Fálkinn - 01.02.1961, Page 14
ÆVINTÝRAFRINSESSAN
Það er erfitt að viðurkenna, að pen-
ingar séu undirrót alls ills, en hins veg-
ar er ljóst, að hamingjan fæst ekki ein-
göngu með þeim. Eitt dæmi af mörg-
um er Barbara Hutton, ríkasta kona
veraldar. Móðir hennar, Edna, var dótt-
ir Woolworths, sem varð milljónamær-
ingur á þúsundum tímarita, sem hann
stofnaði og sem öll kostuðu annað hvort
5 eða 10 sent. Edna giftist kauphallar-
mangara, og þau eignuðust eina dóttur,
Barböru. Þegar Barbara var fimm ára
gömul, fleygði móðir hennar sér út um
glugga á tuttugustu hæð á Hotel Plaza.
— Ég hef aldrei þekkt móður mína
og hef saknað hennar allt mitt líf, hef-
ur Barbara oft sagt.
Hvort sem það er maklegt eða ekki,
þá er föður hennar borið á brýn, að
hafta fengið sér oft í staupinu og verið
of mikíð upp á kvenhöndina. Hvað sem
því líður, hefur hann ekki sinnt barni
sínu sem skyldi. Þegar hann kvæntist
öðru sinni, varð stúlkan mest 1 eldhús-
inu! Hún var ekki falleg, stirðbusalega
vaxin og hafði mjög slæma húð í and-
litinu. Þegar hún tólf ára gömul erfði
i-n
78 milljónir dollara eftir afa sinn, ósk-
aði heimilisþjónninn henni til hamingju
með þessum orðum:
— Vertu glöð yfir þessum pening-
um! Án þeirra giftist þú aldrei.
Hún tók þessi ummæli mjög nærri
sér. Eins og allar ungar stúlkur á henn-
ar reki dreymdi hana um rómantíska
ást, og kennslukonan hennar hafði oft
sagt henni, að hjónaband án ástar væri
viðbjóðslegt. Þegar hún sagði föður sín-
um frá þessum ummælum þjónsins
skömmu síðar, virti hinn mikla kvenna-
maður dóttur sína fyrir sér, stundi og
sagði:
■— Því miður held ég að William hafi
á réttu að standa.
Vanmáttarkennd hennar hefur að
sjálfsögðu vaxið við ummæli af þessu
tagi.
Fimmtán ára gömul fór hún í ferða-
lag til Evrópu Það þótti amerískum
milljónamæring jafnnauðsynlegt og að
fermast. Rík frænka kynnti hana fyrir
heldra fólkinu í París. í þeim félags-
skap kepptist fólkið við að vekja á sér
athygli og Barbara reyndi eins og hinir.
Hún lakkaði til dæmis neglur sínar
svartar og sagði hverjum sem hún
mætti, að hún væri barnabarn hins
mikla Woolworths. Þetta hreif, alls stað-
ar nema í París. Þá voru flugsamgöng-
ur enn ekki hafnar og borgin hafði ekki
orðið fyrir áhrifum frá New York.
Hana dreymdi um ævintýraprins og
varð djúpt snortin, þegar hún var kynnt
fyrir prins Mdviani. Það var raunar
efast um titil hans, en hann var af rúss-
neskum ættum og þess vegna erfitt að
sanna neitt í málinu. Og Alexis Mdviani
var gæddur þeim sérstaka hæfileika að
geta alltaf komið sér í kynni við stúlk-
ur, sem voru hvort tveggja í senn: mill-
jónamæringar og þyrstar í ást. Hann
lagði þegar í stað snörur fyrir Barböru,
enda þótt hann væri giftur frægum og
ríkum afkomanda Astor-ættarinnar. —
Hann fékk lánaða álitlega peningaupp-
hæð hj á bróður sínum til þess að hrinda
áætlun sinni 1 framkvæmd. Hann ætlaði
ekki að hegða sér eins og Hans klaufi
og nota dauða kráku og aur til þess að
vinna kóngsdótturina. Nei, hann kom
fram eins og fullkomnum riddara sæmdi
Barbara Hutton er ríkasta kona heims og í
lífi hennar hefur vissulega ekki skort tiginborna
eiginmenn. En þeir hafa viljað girnast milljón-
irnar fremur en hana sjálfa...