Fálkinn - 01.02.1961, Page 21
Illa brotna bein -
Frh. af bls. 13
ar þóttist mærin heyra hljóð fram í
bænum; gerðist henni all-órótt, en kona
Bjarnar sagði, að þeir Björn væru að
gera að gamni sínu fram í bænum;
skyldi hún með öllu óhrædd. En er þær
töluðu Þetta, heyrðu þær annað hljóð
og mjög aumkunarlegt. Þá stóðst mær-
in ekki leingur og hljóp ofan. Og er
hún kom gegnt skáladyrum, sér hún
bróður sinn dauðan við skálaþrepskjöld-
inn, en blóðtjörnina þar í gaungunum;
leitar hún þá út, en niðamyrkur var
á, og fer hún eitthvað í myrkrinu, þar
til er kofi einn varð fyrir henni, —
það var hesthús Bjarnar, — og treður
hún sér upp á bita í húsinu, og ligg-
ur þar milli heims og helju. Að lítilli
stundu liðinni kemur Björn þángað inn
og lætur greipar sópa um gólfið allt
og stallinn, en finnur ekki, og fer við
það út aftur. Treystist hún þá eigi að
vera þar leingur, hleypur því ofan í
hraun, og felur sig í hraungjótu einni.
Sér hún þá að ljós er borið frá bænum
og ofan í hesthúsið. Litlu síðar verður
hún þess vör, að hundar tveir koma
á gjótubarminn, þar sem hún lá niðri,
en ei höfðu þeir veður af henni og
námu þar ei staðar. Skreið hún þá úr
fylgsni sínu, og komst um nóttina ofan
að bæ þeim, er að Hraunlöndum heitir.
Þar sagði hún frá óförum sínum og
drápi bróður síns. Bóndi sá, er þar bjó,
fór þegar deginum eftir upp að Knerri
og sagði Guðmundi frá illtíðindum þess-
um; en Guðmundur brást reiður við,
og kvað maklegt, að þeir menn yrðu
fyrir refsíngu, er ljósta vildu upp ó-
hróðri um saklausa menn, og hafa af
þeim mannorð og líf; og varð bóndi
að fara heim við svo búið. Gaf hann
þá meynni ráð það, að fara út að Helln-
um á fund Ingimundar sterka í Brekku-
bæ, og segja honum frá raunum sín-
um, því hann mundi helzt bera þrek
til að skerast í vandræði fyrir hana,
og það gerði hún“.
Missagnir eru nokkrar um atburð
þennan, sem að svo stöddu skipta eingu
höfuð-máli. Einna helzt er það á reiki,
hvort systkinanna Björn myrti. Frá-
brugðnust er sögnin þó í Setbergsannál.
— Um vísubrot kerlíngar má geta þess,
að það er gamall húsgángur, sem geing-
ið hefur í ýmsum myndum, (sjá t. d.
Þjóðs. J.Á., Huld og víðar).
Um páskaleytið 1596 var blíða í veðri
og sólfar mikið. Á páskadag kom margt
manna til kirkju að Knerri.
Þar kom meðal annarra Björn frá
Öxl ásamt konu sinni.
Eftir messu stóð fólk úti í sólskin-
inu og dásamaði veðurblíðuna. Þá mælti
Björn í Öxl þeim orðum, er uppi eru
höfð síðan:
— Nú eru sólarlitlir dagar, piltar.
íngimundur hreppstjóri í Brekkubæ
var þarna staddur. Hann leit við Birni,
gekk síðan að honum og greip hann
höndum. Varð lítið um mótspyrnu af
hendi Bjarnar, enda var íngimundur
manna sterkastur. Færði hann Björn
til stofu og mælti til Guðmundar Orms-
sonar, að nú skyldi hann ábyrgjast
morðvarg þennan unz valdsmanns kon-
úngs nyti við. Guðmundur hreyfði eing-
um mótbárum, enda hlaut íngimundur
þegar stuðníng bænda. — Mælt er, að
íngimundur hafi við þetta tækifæri
þekkt meðal klæða Bjarnar silfur-
hneppta peysu, er átt hafði róðrarmað-
ur hans, sá er horfið hafði. Einnig er
sagt, að Björn hafi klæðzt hempu Ein-
ars þess, er hvarf fyrir jólin þennan
vetur, og hafi bróðir Einars kannazt
við hana. — Með nokkuð öðru móti
segja Þjóðs. J. Á. frá handtöku Bjarn-
ar, en því er sleppt hér.
Sýslu á Snæfellsnesi hafði danskur
maður, Kastian Boch. Björn mun nú
hafa verið færður honum í hendur,
ásamt Þórdísi konu sinni, sem var
þúnguð. Áður áttu þau hjón dóttur,
sem fyrr er getið og Barbara hét.
Rannsókn hófst nú í máli Bjarnar og
var hann krafinn sagna að svo komnu.
Kom svo að Björn játaði á sig 9 morð.
Þeirra fyrst var talið morð fjósamanns
á Knerri. Af Setbergsannál er að sjá að
Björn hafi verið 14 vetra, er hann vann
það morð „í fjárhúsi og hann þar grafið
hefði“, hvort sem það er nú rétt eða
ekki. — Við athugun heima í Öxl fund-
ust fleiri lík og mannabein en játníngu
Bjarnar nam, grafin og hulin ýmist í
fjósi Bjarnar eða heygarði. Það skýrði
Björn á þá lund að hann hefði fundið
dauða menn en ekki nennt að koma
þeim til kirkju. Má það kallast veik
viðbára, ef þetta er rétt eftir Birni haft.
Síðan hefur mönnum jafnan verið tam-
ast að eigna Birni fleiri morð en hann
meðgekk, 14 eða 15, jafnvel 18. T alið
var að Björn myrti helzt til fjár og suma
til þess að þeir kæmu ekki uppum
glæpaverkin. Sagnir hafa og eignað
konu Bjarnar hlutdeild í morðunum og
eru lýsingar á atferli þeirra hinar hroða-
legustu. Hinsvegar, ef betri heimilda er
Framh. á bls. 34.
Við birtum í síðasta blaði eins konar myndagátu og í tilefni af því hafa okkur
borizt oskir um að birta öðru hverju myndagátu með gamla laginu til tilbreyt-
ingar frá krossgátunum. Og hér kemur sú fyrsta. Skýringar eru óþarfar nema
hvað enginn munur er gerður á grönnum sérhljóða og breiðum og gátan er
tvær setningar. — Verðlaunin eru 100 krónur og frestur til að skila lausnum
þrjár vikur.
FÁLKINN 21