Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Side 30

Fálkinn - 01.02.1961, Side 30
voru eins og drengir á leið á skrifstofu skólastjórans. Og hvíta baðhandklæðið hlaut að vera sprenghlægilegt á að líta .... Og hann hugsaði með sjálfum sér: Nú, ef þeir skjóta mig, hitta okkar menn þá alla vega þessa þrjá. Hann sá greinilega fyrir hugskotssjónum sín- um Bandaríkjamennina með hjálma á höfði fylgjast með þessari litlu fylk- ingu, með byssurnar á lofti. Þeir voru komnir að hvítu steinhúsi, en Þjóðverjarnir voru of slungnir til að halda sig innan dyra, — á bak við húsið var skotgröf og þar inni var stór hola niður í jörðina. Þar voru þrír liðs- foringjar, sem störðu á hann. Þeir voru klæddir grábláum einkennisbúningum og með hinar fallegu háu einkennishúf- ur lofthersins, skreyttar silfurerni og hakakrossi, — þetta voru þrír verk- fræðiliðsforingjar úr þýzka flughemum. Þeir horfðu á hann án þess að segja orð, og hann varð svo þurr í hálsin- um, að hann gat ekki komið upp orði. Það eina, sem komst að í huga hans, var grænt spilaborð, — Þjóðverjarnir höfðu þrjá tvista og liðsforinginn tvo þrista — hann vissi hvað þeir höfðu, en þeir ekki hvað hann hafði — og hann vonaði ákaft, að þeir kæmust ekki að því, hvað lítið hann hafði .... Þýzki yfirliðsforinginn leit fast á hann, en sagði ekkert. „Talið þér ensku?“ stundi liðsforing- inn loks upp. »Já.“ Liðsforinginn dró djúpt andann og hóf svo ræðuna, sem hann hafði undir- búið. „Ofurstinn biður að heilsa yður, herra! Ég hef skipun um að bjóða yð- ur uppgjöf. Eftir 20 mínútur hleypa beitiskipin af, nema gagnfyrirskipun verði gefin, ef þér gefizt upp.“ Hann tók eftir að liðsforinginn leit ósjálfrátt út á sjóinn. Liðsforinginn hélt áfram — og skeytti engu um formsatriðin, sem hann hafði skipulagt og sagði: „Hvaða gagn er í að verjast? Þið verðið aðeins drepnir. Við höfum sett á land 600 manns, og beitiskipin þarna úti bíða bara eftir merki um að skjóta... Er nokkur til- gangur með því? Þið drepið nokkra okk- ar — og við drepum ykkur alla. Er ekki eins gott að gefast upp strax?“ Yfirliðsforinginn starði beint í augun á honum. Hann þekkti þetta augnaráð frá spilaborðinu — þessi pókersvipur í andlitinu — hvorugur sýndi minnstu svipbrigði. Honum fannst líða eilífð, síðan sagði Þjóðverjinn: „Hvernig meðferð fáum við?“ „Eins og stríðsfangar samkvæmt Haagsamþykktinni.“ Liðsforinginn barð- ist við að láta hugsanir sínar ekki sjást á svipnum. Aftur varð löng þögn. Þjóðverjinn dró djúpt andann — það var dauðahljótt, svo heyrðist, hvernig hann dró andann gegnum nefið. 30 FALKINN „Það er engin skömm að gefast upp fyrir ofurefli,“ sagði hann loks. ★ Meðan liðsforinginn var á leið upp til Þjóðverjans með hvítt baðhandklæðið bundið á staf, fylgdist höfuðsmaðurinn með honum ásamt mönnum sínum. Þeir sáu að hann var stöðvaður og fór svo með Þjóðverjunum á bak við hvíta hús- ið. Þeir þorðu vart að draga andann ... Þeir biðu í ofvæni eftir að heyra byssu- skot, það þýddi að áætlunin um að blekkja Þjóðverjana til að gefast upp hefði misheppnazt... Þeim fannst ótrú- lega langur tími líða. í raun og veru leið aðeins stundar- fjórðungur. Svo sáu þeir liðsforingjann birtast aftur og nú var hann í fylgd með þrem þýzkum foringjum . . . Hann gekk niður stíginn unz hann komst á autt svæði. Þá nam hann staðar og benti til jarðar. Síðan gengu tveir liðsforingjanna aftur upp að hvíta húsinu. En komu fljótt aftur í ljós og á eftir þeim fjöldi þýzkra hermanna. Með miklar byrðar gengu þeir til staðarins, sem Bandaríkjamað- urinn hafði bent á, og lögðu þar vopn sín, — riffla, vélbyssur, já, jafnvel skammbyssurnar. Höfuðsmaðurinn horfði og horfði — svo byrjaði hann að telja. Hann taldi upp að 77 — það var einmitt sá liðs- afli, sem hann hafði búizt við .. . Hann sagði við undirforingja sinn: „Hamingjan sanna! Honum tókst það!