Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Síða 13

Fálkinn - 01.02.1961, Síða 13
MYNDSKREYTING: RAGNAR LÁRUSSDN Á vetrum fór Magnús vinnumaður til róðra. Á vorin, er hann kom heim að Öxl, þóttist hann verða var hluta er honum þóttu grunsamlegir, t. a. m. fatnaður og peníngar, er Björn hafði með höndum, meiri en líkindi voru til. Kom svo, að Magnús spurði Björn um þetta í grandaleysi. Björn kvað honum hollast að hafa eingin afskipti af sínum 'högum. Gæti það reynzt honum dýrkeypt. Þetta andrúmsloft gerði það að verk- um, að Magnús fór frá Öxl með allt sitt og gerði Birni þau skilaboð, að sín væri ekki að vænta þángað framar. Jafnframt þessu tók að bera á dylgj- um í nágrenninu um hagi Axlar-hjóna. Horfið hafði maður, einn eða fleiri, svo aldrei varð vart á lífi síðan. Eitthvað var og rætt um grunsamlega hestaeign Bjarnar. Sá maður bjó við Hellna að Brekku- bæ og var hreppstjóri, er íngimundur hét og var kallaður hinn sterki. Um þessar mundir reri hjá honum norð- lenzkur maður. Einn vetur brá venj- unni, og kom maðurinn ekki vestur til Hellna. Vorið eftir sannfréttist, að hann hefði farið að norðan og geingið vest- ur hreppa, en eftir það vissu menn ekki til ferða hans. Skömmu fyrir jólin 1595 hvarf og á þessum slóðum vinnumaður einn úr Miklaholtshreppi, er Einar hét. Jókst nú grunur manna á Birni með hverjum deginum sem leið, og var í ræðum manna, þótt leynt færi, að Björn væri tekinn að myrða fólk til fjár. Talið hefur verið að vinátta Bjarn- ar við Guðmund Ormsson á Knerri kæmi í veg fyrir að Birni væri að- för gerð eða grunur manna yrði að hámæli; en Guðmundur bjó við rausn mikla og naut virðíngar í héraði. í sögnum er, að Björn hafi eitt sinn á þessum misserum veitt Guðmundi vini sínum tilræðu með öxi sinni, er Guð- mundur reið um hlaðið á Öxl. Útí þá sögu verður ekki farið nánar hér, enda ástæða til að draga hana í efa, eins og fleiri sögur af morðum eða morð- tilraunum Bjarnar, sem munnmæli herma frá. Er ýmsum þeirra sleppt hér með öllu. En hvað sem um það er, má telja að eftir hvarf Einars tæki verulega að halla undan fæti fyrir Birni og róm- ur manna að gerast ae djarfari um at- ferli hans. Hér skal svo tekin upp úr frásögn Gísla Konráðssonar sögn af atburði þeim, er frekast alls varð Birni að falli — og sagnir herma að gerzt hafi miðvikudaginn í páskaviku: „Einhverju sinni bar svo til á liðn- um vetri, að systkin tvö, sveinn og ær á tvítugs aldri, komu að Öxl til gistíngar. Kona Bjarnar fylgdi þeim til baðstofu; voru dregin af þeim vosklæði, og látin setjast upp á rúm, og þáng- að var þeim borinn matur. Kerlíng ein sat þar í baðstofunni, er barn hafði með höndum; hefur verið til getið, að verið hafi Barbara dóttir þeirra Bjarn- ar, því síðar er hennar getið vestur á Barðaströnd. Kerlíng kvað jafnan fyrir munni sér samstæðu þessa, gamla, að sjá er: Einginn skyldi Gunnbjörn gista, er klæðin hefur gó(ð), svíkur hann alla sína gesti, og korrí ró. Björn var ekki inni um kvöldið. Hann sat fram í skála. Þar hafði hann inni hrísbyrðar og afkvistaði og kurlaði hrís- ið. En er þau systkin höfðu matazt, mælti kona Bjarnar við sveininn, hvort hann vildi ei gánga fram í skála manni sínum til skemmtunar. Hann kvað það vel til fallið, og gekk fram, en systir hans varð eftir inni. Lítilli stundu síð- Frh. á bls. 21 FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.