Fálkinn - 01.02.1961, Síða 31
„Hve marga menn hafið þér?“ spurði
Þjóðverjinn.
„Við svörum ekki slíkum spurning-
um,“ svaraði höfuðsmaðurinn kuldalega.
Þjóðverjinn varð kuldalegur og hörku-
legur á svipinn. Hann mælti: „Ég trúi
ekki að þið hafið 600 manns — ég held,
að þið hafið ekki nema 30—40 manns.“
Höfuðsmaðurinn hneigði höfuðið og
sagði: „Við höfum sett sprengiefni und-
ir húsið. Ef einhver uppsteit verður,
sprengi ég allt saman í loft upp.“
Hann snerist á hæli og gekk út úr
klefanum. „Það líður ekki á löngu unz
þið verðið fluttir um borð í skipið,“
sagði hann og leit um óxl.
Á leiðinni niður sagði liðsforinginn:
„Hafið þér raunverulega látið sprengju-
efni undir húsið, herra?“
Höfuðsmaðurinn brosti. „Höfum við
í raun og veru 600 menn?“ spurði hann.
Og bætti svo við: „Ég vona ákaft, að
tundurspillirinn komi í nótt og losi okk-
ur úr þessari barnagæzlu.-------Eng-
um okkar fellur blundur á brá fyrr en
við erum lausir við þá.“
SMERSH -
Framh. af síðu 11.
vera sást standa í glugganum. Hún hik-
aði nokkur augnablik og stökk.
Augnabliki síðar lá Oskana Kasen-
kina stórslösuð á gangstéttinni. —
SMERSH-menn komu þjótandi út úr
byggingunni, en áður en þeir náðu til
hennar, höfðu tveir lögregluþjónar kom-
ið á vettvang og virtu hótanir Rússanna
ekki viðlits. Annar þeirra tók sér stöðu
við hlið hennar með hlaðna skammbyssu
en hinn náði í sjúkrabíl í snatri.
Oskana Kasenkina lifði af þessa sjálfs
morðstilraun sína og er nú bandarískur
ríkisborgari. Hún er ein þeirra fáu, sem
sloppið hafa undan SMERSH — en hún
lifir enn í stöðugum ótta við hefndar-
aðgerðir.
Aðrir hafa ekkf verið jafnheppnir og
Kasenkina. Rússneskur hershöfðingi
flýði fyrir nokkru til Vestur-Þýzkalands
þegar hann uppgötvaði, að rússnesku
leyniþjónustunni líkaði ekki stjórnmála-
leg sjónarmið hans. Frá Vestur-Þýzka-
landi flaug hann til Washington og þar
sem hann nú áleit sig öruggan, veitti
hann bandarísku leyniþjónustunni ýms-
ar upplýsingar. Stuttu síðar fannst lík
hans með stórum áverkum rétt hjá hót-
elinu, þar sem hann bjó undir fölsku
nafni. Allt benti til þess að hann hefði
framið sjálfsmorð — en bandarísku
leyniþjónustuna grunar SMERSH.
Þegar Fidel Castro brauzt inn í Hav-
ana, höfuðborg Kúbu, og lokaþáttur bar-
áttunnar við Batista stóð sem hæst,
fannst lík kaffikaupmanns nokkurs í
klefa í aðalstöðvum lögreglunnar. Allir
gerðu ráð fyrir, að hann hefði verið eitt
af fórnardýrum lögreglu Batista — en
það var bandaríska leyniþjónustan, sem
komst að því, að hann hefði verið með-
limur í rússnesku leyniþjónustunni og
dvalizt á Kúpu í því augnamiði að taka
ljósmyndir af skjölum varðandi varnir
Panamaskurðarins. En Rússarnir munu
líka hafa haft einhverja hugmynd um
að hann veitti einnig bandarísku leyni-
FRÁ SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR
Er skilnaður óhjákvæmi-
legur?
Ég vona, að þú getir leyst
úr vandamáli, sem ég hef átt
við að stríða, en án nokkurs
árangurs enn. Ég er fædd 14.
júní 1924 klukkan 4:35 e. h.
Ég giftist manni, sem er fædd-
ur 2. nóvember 1923. Hann
fórst í bifreiðaslysi 1. janúar
1950. Litla stúlkan okkar
fæddist 24- desember 1945.
Ég giftist aftur 1953 manni,
sem fæddist 17. septmber 1925.
Okkur er mjög deilugjarnt.
