Fálkinn - 01.02.1961, Side 15
og stráði blómum og gjöfum í kringum
sig. Þegar hann sá, að tiltækið ætlaði
að heppnast, flýtti hann sér að skilja
við konu sína. Þetta var allt saman auð-
veldara en að hrista vínblöndu, og nú
kom hann fram sem ástsjúkur trúbador,
sem ekki gat lifað án Barböru. Það var
að því leyti rétt, að hann hafði fengið
viðbótarlán hjá bróður sínum og hafði
því sett talsverða peninga í fyrirtækið!
— Prinsinn sannaði ótvírætt ást sína til
Barböru með því að skipta um trú.
Hann hafði verið múhameðstrúar en
gerðist nú kristinn. Þau voru gift í Par-
ís 23. júní 1933. Hina dýrmætu morgun-
gjöf hans varð brúðurin sjálf að greiða
síðar! Henni reyndist það auðvelt, því
að nú hafði eign hennar aukizt upp í
300 millj. dollara. — Hún fór til New
York til þess að sýna prinsinn sinn, en
heimkoman olli henni miklum von-
brigðum. Kauphallarhrun hafði ger-
breytt skoðunum fólksins. Borgararnir
voru farnir að gagnrýna harðlega þetta
milljóneradót, sem ferðaðist til Evrópu
í leit að hégómlegum titlum. Sárgröm
lýsti Barbara því yfir, að New York-
borg væri ekki þess virði að heimsækja
hana, hvað þá heldur búa í henni.
Og fleira átti eftir að ganga yfir hana
í New York. I einu samkvæmi hafði
prinsinn hennar fengið sér einum of
mikið í staupinu. Hann sagði svo að
allir veizlugestir heyrðu:
— Þú ert feit eins og grís, Barbara.
Hvers vegna í fjáranum geturðu ekki
verið vaxin eins og aðrar konur?
Við þessi orð minntist hún spádóms
gamla þjónsins: Það eru peningarnir,
sem karlmennirnir sækjast eftir, ekki
hún. En hún hafði erft eilítið af járn-
vilja föður síns. Með frábærum dugn-
aði tók hún að svelta sig og á einum
mánuði léttist hún um 25 kíló. Samtímis
undirbjó hún skilnað við prinsinn og
hann gerðist 12. maí 1935. —— Rúmum
tveimur mánuðum síðar ók prinsinn með
100 km. hraða á tré og beið bana. Hann
hafði þá þegar fundið sér annað fórnar-
dýr, en sem betur fór komst það lífs
af úr 'bílslysinu.
Næst kemur við sögu í lífi Barböru
greifi að nafni Court Haugvits. Hann
var af þýzkum ættum, en hafði hlotið
danskan ríkisborgararétt. Það var ást
við fyrstu sýn frá beggja hálfu. Tveim-
ur dögum eftir að hún skildi var Wool-
worth-erfinginn orðinn danskur ríkis-
borgari og skattayfirvöldin höfðu ekki
mikið á móti því. Þau eignuðust son,
eina barn Barböru, og lifðu í hamingju-
sömu hjónabandi. Barbara hefur sjálf
látið svo ummælt, að þetta hafi verið
eina hamingjutímabil ævi sinnar. En
skyndilega dag nokkurn heimtaði Bar-
bara að flytjast til Ameríku til þess að
gera þau öll að amerískum ríkisborgur-
um. Greifinn var þessu mótfallinn.
— Maður skiptir ekki um borgararétt
eins og að skipta um slipsi, sagði hann.
Þá gerist það, að Barbara fær hótun-
arbréf. Ef geysihá fjárupphæð yrði ekki
greidd á tilteknum stað og stundu, yrði
Hin umdeilda saga um
Lolitu hefur gefið höf-
undi sínum, Vladimir
Nabokov, geysimikið
fé í aðra hönd, og enn
er meira í vændum: í
London er kvikmynda-
félagið Metro-Goldwin
í óða önn að kvik-
mynda söguna um
þessa tólf ára gömlu
stúlku og ástarsam-
band hennar við mið-
aldra mann.
Stúlkan, sem valin
var til að leika titil-
hlutverkið, er amerísk
og heitir Sue Lyon. —
Hún er ekki nema 16
ára og hefur móður
sína alltaf með sér, sér
til trausts og halds. —
Auk þess er sérstakur
fulltrúi kvikmyndafé-
lagsins, sem gætir þess
vandlega, að ekki sé
farið út fyrir takmörk
hins almenna siðferðis
á léreftinu.
Hinn miðaldra elsk-
huga Lolitu leikux
hinn kunni kvikmynda
leikari James Mason.
Áætlað er, að myndin
verði komin á markað
snemma næsta vors.
LOLITA
litla syninum hennar rænt. Skömmu áð-
ur hafði barni Lindbergs verið rænt og
það myrt. Af þessum sökum voru allar
ríkar mæður hræddar um börn sín.
Hús þeirra var nótt og dag umkringt
af leynilögreglumönnum frá Scotland
Yard og allir hinir tignu gestir voru
rannsakaðir eins og þeir væru innbrots-
þjófar. Barbara bjó við stöðugan ótta
og tortryggni og að síðustu tók hún að
vantreysta manni sínum. Hún fékk þá
meinloku í höfuðið, að hann ætlaði að
ræna syninum og fela hann í Danmörku.
Einn góðan veðurdag var greifinn all-
ur á bak og burt. Barbara tregaði hann,
en brá skjótt við og krækti sér í 26 ára
gamlan prins, Friedrich af Hohenzoll-
ern. Kannski dreymdi hana eins og
lafði Windsor um að setjast í hásæti.
En jafnskjótt og fréttist að vingott var
með Barböru og prins þessum, sneri
hinn horfni greifi aftur heim og skoraði
prinsinn á hólm! Ekkert varð þó úr
hólmgöngunni, en lögfræðingar tóku að
sér skilnaðinn. Greifinn hafði eina mill-
jón upp úr krafsinu, brá sér til Ameríku
og giftist þar.
Það hefur verið gefið í skyn, að Bar-
bara hafi verið svo ófríð, að karlmenn
hafi aðeins sótzt eftir henni peninganna
vegna, Henni var þó ekki alls varnað
í þessum efnum. Eitt mesta kvennagull
þeirra tíma, leikarinn Gary Grant, féll
fyrir henni og ekki gat það verið pen-
inganna vegna. Hann var sjálfur marg-
faldur milljónamæringur. Þau giftu sig
í júlí 1942. Hveitibrauðsdagar þeirra
voru fáir og hjónabandssælan sömuleið-
is. Hann safnaði léttlyndu listafólki í
kringum sig og Barbara skyldi hvorki
í tali þeirra né hegðun. Hún hélt sig
við prinsa og fursta og þá gat Grant
ekki þolað með nokkru móti. í jólaboði
1943 fór allt í bál og brand.
Þegar Barbara kom aftur til Parísar
eftir stríðið, lýsti hún því yfir, að hún
mundi aldrei framar gifta sig. Frelsið
væri dásamlegt og hún mundi berjast
fyrir að halda því. Hún gafst upp við
þá baráttu 1. maí 1947, þegar hún gift-
ist Igor Troubetzkoy, rússneskum prins,
og ósviknum í þetta skiptið. Skömmu
eftir brúðkaupið veiktist hún og var
Frh. á bls. 34
FÁLKINN 15