Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1938, Qupperneq 7

Fálkinn - 22.10.1938, Qupperneq 7
F Á L K I N N 7 Myndin til hægri er af nýjum kapp- akstursbíl, sem Englendingur John Cobb hefir látið smíða sjer og ætl- ar að reyna að setja heimsmet með á seltulandinu í Utah. Bifreið þessi er með tveimur Napier-hreyflum og hefir hvor þeárra 1250 hestöfl. Annar hreyfillinn knýr áfram aft- urhjólin en hinn framhjólin og eru þeir ekki í neinu sambandi innbyrð- is. Hefir þetta fyrirkomulag ekki verið reynt áður, en það þykir mjög efasamt að það gefist vel. Eins og sjá má af myndinni er ökumaður- inn alveg inniluktur, þegar hettan hefir verið sett á bifreiðina. Nú ætla Þjóðverjar að fara að smíða bifreiðar, sem verði svo ó- dýrar, að þær geti orðið almenn- ingseign. Lagði Hitler hyrningar- steininn að verksmiðjunni í vor og árum saman hafa verið gerðar rannsóknir í tilhögun þessarar bif- reiðar. Á hún að kosta 990 mörk, en Þjóðverjar eiga að fá hana keypta með 5 marka afborgun á viku og verða því á fjórða ár að borga bifreiðina að fullu. Bara að hún verði elcki orðin ónýt löngu áður! Hjer að neðan er mynd af bif reiðinni. Dansldr skátar höfðu í sumar stóra sýningu í Forum í Kaupmannahöfn til auglýsingar og ágóða fyrir starf- semi sína. Iljer að ofan er mynd af þessari sýningu, sem kvað vera mjög margháttuð og vel fyrir komið. Hollendingar eru frægir fyrir túlí- panarækt og önnur laukblóm og er ræktun lauka mjög mikil tekju- grein hjá þjóðinni. Laukekrueig- andi einn, sem ekki þóttist græða nóg, fann upp á því snjallræði i sumar að hafa sýningu fyrir skemti ferðafólk á laukekrum sínum, og til þess að hafa alt sem þjóðtegast flutti hann fólkið á síkjabát um ekrurnar, að gömlum hollenskum sið. Þótti fólki þetta mjög eftirsókn- arvert ferðalag ekki síður en skemti ferðafólki sem hingað kemur þyk- ir gaman að fara riðandi kringum Austurvöll. Á myndinni til vinstri sjest Hollendingurinn með fjölda ferðamanna í eftirdragi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.