og svo hitt- umst við og borðum saman um há- degið. Hann gekk hægt niður strætið. Hann gat ekki varist tilhugsuninni um, að allir mundu sjá að hann hefði selt sig, selt alt sem liann hafði unn- ið fyrir í gamla daga — fyrir skitna 20.000 franka. Eftir nokkra daga mundu flest blöð i heimi vita, að hann var þorpari. Meðan hann beið í þrönginni fyrir utan lijá Ameri- can Express á Rue Scribe nefndi einhver nafnið hans. Og hann hrökk í kút, er hann sá að George Weston stóð hijá honmn. Hann losaði sig út úr þrönginni með peningana sína i dollurum og fór og heilsaði Weston. Þegar Calvert hugsaði um það seinna, fansl honum örlögin hafa sent þennan mann til sín. Weston liafði komið til Parísar til þess að sjá einn af hestum sinum í veðreiðunum þá um daginn á Long- champ. Og Calvert hlustaði iengi þolinmóður á liann er hann dásamaði hestinn sinn. Calvert vissi ekki ná- kvæmlega livenær liann tók ákvörð- un sína, en svo inikið var vist, að hann einsetti sjer að veðja öllu sem hann átti á þennan hest. Weston bauð honum með sjer á skemtilegl kaffi hús í Palace Guildon, en þangað komu áhugamenn um veðreiðar. Þar kynti Weston hon- um lítinn mann í köflóttum reiðbux- um. — Þessi maður kemur og tekur á móti veðmálsfjenu rjett áður en hlaupið hefst. Þú getur setið hjerna. Skrifaðu nafnið á liestinum — Gay Ambrose — á pappirsmiða, undir- skrifaðu það með þínu eigin nafni og fáðu honum seðilinn. Þá veit eng- ir.n um veðmál þitt, svo að það hefir ekki álirif á úrslitin. Gay Ambrose lileypur nálægt 6—1. Calvert liafði aldrei veðjað á hest á æfi sinni. Af þessum 20.000 frönkum hafði hann eytt um 3000. Hann fjekk manninum í reiðbuxunum 17 þúsund, fjekk kvittun fyrir og settist niður til að bíða. Hann var i einkennilegu hugará- standi. Hann gat ekki annað en hugsað til Janey. Honum fanst hann hlyti að geta bjargast úr þessu öng- þveiti. Eitthvert afl hafði rekið hann út i þetta og þá mundi afl koma sem ræki hann út úr því aftur. Weston hafði sjálfur veðjað stórfje á þenn- an hest, og Weston vissi alt sem nauðsynlegt er að vita um hesta. Gay Ambrose myndi áreiðanlega vinna. Hann átti að liitta Janey uin há- degið en liann fann að hann gat ekki slcilið við þetta kaffihús. Hana inundi furða að hann kæmi ekki, en þegar hún vissi hvernig í öllu lægi niundi liún skilja. Nú var þetta gert og hann iðraðist ekki. Fengi hann 6 peninga fyrir einn mundi hann vera rikur maður þó að hann greiddi Hobson fje hans aftur. Það var þreytandi að biða. Hann reyndi að hugsa um, hvað liann ætti að gera við Hobson. Hann fór af kaffihúsinu til að hitta hann eins og mntalað var og sýna honum hvað hann hafði skrifað. — Þetta er gott, sagði Hobson. Þeg- ar það er komið á prent þar sem jeg óska, skuluð þjer fá hina 20.000 frankana. Calvert kinkaði kolli, stakk grein— inni í vasann og fór aftur á kaffiliús- ið. Bráðum gæti hann grýtt pening- unum framan i Hobson. Bráðum gæti hann yfirgefið Paris ásamt Janey. Hann vissi að liann fengi stöðu i New York. Alt mundi fara vel .... En það tók á taugarnar að bíða. Klukkan var tvö' þegar hann byrjaði að drekka. Hann bað um litið kon- jaksglas en það hreif ekkert. Og svo fjekk hann önnur ölvunarlyf. Það var eins og allir þarna á kaffiliúsinu væru að tala um veðreiðarnar í Long- champs. Einu sinni eða tvisvar heyrði hann nafnið Gay Ambrose. Hann drakk og hugur lians komst á ferð og flug og hann gleymdi veruleik- anum. Hann hugsaði til hennar litlu dóttur sinnar. Patsie hafði verið in- dælt barn. Hann liefði langað að sjá hana í Varsjá áður en hún dó .... Hlaupin áttu að hefjast klukkan þrjú. Löngu áður liafði liann