Fálkinn - 01.02.1961, Síða 26
Það þarf ekki seðil til að hreppa stóra
vinninginn í happdrætti lífsins.
Hún varð að bíða talsvert lengi þang-
að til hún sá hann koma. Hún hafði
vitað það fyrir, svo að það kom ekki að
sök. Að öðru leyti en því, að henni var
svo hræðilega kalt. Hún reyndi að
blása í kaun gegnum hanzkana, en það
dugði lítið. Eigi að síður þótti henni
vænt um að veðrið var svona. Því að í
slíku veðri kusu margir bíleigendur að
láta bílinn standa heima. Göturnar voru
glerhálar og bílrúðurnar hrímaði í svona
kulda. Marz gat stundum verið hræði-
lega kaldur. Og það var hann í þetta
sinn.
Loksins — loksins kom hann, þessi
maður, sem bar það utan á sér, að hann
var ríkur. Hún sá hann kaupa farmiða.
Vitanlega hafði hann ekki mánaðar-
miða, því að hann notaði bílinn að öll-
um jafnaði.
Hún stóð í biðröðinni og hafði ekki
augun af honum. Hún athugaði hvaða
klefa hann færi inn í. Eftir hálfa mín-
útu sat hún andspænis honum. Hann
var með samanbrotið dagblað 1 vasan-
um. Jafnvel í því tilliti hafði hann hag-
að sér eftir vonum hennar. Nú vonaði
hún að hann færi að lesa í blaðinu ...
★
Preben Hoff leit kringum sig í klef-
anum. Að því slepptu, að honum var
illa við þefinn af votum fatnaði, fannst
honum gaman að nota járnbrautina,
svona stöku sinnum. Það var eiginlega
skrítið að sitja í járnbraut. Eins konar
kassa á hjólum. Og kassinn hreyfðist
eftir mótaðri línu, að einhverju ókunnu
marki... Ókunnu? Hvaða bull! ... Lest-
in var á leið til Holte.
Hann tók blaðið úr vasanum. Það
var ekki neitt gaman til lengdar að
horfa á öll þessi meira og minna lokuðu
andlit. Honum fannst ólundarsvipur á
þeim flestum. Ólund út af vetrinum,
sem var svo þaulsætinn og vildi ekki
hleypa vorinu að. En fyrirsagnirnar í
blaðinu voru ekkert girnilegar heldur.
Ekki annað en samgöngu-erfiðleikar og
veðurútlit með mínusmerki framan við.
— Afsakið þér, sagði rödd rétt hjá
honum. — Ég veit að það er frekja af
mér, en...
Röddin þagnaði eins og hún hefði orð-
ið hrædd, en þegar hann leit upp horfði
hann framan í stúlkuandlit. Og honum
fannst langt síðan hann hefði séð svona
fallegt andlit.
— Já, hvað var það? sagði hann vin-
gjarnlega.
— Mér datt í hug ... ef þér ætluðuð
að líta á happdrættisvinningalistann
hvort sem var . . . sagði stúlkan. Hún
tafsaði þetta og vafðist tunga um tönn.
— Skiljið þér... ég kom á síðustu
stundu á brautarstöðina, svo að ég hafði
ekki tíma til að kaupa mér blað sjálf
26 FÁLKINN
— en ég má til að sjá vinningalistann.
Mig dreymdi nefnilega í nótt... Hún
leit undan, og hann þorði að bölva sér
upp á að hún roðnaði.
— Hvað dreymdi yður? spurði hann
með einlægum áhuga.
— Að ég vann, sagði hún og leit aft-
ur á hann. Hún var bláeyg.
— Og nú vonið þér að fá staðfestingu
á því? sagði hann hlæjandi, — og nú
vonaði hann allt í einu að þetta gengi
eftir. Honum sýndist á stúlkunni, að
hún hefði þörf fyrir að vinna í happ-
drættinu.
Hún kinkaði kolli og hann 'fletti upp
á vinningalistanum.
— Hvaða númer eigið þér spurði
hann.
— 22131, sagði hún. Hann renndi
augunum yfir listann. Þarna stóð það.
Það stóð þarna svart á hvítu. Hann
horfði á hana og hún virtist geta lesið
hugsanir hans. Allt í einu fölnaði hún.
— Hve mikið? spurði hún með kipr-
ur um munninn. Hönd hennar, sem ó-
sjálfrátt hafði snert handlegginn á hon-
um, titraði.
