Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Qupperneq 29

Fálkinn - 01.02.1961, Qupperneq 29
Engin uppörvun gafst á þessari dimmu óvinaey eða frá niðamyrku hafinu. En eftir óralangan tíma heyrðu þeir aftur óljóst suð í vél, og úti á sjónum sáu þeir smá ljósbjarma. Áhöfnin vildi fá eitthvert merki til að stefna á. Einn liðsforingjanna lagðist flatur, og gerði ljósmerki með vasaljósinu sínu, hann teygði sig út yfir bryggjuna, svo að ljósið sæist ekki innan af eynni. Hann kveikti og slökkti á víxl, til að vísa bátnum til vegar. Skyndilega kom hann fram úr myrkr- inu. Næstum hljóðlaust kom hann nær og lagðist að lokum að bryggju með mennina 43 um borð. Þetta var lítill bátur og svo troðfullur, að mennirnir næstu héngu út yfir borðstokkinn. Eng- inn mælti orð. Höfuðsmaðurinn hófst þegar handa. Áður en mínúta var liðin, var hann búinn að senda út framverði. Þeir hurfu upp fjallið, til að standa vörð um inn- siglinguna. Nokkrir læddust upp í bæ- inn, vopnaðir byssum og handsprengj- um, og tóku sér stöðu uppi á húsþök- unum. Aðrir bjuggust til að taka á móti birgðunum( sem nálguðust utan af haf- inu. Landgöngubrú var komið fyrir upp á bryggjuna og birgðirnar voru fluttar á land. Meðan á þessu stóð, heyrðist í flug- vél. Höfuðsmaður landgönguliðsins gaf skipun, og allir fóru í skjól. Flugvélin sveif með drunum yfir eyna, og þeg- ar hún var komin frá ströndinni, bloss- aði upp eldur í tundurspillinum, og hann sprakk í loft upp úti í myrkrinu, eins og risastórt eldblóm. Glóandi vatnsgos. — Svo varð aftur dimmt, og flugvélin var horfin. Þá var hafizt handa að nýju, og brátt voru staflar á bryggjunni, — kassar með matvælum, skotfærum og vélbyss- um, og heill haugur af hinum fisléttu svefnpokum landgönguliðsins. Enginn munaður. Um slíkt er aldrei að ræða fyrir landgönguliðana. Matur og skot- vopn, það þurfa þeir — en þar fyrir utan bjargast þeir af með óendanlega lítið. Þegar birgðirnar voru komnar á land, söfnuðust landgönguliðsforingjarnir og flotaforingjarnir saman í litlu steinhúsi niðri við sjóinn. Þar stóð rafmagnslukt á gólfinu, og allar dyr og gluggar voru svo vandlega lokaðir, að enginn ljós- geisli sást að utan. Birtan féll á and- litin að neðan og lýsti á þreytt augu og samanbitnar varir. Kortið hafði ver- ið tekið fram. „Ég hef ekki í hyggju að senda menn mína gegn svo miklu liði í myrkri,“ sagði höfuðsmaðurinn. „Ég geri ráð fyr- ir, að Þjóðverjarnir hafi nú komið sér fyrir. Það er óráðlegt að hafast nokkuð að fyrr en á morgun. Við höfum að- eins hálfan mannskap á við þá, og ekk- ert stórskotalið.“ Ungur liðsforingi mælti: „Kannske við getum talið þá af að berjast! Við skulum ná í nokkra ítali og fá nánari fréttir, þá gæti verið .... Þjóðverjarnir vita ekki hvað marga menn við höf- um — eða hve mörg skip. Væri það ekki vert umhugsunar? Það er ekki að vita, nema við gætum blekkt þá.“ „Hvernig?" spurði höfuðsmaðurinn. „Ef þér vilduð leyfa mér að fara upp til þeirra strax og dagar með hvítan fána, herra?“ sagði liðsforinginn. „Þér verðið skotnir niður á stund- inni.“ „Má ég reyna?“ „Ja----------“ „Það gæti sparað okkur mikla erfið- leika, herra.“ „Við höfum ekki efni á að missa liðs- foringja.