Fálkinn - 20.12.1946, Side 8
8 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946
ist stórlega og í Visby streymdi fé
að munkunum, svo að á 14. öld
fóru þeir aÖ stækka kirkjuna. Út-
veggir gömlu kirkjunnar breyttust
nú í súlnagöng í þeirri nýju. Kór-
byggingin, sem enn er er líti'ð
skemmd, var byrjuð 1376, en háalt-
arið vígt 1391 og loks var kirlcjan
vígð með dæmafárri viðhöfn árið
1412. En hundrað árum síðar urðu
munkarnir að að flýja Visby, Ijví
að þá voru siðaskifi komin á. Og í
stað ]>ess að lialda kirkjunni við
rifu menn liins nýja siðar af henni
þakið og notuðu á hús sín, og
klaustrið var rifið að heita mátti til
grunna. Snemma á 18. öld var
kirkjan þó ekki verr leikin en svo,
að til mála kom að gera við liana,
en það fórst fyrir.
Sankti Lars hét kirkjan, sem
helguð var pislarvottinum Lárentí-
usi. Er hún iika við Stóratorg.
Þetta er krosskirkja og reist um
miðja 12. öld, nema turninn, sem
er miklu yngri og í oddbogastíl.
Ýmislegt í gerð þessarar kirkju er
frábrugðið venju síns tíma og hefir
gefið byggingarsögufræðingum efni
í margar tilgátur. Milli St. Lars og
Drottinskirkju er aðeins þröngt
sund. Báðar þessar kirkjur voru
safnaðarkirkjur, þó að þær standi
hvor ofan í annari, ef svo mætti
segja, Visbæingar kalla þessar kirkj
ur Systkinakirkjurnar, og gengur sú
þjóðsaga um uppruna þeirra, að syst-
kinum nokkrum í borginni hafi
komið svo illa saman, að þau liafi
fortekið að nota sömu kirkjuna.
Yfirgáfu þau því sína gömlu kirkju
og reistu sina kirkjuna hvort. Var
önnur helgiið Lárentiusi og hin
Drottni. En þessi sögn stangast við
staðreyndirnar. Sögnin gengur að
vísu aftur i ýmsum löndum; á
Haðalandi í Noregi eru t. d. tvær
kirkjur, sem sama sögn er um.
Drottinskirkjan er reist á 12. öld en
liefir verið breytt talsvert á næstu
öld á eftir. Rústin er allmikið
skemmd, t. d. eru fjórir stólparnir,
sem borið bafa aðalhvelfinguna
uppi, alveg horfnir.
Aðrar „tvíburakirkjur" ef svo
mætti segja, eru líka til í Visby og
heita St. Ilans og St. Per, lielgaðar
postulunum Jóhannesi og Pétri.
Hans-kirkjan er sú yngsta af öllum
kirkjurústunum í Visby og var líka
lengst í nolkun. í þeirri kirkju voru
kenningar Lúters fyrst boðaðar í
Gotlandi. En í lok 16. ahlar var
liætt að nota kirkjuna, og á 18. öld
var hún rifin að mestu og grjótið
notað í íbúðarhús í grenndinni. Sl.
t Per var sambyggð við fyrrnefnda
kirkju og er nú lítið eftir af henni
líka, og erfitt að gera sér grein fyr-
ir hvernig hún hefir litið út, því
að íbúðarhús hafa verið reist á
nokkrum hluta tóftarinnar.
St. Klemenskirkjan er meðai
þeirra rústa, sem best hafa verið
rannsakaðar. Stendur hún skammt
frá Ólafskirkjurústinni og var helg-
uð einum af Iiinum fyrstu páfum,
sem dó píslarvættisdauða og var
tekinn í helgra manna tölu. Forn-
fræðingurinn dr. Ekhoff gróf í
kirkjugólfið 1907—09 og gerði mik-
ilvæga uppgötvun. Gat hann rakið
byggingarsögu þessa musteris aft-
ur i tímann til 10. aldar, en fyrstu
trúboðarnir komu til Gotlands og
reistu þarna litla kirkju í rómönsk-
um stil. Mun þetta hafa verið fyrsta
St. Nikulásarkirkja aö utan.
