Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Page 17

Fálkinn - 01.02.1961, Page 17
WMmmímÍí i v * * i ' ' ‘, -f , f , ", t t *\ ipÍ^l|^|Í|;^||||^|||p|||^^^i|j:Íj;ll|||||^|g^l ‘ÆK.IMI - TÆKIMI - TÆKIMI - TÆKIM 13 ár eru liðin síðan John Cobbs setti hraðamet sitt fyrir bíla. Álitið var, að næstum ógerningur væri að slá þetta met, en á síðasta ári voru gerðar marg- ar tilraunir til þess að hnekkja þessu lífseiga meti, og margar þeirra lofa góðu um árangur. Milljónum króna hefur verið eytt og mikilsvirtir vísindamenn og verkfræðingar hafa lagt sig alla fram til þess að smíða bifreiðir, sem gætu náð 800 km hraða á klukkustund. Haustið 1959 gerði Ameríkumaðurinn Mickey Thompson margar góðar tilraun- ir, og sló út mörg af minniháttar metum Cobbs, en hinu eiginlega hraðameti tókst honum ekki að hnekkja. Bretinn Donald Campbell hefur einn- ig gert athyglisverðar tilraunir, og marg- ir eru þeirrar skoðunar, að betri horf- ur séu á, að honum takist að hnekkja metinu en Thompson. Malcolm Campbell, sem sjálfur var mikils metinn verkfræðingur, átti á sín- um tíma hraðamet bæði til sjós og lands, ef svo má að orði komast. Þegar Mal- colm lézt 1948, þá 63 ára gamall, var hann og sonur hans Donald, langt komn- ir með undirbúning undir að setja nýtt hraðamet fyrir mótorbáta. Sonurinn hélt starfinu áfram og hefur oft bætt metið í þessari grein. Nú hefur hann um nokkurt skeið .*í«»**»‘«* Hraðamet bifreiða unnið að því að freista þess að setja hraðamet á landi og í því skyni hefur hann látið smíða sinn nýja „Blue Bird“, bíl, sem á að geta náð 700 km hraða á klukkustund. Það hefur tekið fjögur ár að smíða vagninn og alls hefur ver- ið unnið við hann 750.000 vinnustundir. „Blue Bird“ er útbúinn 4250 hestafla vél, af sömu gerð og knýr Britannia- flugvélarnar. Vél knýr áfram öl fjögur hjólin og Campbell á að sitja í plast- kúpli fremst í vagninum. Vagninn er rúmir 10 metrar á lengd og vegur 4000 kg, enda þótt aluminium og aðrir léttir málmar séu notaðir eins mikið og mögu- legt er. Dekkin eru veikasti liðurinn í bíln- um, en Dunlop-verksmiðjurnar hafa tek- ið að sér að gera þau, og ekkert sparað til þess að ná sem beztum árangri. Verk- smiðjan reiknar með að dekkin á þenn- an eina bíl hafi kostað um 20 milljónir króna! — „Blue Bird“ eyðir 1300 lítr- um af brennsluefni á klukkutíma. Vagn- inum verður aldrei ekið svo lengi í einu á fullum hraða, svo að tankarnir rúma þess vegna „aðeins“ 250 lítra. Tækninni fleygir fram eins og örskoti og ef gluggað er í skrá yfir hraðamet, kemur í ljós, að hraðinn hefur tífald- azt á síðustu fimmtíu árum. Skráin lít- ur annars þannig út (fremst er ártalið, síðan bílstjórinn og tegund bifreiðarinn- ar og loks hraðinn í km á klst.): 1898 Chasseloup-Laubat, Jeantaud 63.15 1899 Jenatzy, Jenatzy............. 66.66 1899 Chasseloup-Laubat, Jeantaud 70.31 1899 Jenatzy, Jenatzy.............. 79.50 1899 Chasseloup-Laubat, Jeantaud 93.74 1899 Jenatzy, Jenatzy............. 105.93 1902 Serpollet, Serpollet ....... 120.80 1902 Vanderbilt, Mors ........... 122.44 1902 Fournier, Mors .............. 123.28 1902 Augieres, Mors ............. 124.13 1903 Duray, Gabron-Brillié ...... 136.36 1903 Henry Ford, Ford 999 ....... 147.05 1904 Vanderbilt, Mercedes ....... 148.54 1904 Rigolly, Gabron-Brillié .... 149.99 1904 de Caters, Mercedes ......... 156.52 1904 Rigolly, Gabron-Brillié...... 166.66 1904 Baras, Darracq ............. 168.21 1905 Hémery, Carracq ............ 176.46 1905 Bowden, Mercedes ........... 176.63 1906 Marriot, Stanley ......... 205.65 1910 Oldfield, Benz ........... 211.98 1911 Burman, Benz.............. 228.09 1924 R. Thomas, Delage ........ 230.63 1924 Eldridge, Fiat ............ 234.80 1924 Campbell, Sunbeam ........ 235.23 1925 Campbell, Sunbeam ........ 243.79 1926 Segrave, Sunbeam ......... 245.15 1926 Thomas, Higham ........... 272.35 1926 Thomas, Higham ........... 275.86 1927 Campbell, Napier-Campbell . 281.44 1927 Segrave, Sunbeam ......... 327.97 1928 Campbell, Napier-Campbell . 333.05 1928 Keech, White Triplex ..... 334.01 1929 Segrave, Irving Special .... 372.47 1931 Campbell, Napier-Campbell . 396.04 1932 Campbell, Napier-Campbell . 408.72 1933 Campbell, Rolls-Royce-Campb. 438.48 1935 Campbell, Rolls-Royce-Campb. 445.50 1935 Campbell, Rolls-Royce-Campb. 484.62 1937 Eyston, Thunderbolt ...... 502.11 1938 Eyston, Thunderbolt....... 556.03 1938 Cobb, Railton ............. 563.60 1938 Eyston, Thunderbolt....... 572.34 1939 Cobb, Railton ............ 594.97 1947 Cobb, Railton ............. 634.40 Á efri myndinni sést Donald Campbell við módel af „Bhm Bird“ bílnum sínum. Myndin að neðan er frá hinni viðurkenndu bílabraut í Salt, Lake City.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.