Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 13

Fálkinn - 30.04.1938, Blaðsíða 13
F Á L K 1 N N 13 Setjið þið saman! 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 1. Enskur rithöfundur. 2. Norskf leikritaskáld. 3. Norskt söguskáld. 4. Kýrnafn. 5. —aros, flugmaður. (i. Þáttur. 7. Jörð. 8. Sljarna. 9. Liðamót. 10. Eplatrje. 11. Bær í Al'ganislan. 12. Land í Afríku. 13. Hafnarbær i Ameríku. 14. Á i Bandaríkjunum. 15. Grænlandstrfiboði. 16. RæktaS land. 11. 12. 13. 14. 15. 16. Samstöfurnar eru alls 37 og á að búa til úr þeim 16 orð, er svari til skýringarorðanna. Fremstu stafirnL taldir ofan frá og niður og öftustu stafirnir, taldir neðan frá og upp eiga að mynda: Nöfn tveggja enskra skálda. a—a—ah—ak—ap—at—all—e—e e d—e g—e t—e i k—ha r—h n j e—i—i —i—i—ic—ib—kand—li—lin— mac—mold—o—op—pot----rið— sir—sa—sen—ur—us—vann—wells. Strykið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið orðið á listnnn til vinstri. Nota má ð sem d, i sem í, a sem á. o sem ó, u sem ú — og öfugt. NÝR ARABÍU-LAWRENCE. Þessi rnaður er enskur majór og heitir John Bagot Glubb en hefir fengið nafnið „Arabíu Lawrence nr. 2“ fyrir það hve miklum völdum hann hefir náð í Arabíu. Er hann einskonar ókrýndur konungur 60.000 Araba í Transjordaníu og lifir með þeim í eyðimörkinni og hefir sam- rýmst háttum þeirra. Er liann í vin- fengi bæði við stjórn Araba og Transjordaníu og hefir nýlega sætt þá í alvarlegri misklíð sem varð milli þeirra útaf landamæradeilu. KEISARAEFNI ? Kung Teh-Cheng heitir þessi kín- verski unglingur og getur hann rakið ætt sína lil liins mikla trúarhöfunds Kinverja, Iíonfúsiusar. Kung Teh- Cheng átti heima í Norður-Kína en kom nýlega landflótta til Hankovv. Japanar vilja gjarnan ná í luuin og gera hann að keisara í Kína, er þeir hafa lagt landið undir sig, svo að það er ekki ómögulegt, að þessi 17 ára unglingur eigi eftir að verða frægur maður, ef hann tekur að sjer leppmenskuna fyrir Japana. ■— Fer elíki maharadjainn ofan að borða ? spurði hún. Nei, ungfrú. Maturinn handa honuni er framreiddur í íbúðinni hans. Hann liefir máske sjerstakt matar- æði? — Nei, en hann hefir kvenmann hjá •'jer. Kontma sína? Er liún úr hans landi? Nei, ungfrú. Það er ensk dama. Þau komu að vísu ekki saman, en herbergið hennar liggur að svefnherberginu hans og þau borða saman. — Meira efni, hugsaði Nora með sjer. XVII. Galloway tekur við. Ashdown fulltrúi sat í skrifstofu sinni á Scotland Yard og góndi deyfðarlega út tim gluggann. Hann var nýbúinn að gefa tveimur mönnum áminningu, sem aðstoð- uðu hann í „Uglu“-málinu, fyrir að hafa vanrækt það sem hann hafði lagt fyrir þá. En hann átti bágt með að gefa áminningar. Hann var rjettlátur maður og var ekki van- ur að skeyta skapi sínu á öðrum, þó eitt- hvað gengi honum á móti. Galloway samverkamaður hans hafði hringt i innanhússímann og sagðist ætla að koma upp til hans.. Auðvitað var það viðvíkjandi „Uglu“-málinu. Galloway var altaf á hælunum til að spyrja hann frjetta þó að hann vissi mætavel, að Ashdown vrði einskis vísari. Venjulega hafði Ashdown hepnast vel með mál þau sem honum voru falin til rannsókna og oft var það bersýnilegt, að árangur hans var ekki æfingunni einni