Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Page 24

Fálkinn - 01.02.1961, Page 24
Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick STJÖRNUHRAP Coral muldraði hvert nafnið eftir annað, og þarna var heil torfa af fólki, sem sagði sömu orðin: að það gleddi sig að sjá hana, — og hvernig henni litist á Rió, — og hve lengi hún hefði verið i Ríó? Ný nöfn og ný andlit, sem brostu til hennar — og nýjar spurningar, sem hún varð að svara. •— Mér líkar ágætlega hérna .... en ég hef ekki séð nema lítið af borginni ennþá .... við komum hingað á mánudaginn. Og allt í einu var Coral horfin frá henni -— nýir gestir komu, sem hún varð að taka á móti, og Hugh var horfinn í fjöldann. Konan, sem Irena var að tala við, sneri sér frá, til að tala við aðra, og þarna stóð hún ein og vissi ekki hvað hún átti við sig að gera. Þjónn bauð fram glös með svaladrykk og hún tók glasið, sem næst var, í þeirri von, að innihaldið væri ekki of rammt á bragðið. Hendur voru réttar fram til að setja frá sér tóm glös og taka önnur, og Irena heyrði glefsur úr samtölunum kringum sig: — Góða, hefurðu heyrt af henni frú Collins .... — Ekkert vatn í þrjár vikur. Aumingja fólkið. Við höf- um nóg vatn núna — komdu og fáðu þér bað, þegar þú vilt. — Eina stelpuna enn? Það var leiðilegt. Þau höfðu vonað, að það yrði strákur núna .... Irena var alveg utangátta þarna. Coral mun hafa fundizt hún hafa kynnt hana fyrir nógu mörgum, því að hún kom ekki aftur, og Hugh var umkringdur af háværum karlmanna- hóp í hinum enda stofunnar og hafði annað ’hvort gleymt henni eða gengið að því vísu, að Coral mundi hugsa um hana. Gamla hornrekukenndin kom yfir hana aftur: Hún ætti að tala við fólk .... ætti að vera fyndin og ræðin .... en hvað gat aðskotadýr eins og hún talað um? Hvernig gat hún gefið sig á tal við þetta fólk, sem auðsjáanlega þekkt- ist svo vel. Gegnum allt skvaldrið og hlátrasköllin heyrði hún allt í einu skerandi kvenrödd, sem nefndi nafn Hughs. — Hefurðu séð konuna hans? Skelfing sviplaus óvera, segir Coral. Þetta er auðvitað einhver, sem hann hefur gripið til í flýti .... Irena roðnaði. — Farðu varlega, Janice, sagði einhver. — Þau eru hérna í samkvæminu. Irena færði sig afsíðis — hana hitaði í kinnarnar. Hún fór út að glugganum og horfði út, en sárlangaði til að flýja burt. Hún átti ekki heima innan um þessa áhyggjulausu sjálf- birginga. Hún vissi ekki hvað hún átti að segja við þá, og þeir kærðu sig ekkert um hana — jafnvel ekki Hugh, sem hafði gifzt henni eingöngu af því, að bréfið frá Díönu hafði komið eftir að hann hafði fengið sölustjórastöðuna .... Hún rankaði við sér, er hún heyrði glaðlega rödd bak við sig. — Halló, Irena! Ertu að dást að útsýninu? Hún leit fljótt við. — Brian! Ekki vissi ég að þú varst hérna. — Ég er allsstaðar og hvergi, sagði hann glaðlega. Röddin varð 'heit af aðdáun: — Ljómandi ertu falleg í þessum kjól! — Er það? Hún brosti að skjallinu og varð strax léttari í skapi. Alltaf skyldi það koma fyrir, að þegar illa lá á henni skaut Brian upp, og hann kom henni í betra skap. Nú tók hann tóma glasið af henni og sagði áhyggjufullur: — Þú hefur ekkert að drekka. Halló, þjónn! Hvað viltu? Tómat- safa? Gerðu svo vel. Frú Fairbray sendi mig til þín, vegna þess að hún þarf að sinna gestunum, sem alltaf eru að koma. — Var það Coral, sem sendi þig? sagði hún forviða. Það var ekki henni líkt að sýna þá hugulsemi, — hún þóttist sjálfsagt hafa gegnt skyldum sínum við hana sem gest. — Það er margt fólk hérna, sagði Brian. — Já, þekkir þú það allt? Hann hristi höfuðið. — Nei, langt frá því. Svo hélt hann áfram: — Sannast að segja varð ég steinhissa, þegar ég fékk heimboð