— Hundrað þúsund, sagði hann. —
Heyrið þér... yður er vonandi ekki
að verða illt? Komið þér, við skulum
fara úr lestinni hérna — það er Öster-
port. Við förum inn einhvers staðar, þar
sem hægt er að fá eitthvað til að hressa
yður á. Ég gat ekki betur séð en að þér
væruð að fá aðsvif ...
— Ég er eitthvað undarleg, finnst
mér, sagði hún og studdi sig við hand-
legginn á honum.
Hann fór með hana inn í veitinga-
stað og bað um tvö konjaksglös án þess
að spyrja hana. Hún var náföl ennþá.
Hún horfði á hann yfir glösin og reyndi
að brosa.
—- Yður hlýtur að finnast ég haga
mér talsvert einkennilega, sagði hún.
— En, skiljið þér — þetta skiptir ákaf-
lega miklu máli fyrir mig. Ég fékk ný-
lega bréf frá systur minni, sem á heima
í Osló. Hún er veik og spyr mig um,
hvort ég geti ekki komið til sín og
hjálpað sér — hún er gift og á tvö foörn.
Og ég vildi fyrir hvern mun geta gert
þetta — hún gerði svo mikið fyrir mig
áður en hún giftist — en — ég hafði í
rauninni ekki efni á að gera þetta. Og
svo er ekki hægt um vik að biðja um
frí frá störfum alveg upp úr þurru. Það
gæti kostað mig stöðuna. En nú . . . nú
get ég farið. Nú get ég endurgoldið svo-
lítið af öllu því, sem Sonja hefur gert
fyrir mig. Það fer skip á morgun. Ég
get tekið saman dótið mitt og farið til
hennar -— einmitt núna, þegar hún
þarf mest á mér að halda. Mér finnst
það svo dásamlegt. . .
— Jæja, en vinningarnir eru nú lík-
lega ekki greiddir svo fljótt, ungfrú
mín góð! sagði Preben, en fannst hann
hafa drýgt glæp, er hann sá vonbrigðin
í augum hennar.
— Ó, sagði hún. Honum hafði aldrei
dottið í hug, að jafn mikil vonbrigði
gætu falizt í jafn stuttu orði. — Hve
langan tíma haldið þér að það taki að
fá vinninginn greiddan?
— Hálfan mánuð, sagði hann með
semingi. — í minnsta lagi.
— Ó, sagði hún aftur. Þá kemur þetta
ekki að gagni, þrátt fyrir allt...
★
Honum datt í hug að biðja um ann-
að koníaksglas handa henni til þess að
hressa hana eftir vonbrigðin, en svo
datt honum í hug, að kannski væri hún
svöng, — að minnsta kosti var hann
svangur sjálfur. Svo hann bað um mið-
degisverð í staðinn.
— Við getum þó að minnsta kosti gert
okkur dagamun í tilefni af vinningnum,
sagði hann. Hún kinkaði kolli og reyndi
að brosa. Þegar maturinn kom gerði
hún sér far um að láta sem minnst á
vonbrigðum sínum bera, og henni tókst
jafnvel að hlæja að sjálfri sér fyrir að
hafa verið svo vitlaus að halda að hún
gæti fengið happdrættisvinninginn að
vörmu spori.
Hún sagði honum frá hálfseðlinum —
Hve erfitt hefði verið stundum að hafa
peninga til að framlengja hann. En mig
dreymdi alltaf um að vinningur kæmi
á það, sagði hún. — Og í nótt dreymdi
mig aftur um hann — og loksins kom
það fram. Mér þykir svo vænt um að
þér skuluð vilja gera mér glaðan dag í
tilefni af því, þó að ...
Hún beit á vörina, eins og hún væri
að birgja síðustu orðin niður.
— Þó að þér vilduð heldur vera á
leiðinni til Oslóar núna? bætti hann
við það, sem hún hafði sagt.
Hún kinkaði kolli. — Þér megið ekki
skilja það svo, sem mér þyki ekki gam-
an að vera með yður, sagði hún. — Það
þykir mér sannarlega, en. . .
— Ætli þér komizt ekki með skipinu
til Oslóar á morgun, sagði hann. Það
var líkast og orðin kæmu ósjálfrátt, án
þess að hann hefði í rauninni ætlað að
Happdrættis