að þakka. En slíkt er venjulega lalið sjálf- sagt og lögregluskipulaginu þakkað þegar vel gengur. En þegar illa gengur er skipu- laginu ekki kent um. Þá er það einstakling- urinn sem hlut á að máli, er á sökina. — Forstjórinn er afar óánægður með að hvorki skuli ganga nje reka í „Uglu“-mál- inu, sagði Galloway er hann hafði sest. Hafið þjer engar nýjar frjettir? — Hafa nýjir þjófnaðir verið framdir, kanske? — Nei, það vona jeg ekki. Þjer búisl þó varla við að hann steli í hverri viku? Ashdown gramdist tónninn sem sam- verkamaður hans talaði í. Galloway var að vísu dálítið eldri, en þrátt fyrir það hafði hann engan rjett til að tala við hann eins og undirmann sinn. — í hvaða erindum komið þjer? spurði hann. — Forstjórinn hefir beðið mig að leggja fyrir yður nokkrar spurningar. Þessir golf- vinir yðar hafið þjer sjeð þá upp á sið- kastið. — Nei. — Þjer hafið haft gætur á þeim. Varð nokkur árangur af því? — Jeg hafði sett Jones og Peters til þess, en þeir hafa brugðist mjer. Þeir ættu skilið að fá á baukinn. Hvað er að segja af Jim Longshaw? —- Ashdown dró við sig svarið. Hann langaði til að segja, að liann kynni betur við að gefa forstjóranum skýrsluna sjálfur. Og hefði hann haft eitthvað jákvætt að skýra frá þá. .. . Hann hefir verið fjarverandi siðan hann gifti sig. En það er von á honum eftir fáa daga. — Og það sem fanst eftir þjófnaðinn hjá Volter? — Leifarnar af reykbombunni voru það merkilegasta. Efnarannsóknin sýnir, að hún v .r heimagerð. —t Hún hlýtur að hafa verið búin til af inanni, sem eitthvað kann í efnafræði. Hvað er að segja um vini vðar í því sambandi? Gus Hallam liefir fengist eitthvað við efnafræði eins og svo margt annað. Að öðru leyti er jeg jafnnær um þetta. — Hvað hefir Gus Hallam hafst að upp á síðkastið? — Hann liefir verið á hjólum kringum Fay Wheeler. Jeg hefi haft gát á honum en ekki getað sjeð neitt grunsamlegt. — Og þessi Val Derring ? — Peters hefir mist af honum. Derring var hjer í borginni nokkra daga og slóraði eins og hann er vanur, en svo hvarf hann. llann hafði skilið eftir þau boð heima hjá sjer, að láta póstinn sinn biða, hann ætlaði í bílferðalag. Hann sagðist mundi síma um hvenær hann kæmi aftur. — Fór liann einn? — Sennilega. — Það væri vert að athuga dálítið nánar hvaða kvenfólk hann umgengst. El' nýr þjófnaður verður framinn og liann er þar viðstaddur þá lítur það grunsamlega út. Og sá þriðji, sá sem hafði kvenmann í íbúðinni hjá sjer? — Jones átti að hafa gát á Humphrey Proctor. En hann misti af sporum hans. Það síðasta sem við vitum um hann er að hann lenti i rifrildi við þessa frú Harrier eitt kvöld þegar hann var hjá henni. Hún kom ein úl með liandkoffort og tók sjer bifreið. Jones hafði skipun um að gæta að Proctor, svo að hann elti ekki hana, en skrifaði bílnúmer hennar hjá sjer. Dáginn eftir yfirheyrði hann bilstjórann og fjekk að vita að hann hefði farið með konuna á járnbrautarstöðina í Paddington. Bílstjór- inn heldur að hún hafi tekið sjer annan bíl þar, líldega til þess að villa Proctor, ef ske kynni að hann veitti henni eftirför. Og maðurinn veit ekkerl. frekar um þessa konu? Nei, ekki að svo stöddu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.