Fálkinn - 01.02.1961, Page 10
og stefndi á lögreglustöð, sem var þar
rétt hjá. Áður en hann komst þangað,
náðu rússnesku SMERSH-þjónarnir hon-
um.
Þeir fluttu hann aftur til sjúkrahúss-
ins og skipuðu lækninum, sem var á
vakt, að gefa þessum „andlega vanheila“
sjúklingi stóran morfínskammt. — Því
næst tóku þeir ofurstann hálfmeðvitund-
arlausan og fluttu til rússneska sendi-
ráðsins.
Nokkrum dögum seinna voru sömu
Rússarnir á flugvellinum við Rangoon,
þar sem þeir skipuðu heilum hóp blaða-
manna og ljósmyndara að hafa sig á
brott frá kínverskri flutningaflugvél,
sem rétt áður hafði lent. Blaðamennirn-
ir neituðu auðvitað að verða við skip-
unum þeirra, þar eð í fyrsta lagi höfðu
skipanir rússneskra sendiráðsstarfs-
manna enga þýðingu utan sendiráðsins
sjálfs og í öðru lagi lék grunur á, að
kínverska flutningavélin hefði lent í
Rangoon í þeim tilgangi að smygla
Stryguine út úr Burma og var að sjálf-
sögðu ágætt fréttaefni, hvernig Rúss-
arnir ætluðu sér að framkvæma verkn-
aðinn.
Blaðamennirnir voru ekki lengi í vafa.
Á mínútunni kl. 6 óku tólf rússneskar
bifreiðar upp að kínversku flutninga-
vélinni. 40 Rússar komu út úr bifreið-
unum og umkringdu blaðamennina, en
fjórir menn báru rússneska ofurstann
að vélinni. Max Mc Grath, fréttaritari
„Time Magazine“ hrópaði til Stryguin-
es, sem var næstum meðvitundarlaus:
„Farið þér frá Burma af frjálsum vilja?“
Þetta var heldur barnaleg spurning, en
nóg til þess að Rússarnir 40 fóru að
hugsa sér til hreyfings.
McGrath var sleginn niður og fengu
tveir aðrir blaðamenn sams konar með-
ferð, en um leið voru myndavélar ljós-
myndaranna brotnar mélinu smærra.
Rússarnir létu sem þeir sæu ekki lög-
regluna, sem seint og síðarmeir tókst að
binda endi á áflogin, og ráku diplómata-
vegabréf sín upp að nefinu á lögreglu-
Eftirminnilegur at-
burður gerðist í Ástr-
alíu fyrir nokkrum
árum. — Útsendara
Smersh grunaði Pet-
rov-fjölskylduna um
græsku og skipaði
henni að hypja sig til
Sovétríkjanna. Pet-
rov sjálfum tókst að
flýja og Ieita hælis
hjá áströlskum yfir-
völdum. Frú Petrov
var hins vegar kyiT-
sett í sendiráðinu.
Það var 3. maí 1959, sem rússneski
offurstinn Mikhail I. Stryguine, hern-
aðarráðunautur sendiráðs Sovétríkjanna
1 Burma, tók ákvörðun sína. Hann var
þreyttur á kalda stríðinu og óskaði að-
eins friðar og þægilegs lífs, einhvers
staðar uppi í sveit. — Stryguine hafði
ákveðið að gerast liðhlaupi og leita hæl-
is hjá Vesturveldunum.
Hann hafði gert nákvæma áætlun um
flóttann, sem hann vissi, að yrði mjög
erfiður. Jafnvel í sendiráðsbyggingunni
voru hafðar stöðugar gætur á honum,
þótt hann væri þúsundir kílómetra frá
Kreml.
Kl. 3 aðfaranótt 4. maí gleypti Stryg-
uine heil ósköp af svefntöflum og stuttu
síðar var hann í sjúkrabifreið á fleygi-
ferð til Aðalsjúkrahússins í Rangoon.
Þrír aðrir menn voru í bifreiðinni með
honum, tveir Rússar og læknir, sem var
innfæddur.
Rússarnir voru starfsmenn SMERSH-
njósnahringsins.
Áætlun Stryguines var ósköp einföld.
Þar sem hann hafði gleypt svo mikið af
svefntöflum myndi hann fluttur í flýti
á sjúkrahús og Þar myndi hann reyna
að setja sig í samband við yfirvöld
Burma og öðlast þá vernd, sem hann
áleit sér nauðsynlega.
í sendiráðinu, nr. 42 við Inya Road,
grunaði menn samt, að Stryguine hefði
eitthvað óhreint í pokahorninu, a. m. k.
voru menn þess ekki alveg fullvissir,
að Stryguine hefði gleypt töflurnar ó-
vart og til öryggis voru tveir meðlimir
SMERSH látnir fylgja honum til sjúkra-
hússins og hafa þar gát á honum.
Þegar Stryguine rankaði úr rotinu
morguninn eftir, varð honum brátt ljóst,
að áætlun hans hafði misheppnazt. Hann
vissi einnig, að varðmennirnir við rúm-
stokkinn hans voru öruggt merki þess,
er koma skyldi, þá er hann yrði sendur
heim til Sovétríkjanna. Hann lá lengi
og hugsaði málið. En skyndilega spratt
hann á fætur og fleygði sér út um glugg-
ann. Hann meiddist á fæti við fallið,
en haltraði samt inn í næstu hliðargötu
SMERSH
Kalda stríðið hefur ýmislegt óskemmtiíegt
r för með sér, t.d. víðtækar njósnir stór-
veldanna. Hér segir frá rússneska njósna-
hringnum, sem hefur að aðalstarfi að
njósna um rússneska njósnara!
10 FÁLKINN