frá frú Fairbray. Ég hef aldrei verið í samkvæmi hjá henni áður, en hún sagði mér að þetta samkvæmi væri haldið þér til heiðurs, og að hún vissi að ég væri vinur þinn. — Það var fallega gert af henni, sagði Irena lágt. — Hvað hefurðu haft fyrir stafni síðan ég sá þig síðast? spurði hann. Og hún sagði honum frá því sem á dagana hafði drifið, og þótti vænt um að hafa einhvern til að tala við innan um allt þetta ókunna fólk og þakklát fyrir að geta deyft bergmálið af skerandi röddinni, sem hafði sagt: „þetta er auðvitað einh-vír, sem hann 'hefur gripið til í flýti. . .“ Coral hafði gætur á þeim úr hinum enda stofunnar og sagði brosandi við Hugh: — Irena er líklega mikill vinur þessa Fairburns, er það ekki?“ Hugh leit í áttina sem hún horfði f, og andlitið tognaði. Irena hló ■— kinnarnar voru rjóðar og hún hlustaði með glampa í augunum á það, sem Brian var að segja. Hugh hafði aldrei séð hana svona glaðværa. —• Það er gott að hún hefur hitt mann, sem hún getur talað við, sagði Carol. — Hún hafði fátt að segja við fólkið, sem ég kynnti hana fyrir. Hann er nær því að vera jafnaldri hennar, og eiginlega eru þau ekki nema börn, en hún verður að kynn- ast fólki... Æ, þarna er þá frú Curtis! Hún brosti til hans og skildi hann eftir einan, með djúpar hrukkur í enninu. HÚN KYNNIST DIÖNU. Eftir augnablik varð Irena þess vör, að Hugh stóð við hlið- ina á henni. Það var ólundarsvipur á honum og hann sagði stutt: — Irena, það er ekki kurteisi gagnvart Carol að láta sem þú sjáir ekki fólkið, sem hún hefur boðið hingað til þess að þú fáir að kynnast Því. Hún starði á hann. — Láta sem ég sjái ékki? En . . . Hann tók fram í fyrir henni. — Komdu með mér inn í borðstofuna, — þá skal ég ná okkur í eitthvað að borða. Hann lét sem hann sæi ekki Brian. Hann studdi hendinni á handlegginn á henni, en hún leit um öxl og sagði við Brian: — Vertu sæll, og þakka þér fyrir að þú talaðir við mig. f borðstofunni var kaldur matur, allskonar smáréttir og smurt brauð. Þar var líka fullt af fólki, og Irena fékk ekki að tala við Hugh í friði eitt augnablik, því alltaf kom nýtt og nýtt fólk, sem þurfti að heilsa honum. Og nú varð hún að brosa á ný og svara sömu spurningunum. Hvort hún hefði komið upp í fjöll ennþá? Hafði hún komið til Corco- vado? Einhver ætlaði til Petropolis um helgina, — hvort hún og Hugh gætu ekki komið líka? Einhverjir ætluðu að halda „garden party“ — þau yrðu að koma þangað. Fólk var miklu alúðlegra núna, og hægara að tala við það þegar Hugh stóð við hliðina á henni, og þarna hefði verið gaman, ef Hugh hefði ekki verið svona ólundarlegur. Allt í einu varð andrúmsloftið annarlegt. Konan, sem var að tala við Irenu, þagnaði og leit um öxl sér, en hélt svo áfram. En Irenu fannst hún hafa misst þráðinn í því, sem hún ætlaði að segja. Og svo heyrði hún kvenrödd segja á bak við sig, mjúkt og nærri biðjandi: — Halló, Hugh! Irena horfði á Hugh einmitt þá stundina, og hún sá að andlitsdrættir hans urðu skarpari. Hann sneri sér hægt við. — Halló, Diana, sagði hann. — Hvernig líður þér? Hann sagði þetta rólega og brosti hæversklega, en það bros endurspeglaðist ekki í augum hans. Irena leit við líka, og nú sá hún í fyrta sinn konuna, sem hafði verið trúlofuð Hugh. Og það fyrsta sem henni datt í hug, var að Coral hefði ekki tekið of djúpt í árina þegar hún var að lýsa Díönu. Frú Grant Summers var fullkomin fríðleikskona — full- komin eins og postulínsbrúða, ofan frá gljáandi ljósu hárinu og niður á ökla. Irena mundi ekki eftir á hvernig kjól Diana hefði verið í, því að föt hennar voru eins og hluti af henni sjálfri. (Framh.) 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.