seðil- inn tilbúinn handa manninum og blý- anturinn varð heitur og þvalur i hendinni á honumi meðan liann beið og starði á klukkuna. Tvisvar sinn- um hjelt hann að úrið hefði stansað. Þegar þjónninn setti nýtt fult glas handa honum á borðið, sá Calvert að liann þurkaði af borðinu um leið. Hann liafi skrifað á marmaraplötuna — teiknað hesta. Þjónninn hló*og leit á Calvert. Hann þekti veðmála- mennina. í sama bili sem Calvert liafði kom- ið sjer niður á þvi að hann yrði að aðhafast eitthvað til þess að ljetta af sjer eftirvæntingunni, sem var að bera hann ofurliði, kom maðurinn a köflóttu reiðbuxunum. — Þjer verðið að skrifa nafnið yðar undir, sagði hann og rjetti hon- um seðilinn til baka. Og Calvert skrifaði nafnið sitt. Maðurinn setti seðilinn i vasabók sína og fúr. Það var eins og þungri byrði væri Ijett af Calvert. Nú var aðeins að bíða þangað til maðurinn kæmi aft- ur með vinninginn. Klukkuna vant- aði tíu mínútur í þrjú. Eftir tutt- ugu mínútur .... Hann drakk ekki meira. Spenning- urinn var liðinn lijá. Aldrei hafði liann þótst eins viss um nokkurn lilut og að hesturinn hans mundi vinna. Hann reiknaði út, að er hann hefði borgað Hobson mundi hann hafa þús- und pund afgangs — fimm þúsund dollara til þess að byrja i New-York! Janey? Setjum nú að hún yrði upp- gefin á að biða hans. Hugsunv okkur að hann sæi hana aldrei framar? Það var eins og kaldri hendi væri tekið unx lijarta hans. En nú mundi hann bráðum sjá hana .... það voru að- eins nokkrar mínútur eftir .... Nú heyrðist kliður lijá þeim sem sátu við gluggann — merki um, að úrslitin væru að byrja að koma. Hann sá að fólkið þyrptist saman við dyrnar. Hann vissi úrslitin fyrir- fram. Það var vitfirring að láta til- hugsunina um að missa Janey kvelja sig, þegar alt væri orðið gott eftir nokkrar mínútur. Það var sami þjónninn sem koin til hans með seðil, sem úrslitin vogu skrifuð á með blýanti. Calvert hlo er liann tók við miðanum. — Hafið þjer verið heppinn í dag? spurði þjónninn. — Já, það getið þjer verið viss um, sagði Calvert og leit á seðilinn. Hann var dálitla stund að átta sig á því sem hann las. Fyrst vildi hann ekki trúa sínum eigin augmn. Það var yfirleitt ekki minst á Gay Am- brose. Hann reikaði út að glugganum til að sjá hvort þetta gæti verið rjett. Svo fór hann aftur að borðinu breiddi úr seðlinum og las aftur. Nú kom vonskan upp í honum. Hobsou, örlögin — alt hafði gert lúalegt samsæri gegn honum. Fyr eða síða verkar áfengið á manninn. Þessvegna sá hann rautt núna. Hann skimaði kringum sig eftir einhverjum sem hann gæti harið en þá sló alt í einu einhverju niður i honum — til- hugsuninni um Janey. Nú hafði hann enga peninga. Enga farmiða Hann varð að segja Janey upp alla sögu. Hún mundi aldrei tala við hann framar. Hann yrði að ofurselja Hobson sig og liinum þorp- urunum — eða fara í fangelsi. Hann hafði mist Janey. Og hann var drukk- inn. Hann grúfði sig fram á borðið .. ]h FTIR dálitla stund fann hann að komið var við öxlina á honum. Það var litli maðurinn í köflóttu reiðbuxunum. — Hvað vi.ljið þjer mjer? spurði Calvert reiður. Maðurinn tók ofan hattinn og seíti liann á borðið. Svo dró liann veski upp úr vasanum og fór að telja fram þúsund franka seðla. — Hvað er þetta? spurði Calvert forviða. — Peningarnir yðar, herra. Auð- vitað. Ofan á peningunum lá seðill- inn sein Calvert hafði skrifað undir. — Eitt hundrað og nítján þúsund. Viljið þjer gera svo vel að kvitta fyrir því. Calvert horfði á manninn. Var þetta ímyndun eða veruleiki. — Á jeg þetta alt? Með skjálfandi hendi tók hann á Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.