Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Síða 18

Fálkinn - 01.02.1961, Síða 18
S kemmtigarður- inn „Planten und Blomen“ er sa staður í Hamborg, sem enginn ferða- maöur má láta framhjá sér fara. Þar er margt fal- legt og skemmti- legt að sjá, og pað sem mesta athygli vekur er ef til vill „vatnsorgelið“ svo kallaða. — Mynd- in hér til vinstri er einmitt af því. Hver vill ekki bregða sér til Hamborgar og skemmta sér konunglega í sumar- leyfinu sínu? Ein leiðin til þess að reyna að láta þá ósk rætast er að taka þátt í BINGÓSPILI FÁLKANS, sem nú er hálfnað. Enn er hægt að hefja þátttöku, ef menn geta orðið sér úti um 1. tölublað þessa árgangs. Því blaði fylgdi Bingóspjaldið. Allir þeir, sem fylla spjöldin sín, fá verðlaun og einn þeirra flugfar til Hamborgar fyrir tvo með flugvélum Flugfélags íslands. Látið ekki þetta einstaka tækifæri ganga yður úr greipum! Hér birtast tölur í fjérða skipti og þar me& er Bingóspilið hálfnað. Enn er tækifæri til þess að hefja þátttöku, ef menn geta útvegað sér FÁLKANN 11. jan. sl. Fyrstu verðlaunasamkeppni Fálkans lauk í jólablaðinu, en þá birtist síðasti hluti hennar af fjórum. Strax þá tóku bréfin að streyma og bárust ótt og títt allt fram á síðasta dag. Frestur til að skila lausnum var til áramóta. Alls urðu bréfin hátt á sjöunda hundrað og bár- ust vítt að, nokkur meira að segja er- lendis frá: Noregi, Danmörku og Skot- landi. Langflestar lausnirnar voru réttar, og var dregið um hin glæsilegu verðlaun: Skipsferð til Miðjarðarhafsins með einu af fellum Sambands íslenzkra samvinnu- félaga. Við fengum unga og fallega stúlku, Maríu Hjálmarsd., til þess að draga, og upp kom lausn Gíslínu Sigurbjartsdótt- ur HávarðarJcoti, Þykkvabœ, Rangár- vallasýslu. Við hringdum í umboðsmann Fálkans í Þykkvabæ, Friðrik Friðriksson, kaup- mann, og sögðum honum tíðindin. Hann varð himinlifandi og þótti skemmtileg tilviljun, að verðlaunin skyldu lenda á þessum litla stað. Við létum ekki hér við sitja, held- ur boðuðum komu okkar strax daginn eftir — til þess að spjalla stundarkorn við þennan 'heppna lesanda. Þetta var á laugardegi, og við héld- um af stað í býtið morguninn eftir. Veðrið var heldur leiðinlegt: dimmt og drungalegt um að litast og slydda öðru hverju. Við sitjum inni í stofu hjá hjónun- um Gíslínu Sigurbjartsdóttur og Haf- steini Gunnarssyni að Hávarðarkoti í Þykkvabæ. Þau giftu sig í desember síðastliðnum, svo að heimili þeirra má heita spánnýtt. Hafsteinn ekur áætlun- arbílnum til Reykjavíkur, en Gíslína er útlærð ljósmóðir. Hún útskrifaðist 1957. Við víkjum að sjálfsögðu fyrst að verðlaununum: — Þetta hefur komið þér á óvart? — Já, svo sannarlega. Mér kom ekki til hugar að ég mundi hljóta verðlaun- in. Ég sendi bara af rælni og meira í gamni en alvöru. Ég hef aldrei áður tekið þátt í nokkurri samkeppni í blöð- um, en ég er hrædd um að geri meira af því hér eftir. — Þú tekur kannski þátt í Bingó- spilinu? — Já, það er nú líkast til. Hiín hlaut skipsferð

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.