Hann spilar fjárhættuspil,
drekkur og á mök við aðrar
konur, og borgar einfaldlega
ekki reikninga sína og skuld-
ir. Rukkarar eru tíðir gestir
á heimili okkar. Hann falsaði
jafnvel tekjuskattinn okkar og
nýlega sagði hann mér, að
bankinn sé í þann mund að
bjóða húsið upp.
Árið 1958 hitti ég mann,
sem olli því, að ég fór að hafa
áhuga á stjörnuspeki. Hann
er fæddur 24. september 1942,
um klukkan 1 eftir hád. Það
er svo margt, sem hægt er að
rannsaka og skilja í ljósi
stj örnuspekinnar.
En ég á enn 1 vandræðum
með Meyjarmerkis-eiginmann
minn. Við höfum ekki búið
saman í eitt ár, og allan þann
tíma hef ég vonazt til að hann
sneri til betri breytni. Ef ein-
hver breyting hefur átt sér
stað, þá er hún til hins verra.
Þar af leiðandi verð ég að
sækja um skilnað. Hann er
með stjörnuafstöður í Meyjar-
merkinu, sem virðast hafa tals-
vert að segja í sambandi við
sjálfselsku hans.
★
Ég þykist Þess fullviss, að
þú vitir að þú ert fædd með
sólina í Tvíburamerkinu,
þannig að líf þitt er stöðug-
um breytingum undirorpið. í
fæðingarkortinu þínu er Mán-
inn, veikur, í Vatnsberamerk-
inu, rétt hjá rísandanum. Rís-
andi Máni gefur ávallt til
kynna mjög breytilegt líferni,
enda þótt þú vildir setjast að
og eiga rólega lífdaga, mundi
það verða þér mjög örðugt.
Ef þú vildir leggja hart að
þér til að koma þessu í kring,
yrðir þú að breyta algjörlega
um verustað langt til vesturs,
þannig að Úranus færi út úr
fjói ða húsi fæðingarkorts þíns
og meira samræmi yrði í heim-
ilislífi þínu.
Þú varst hamingjusöm í
fyrsta hjónabandinu, vegna
þess að Máninn í fæðingar-
korti þínu var í sama merki
og Sól eiginmanns þíns. Þegar
þú giftist Meyjarmerkismanni
þá var Tunglið í fæðingarkorti
þínu í gagnafstöðu við Uranus
í hans korti og í vinkilafstöðu
við Sólina og Júpiter. Hér er
um að ræða hinar erfiðustu
plánetuafstöður.
Satúrn í fæðingarkorti þínu
er í þrenningarafstöðu við
Marz og gerir þetta þig sam-
vizkusama. Hann hefur Fæð-
ingarkort Marz í gagnafstöðu
við Tunglið, þannig að hann
er algjörlega samvizkulaus
hvað félagsskap við aðra á-
hrærir. Þagmælska hans við
þig hvað snertir ástandið í fjár
málunum, stafar frá samstöðu
Venusar og Saturnusar í
Sporðdrekamerkinu, í fjár-
málahúsi hans.
Að vissu leyti endurspeglar
bréf þitt hinn aldagamla
draum konunnar, að breyta
manninum. En breytingarnar
verða ávallt að koma frá ein-
staklingnum sjálfum. Ef eigin-
maður þinn var eins og þú
lýsir honum, fyrir giftinguna,
leikur mikill vafi á því, eins
og plánetuafstöðum þínum er
háttað, hvort breytingar gætu
átt sér stað núna. Engum
stjörnuspeking þykir gott að
ráðleggja skilnað. En þegar
tekið er tillit til breytts Tungls
fæðingarskorts þíns núna,
verður hann beint yfir Úran-
usi í Fiskamerkinu og myrkv-
ana 1960. Er því líklegt, að
skilnaður hafi átt sér stað þeg-
ar þetta fer í prentun.
Ég þykist þess fullviss, að
þú skiljir sökum lærdóms þíns
í stjörnuspeki, að eiginmaður
þinn á ekki heima í neinum
félagsskap. Og það er rétt, að
afstöðurnar í Meyjarmerkinu
gera hann eigingjarnan.
Láttu þessa reynslu þér að
kenningu verða. í fyllingu
tímans muntu aftur giftast. En
vertu samt fullviss þess áður
en svo er komið málum, að
plánetuafstöður maka þíns séu
í samræmi við þínar. Einnig
þú átt í stríði við hið hættu-
lega skilnaðarafstæði. Eina
leiðin til að sigrast á þessum á-
hrifum er að velja hinn rétta
félaga. Þegar þetta er mögu-
legt, skaltu yfirgefa fæðingar-
hérað þitt. Það hefur ekki
hvað minnsta þýðingu.
FÁLKINN
31