Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 2

Fálkinn - 16.01.1959, Blaðsíða 2
FÁLKINN Ný dsgurlagasöngkona d Hóttl Borg Ung ensk dægurlagasöngkona, Mary Marshall, hefir verið ráðin til að syngja með danshljómsveitinni á Hótel Borg á kvöldin næstn fjórar vikurnar. Mary Marshall, sem oft er kölluð „Kiss Girl" í heimalandi sínu, er 24 ára gömul og hefir stundað dægur- lagasöng um sjö ára skeið. Hún hefir sungið á ýmsum þekktum skemmti- stöðum í Englandi, t. d. hinum kunnu næturklúbhum í London: Storkclub og Keyhole; einnig sungið á skemmt- unum breskra hermanna á Kýpur. Hótel Borg hefir ráðið Mary Mars- hall til að syngja með danshljóm- sveitinni sex kvöld í viku (milli kl. 9 og 11,30 á kvöldi) fram í febrúar- byrjun. Syngur ungfrúin alls konar dans- og dægurlög, auk þess sem hún sýnir stutt kabarettatriði á hverju kvöldi. Stjórnandi hljómsveitarinnar á Hótel Borg er nú Björn B. Einarsson, sem leikur á básúnu og harmoniku. Aðrir í hljómsveitinni eru: Steinþór Steingrímsson píanóleikari, Erwin Köppen bassaleikari og Torfi Bald- ursson gítarleikari. áríð sem leið var lojtle'Ém mjöð hagststt Árið 1958 ferðuðust 26.702^ farþegar með flugvélum Lóftleiða. Er'það tæp- lega 1.800 farþegum fleira en árið 1957 og nemur aukning farþegatöl- unnar um 7%. Vöruflutningar jukust um svipaða hundraðtölu, en póst- póstflutningar minnkuðu lítillega. Alls voru flutt um 250 tonn af vörum. Flugkílómetrar urðu 3 millj. og 270 þúsund, farþegakilómetrar um 121 milljón. Aukningin ein, sem orðið hefir á farþegafjölda og vörumagni, segir ekki ncíha lítið eitt um það, sem mestu máli skiptir i flugrekstrinum, en það er hversu tekist hefir að nýta flugkostinn, þvi að sá þáttur er jafn- Framhald á bls. 15. Orðsending til sjómanna Fyrir rúmu ári byrjuðum við að framleiða nýja gerð af sjóstökkum. Þeir eru saumaðir með nælongarni og síðan rafsoðnir, sem algjörlega útilokar leka. Sjóstakkar þessir eru léttir og mjúkir jafnframt því sem þeir eru sér- staklega sterkir og hafa reynst mjög vel. Þeir sjómenn sem enn hafa ekki reynt þá, ættu að reyna hina ágætu kosti þeirra sem fyrst. Merki stakksins er MAX, og fæst í flestum verslunum um land allt. Verksmiðjan MAX h.f* Söluumboð Davíð S. Jónsson & Co. h.f. ^V ::M ¥' ^- Brýnið fyrir börnunum að fara varlega með eldinn. Það hefir margsannast, sem máltækið segir: OFT VELDUR LÍTILL NEISTI STÓRU BÁLI. Athugið, að hafa tryggingar yðar ávallt í samræmi við verðlag. Trygging er nauðsyn ALMENNARTRYGGINGAR H.F, Austurstræti 10, Reykjavík Umboðsmenn um allt land.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.