“ „Þið missið mig heldur ekki, — ef ég má fara, þarf höfuðsmaðurinn að- eins að kinka kolli. “ Höfuðsmaðurinn sat lengi og horfði á hann, — svo brosti hann örfítið og hneigði síðan höfuðið næstum ómerkj- anlega. ★ Liðsforinginn var á leið upp fjallið í átt til vígja Þjóðverjanna. Hann gekk mjög hægt. Yfir höfði hans blakti hvít- ur fáni — það var baðhandklæði. Á göngunni hugsaði hann um hvílíkur beinasni hann væri .... Þarna sat hann laglega í því! í gærkvöldi hafði hann verið svo ákafur í að fá leyfi höfuðs- mannsins til að fara upp til Þjóðverj- anna og blekkja þá til að gefast upp, hafði hann ekki dreymt um að það mundi hafa þau áhrif á hann, sem raun- in varð. Hann hafði ekki haft hugmynd um hve hræðilega einmana hann yrði, og hversu varnarlaus .... 43 Bandaríkjamenn á móti 87 Þjóð- verjum — en guði sé lof, að Þjóðverj- arnir vissu það ekki. Liðsforinginn von- aði líka, að þeir fengju aldrei neina hugmynd um, að honum rann nú þegar kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann gekk föstum skrefum, — og það tók undir í klettunum. Það var mjög árla morguns, sólin var ekki enn komin upp. Hann vonaði, að þeir sæju hvíta fánann — ef til vill var ekki gott að koma auga á hann í þessari einkennilegu hvítu birtu? Hann gekk á miðjum stígnum, svo að hann sæist sem bezt, — hærra og hærra. Hann vissi, að landgönguliðarnir skriðu áfram að baki honum í felum, unz þeir fyndu góðan stað, þaðan sem þeir gætu gert árás, ef illa gengi — og hefðu þá alla vega færi á að koma Þjóðverjunum á óvart. „Ef skotið verður á yður, þá kastið yður niður og liggið kyrr,“ hafði höf- uðsmaðurinn sagt. „Við skulum reyna að verja yður og koma yður burt.“ Liðsforinginn vildi helzt deyja strax, ef skotið yrði á hann. Honum fundust fæturnir þungir sem blý. Eitt augnablik leit hann niður á stíginn og kom auga á fjölda smásteina, og hann óskaði þess af öllu hjarta, að hann gæti lagzt á hnén og rannsakað hvers konar steinar þetta væru .... Hann brann allur af löngun til að kom- ast burt — burt úr augsýn. Hann þandi út brjóstið — vöðvarnir bjuggust til að taka við kúlunni .... og honum fannst allt standa fast í háls- inum á sér — eins og þegar hann átti að halda ræðu á skólaballi .... Skref fyrir skref nálgaðist hann bæki- stöðvar Þjóðverjanna, en sá enga hreyf- ingu. Hann langaði mjög til að líta aft- ur til sinna manna, — en hann vissi, að sjónaukar Þjóðverjanna beindust að honum, og þeir gátu séð hvert svip- brigði í andliti hans .... Loks gerðist það — óvænt og ofur eðlilega. Hann ætlaði að fara að beygja fyrir klettasnös, þegar djúp rödd kallaði til hans. Þarna stóðu þrír Þjóðverjar — ungir menn eins og hann — og mið- uðu rifflum sínum á kviðinn á honum. Hann staðnæmdist og starði á þá — og þeir störðu á hann. Og sú spurning flaug í gegnum hugskot hans, hvort augu hans væru eins uppglennt og þeirra. Enginn þeirra hreyfði sig, fyrr en hás skipun gall við að ofan. Þjóð- verjarnir réttu úr sér og litu snöggt upp fjallið áður en þeir nálguðust hann. Svo gengu Þeir af stað allir fjórir. Liðsforingjanum fannst þetta hljóta að líta óendanlega kjánalega út, — þeir FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.