Burmeistershúsið í Visby. Villivin viður þ,ekur atlan gaflinn.
Bogar og hálfhrundar þakhvelfiiígar í St. Nikulásar-
kirkju.
steinkirkjan á Gotlandi. En söfnuð-
urinn óx brátt upp úr þessari kirkju.
Var þvi byggð ný kirkja utan um
þá gömlu og bætt við þverskipi,
svo að byggingin varð eins og T i
iaginu. En þessi kirlcja varð líka of
lítil og var nú byrjað á þriðju
kirkjunni. Svo er að sjá sem bygg-
ingarmeistarinn hafi ekki verið
vandanum vaxinn, því að bætt liefir
verið við að nota þessa undirstöðu,
enda er hún illa hlaðin. Og nú
hefir verið reist frá stofni kirkja
sú, sem enn sjást rústirnar af. Vegna
þess að eigi liefir verið hirt um að
rífa eldri undirstöður í hvert skifti
sem ný kirkja var byggð, er nú
liægt að rekja byggingarsögu þess-
arar frægustu kirkju Visbæinga.
— — Loks sal sagt nokkkuð frá
dómkirkjunni — Sankta Maria —
sem er sú eina af 17 miðaldakirkj-
unum í Visby, sein enn er í notkun,
og hefir verið lialdið við. Á glugg-
um og dyraumbúnaði kirkjunnar
má sjá, að hún hefir verið léngi í
smíðum, þvi að stíltegundirnar eru
fleiri en ein. Hið elsta af kirkjunni
er sennilega byggt skömmu eftir
1100. En árið 1225 liafði verið lok-
ið við gagngera breytingu og stækk-
un á kirkjunni. Elsti hlutinn, með
rómverskum stíl, var látinn halda
sér obreyttur. Kemur hann fram i
hringboganum yfir vestri dyrunum
á suðurhlið. En viðaukinn var
byggður í oddbogastíl, og er hann
á eystri dyrum sömu hliðar. Á 14.
öld var byggt útskot (kapella) úr
suðurhliðinni, með skrautlegum
glugga og dyraumbúnaði. í kirkj-
unni eru geymdir margir merkir
gripir, svo sem fjöldi legsteina frá
miðöldum með myndaflúri og lal-
neskum áletrunum. Eru þeir greypt-
ir inn í kirkjuvegginn. Turnarnir á
kirkjunni eru ekki með sínu upp-
runalega sniði, því að tréverkið í
þeim brann og nýir turnar voru
settir á kirkjuna 1744.
Skírnárfonturinn í kirkjunni er
frá 13. öld, höggvinn úr gotneskum
marmara, en prédikunarstóllinn frá
1684. Áður cn Valdimar Atterdag
rændi kirkjuna álti hún fjölda muna
úr gulli og silfri. í kirkjunni var
og geymt skjalasafn „Gotlandsfara-
félagsins“ og sjóðir þess. Því að
kirkjan var í fyrstu reist sem safn-
aðarkirkja „handa þýskum kaup-
mönnum, sem heimsóttu GotIand“.
Kirkjugarðurinn var áður innan
rammbyggðar steinbyggingar, sem
síðar var rifin. Eftir stendur eitt
hliðið, gert mjög haglega úr sand-
steini.
— — Hér skal látið staðar num-
ið um kirkjurnar í Visby. 1 áður-
nefndu ferðalagi var farið um mið-
bik Gotlands og skoðaðar um 15
kirkjur, sumar enn i noktun og
suinar í rúst, svo sem liin fræga
kirkja í Roma. En þær kirkjur, sem
haldið hefir verið við, eru ef til
vill betri sýnishorn þeirra breyt-
inga, sem orðið hafa í kirkjubygg-
ingalist frá elstu tímum en kirkj-
urnar i Visby. Og þær eiga meira
al' munum, því að hvorki Valdimar
Atterdag né Lybikumenn áttu eins
hægt með að ræna þær. —
— Hver er ástæðan til þess að
allar þessar stóru kirkjur liafa ver-
ið reistar í Gotlandi? Það er ekki
fullnægjandi skýring, að Visby hafi
verið rík borg og viljað skara fram
úr i hinni ytri guðsdýrkun til þess