“ Svo komu þeir gangandi í fylkingu. Smátt og smátt eftir því sem Þjóðverj- arnir komu neðar, spruttu Bandaríkja- mennirnir upp úr öllum áttum, unz þeir voru umkringdir 30 manna heiðursverði. Og allur hópurinn gekk hröðum skref- um niður stíginn og þrömmuðu inn í litla bæinn, sem hékk utan í klettun- um hátt yfir höfn Ventotene. ítalir hafa öldum saman notað Vento- tene sem fangaey, svo nóg rúm var fyrir fangana. Efsta hæðin í húsi, sem helzt hefði mátt kalla ráðhús, var stórt, rúmgott fangelsi með fjórum, fimm stór- um klefum. Allir fangarnir fengu skipun um að fara upp á fjórðu hæð, og þar var þeim skipt í þrjá hópa. Hver hópur fór í sinn klefa, en 4. klefinn var ætlaður liðs- foringjunum. Verðir vopnaðir vélbyssum voru settir fyrir utan klefadyrnar, og uppgjöfin var kunngerð. Liðsforinginn með hvíta fánann sett- ist á tröppurnar utan við ráðhúsið — hann var dálítið máttlaus í hnjánum. Höfuðsmaðurinn settist hjá honum. „Er nokkuð að?“ spurði hann. „Nei — það var næstum of auðvelt — ég skil það ekki ennþá.“ Hann ætlaði að kveikja sér í vindlingi en var svo skjálfhentur, að það var rétt slökknað á eldspýtunni. „Þetta var vel af sér vikið,“ sagði höfuðsmaðurinn, „en hvað eigum við að gera við þá?“ „Koma skipin ekki í kvöld?“ „Það vona ég, en við neyðumst til að reikna með að þau geri það ekki. Eng- inn af okkur getur sofið dúr fyrr en við erum lausir við þessa náunga.“ Óbreyttur liðsmaður kom til liðsfor- ingjanna og sagði: „Þýzku liðsforingj- arnir eru með uppsteit, herra, þeir krefjast að fá að tala við yfirliðsfor- ingjann." Höfuðsmaðurinn reis á fætur. „Þér ættuð að koma með,“ sagði hann við liðsforingjann. „Hve marga menn tölduð þér þeim trú um að við hefðum?“ „600, herra,“ sagði liðsforinginn, „en ég er búinn að gleyma hvað mörg skip ég sagði að við hefðum.“ Höfuðsmaðurinn hló. ,,Ég heyrði einu sinni sögu um mann, sem lét fimmtán menn ganga í kringum hús í óratíma svo það virtist vera heill her. Við ætt- um kannski að beita sama bragði með okkar fjörtíu." Fyrir utan dyrnar að klefa liðsfor- ingjanna rétti höfuðsmaðurinn einum varðanna skammbyssu sína. „Láttu dyrnar standa opnar og hafðu auga með okkur,“ sagði hann, „ef Þjóðverjarnir gera nokkuð grunsamlegt, Þá skjóttu.“ „Já, herra,“ svaraði vörðurinn og lauk upp þungum dyrunum. Þýzku liðsforingjarnir stóðu við grind- umluktan gluggann og horfðu niður á auðar göturnar. Þeir gátu séð tvo ó- breytta hermenn, sem stóðu fyrir fram- an ráðhúsið. Þýzki yfirliðsforinginn sneri sér við þegar höfuðsmaðurinn kom inn. „Ég krefst þess að fá að tala við ofurstann,“ sagði hann. Höfuðsmaðurinn kingdi ósjálfrátt. „Jaá — ofurstann?11 endurtók hann, „ofurstinn er önnum kafinn sem stend- ur.“ Það varð löng þögn — þýzki liðsfor- inginn horfði beint í augun á banda- ríska höfuðsmanninum. Loks sagði hann: „Það eruð þér, sem hafið stjórn á hendi, ekki satt?“ „Jú,“ sagði höfuðsmaðurinn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.