Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Síða 33

Fálkinn - 01.02.1961, Síða 33
Happdrættisvinningurinn - Frh. af bls. 27 lesa morgun'blöðin. Hann sat yfir árbítn- um og var að hugsa um dökkhærða, blá- eyga stúlku, sem nú mundi vera að taka saman dótið sitt og búa sig undir að heimsækja veika systur sína í Osló. Honum fannst ömurlegt að hún skyldi vera svona langt frá honum. En hún mundi koma aftur — hann mundi fá að sjá hana aftur. Hann óskaði að hann vissi hvenær ... Undir hádegið datt honum í hug, að kannski væri tækifæri til að sjá hana í svip áður en hún færi. Aðeins til þess að geta geymt andlit hennar betur í minni. Hann varð að ná í leigubíl niður að skipinu, og samt lá við að hann kæmi of seint. Hann skimaði eftir henni inn- an um vetrarklætt fólkið á þilfarinu, en sá hana hvergi. Hann stóð og beið þangað til skipið var komið úr augsýn. Honum fannst hann vera orðinn fátæk- ur, á einhvern óskiljanlegan hátt. En hann gat huggað sig við að hann sæi hana síðar. Vonaði, að ekki yrði mjög langt þangað til. Hann las morgunblöðin þegar hann kom heim. Þar stóð, að hundrað þúsund kr. vinningurinn hefði fallið á kvartseðla úti á landi. Hann lét rannsaka þetta og það kom á daginn, að þetta númer Mari- anne var ekki til. Hann ók út í gráu götuna og fór inn í gráa ganginn. En nafnið Schou var þar hvergi. — Svikahrappur! hugsaði hann með sér í bræði. Lúalegur svikahrappur. — Hvernig í ósköpunum gat ég ginið við þessari flugu? Hann vissi svarið. Hann þurfti ekki annað en loka augunum til að sjá hana í huganum. Litla, föla andlitið með bros- ið og bláu augun. Það voru ekki svik til í þeim augum — og samt hafði hún svikið út úr honum þúsund krónur. — Hann reyndi að hugsa um, hvernig hann hefði varið þessum peningum bet- ur, en þegar til kom fannst honum það ekki skipta neinu máli. Og hann varð að játa, að það voru ekki peningarnir, sem ollu gremju hans og gerðu honum raun, heldur var það tilhugsunin um, að þessi laglega stúlka, sem hann hafði orðið ástfanginn af á svipstundu, skyldi vera þjófur. Og að hann fengi aldrei að sjá hana framar. Hann var alls staðar með augun, að svipast eftir henni, þegar hann gekk um göturnar. Hann fékk sekt fyrir að aka gegnt rauðu ljósi einu sinni, er hann sá unga stúlku fyrir handan gatnamót- in. Það var ekki Marianne. Vitanlega hét hún ekki Marianne. Þegar hann var að tala í símann skrif- aði hann nafnið Marianne í sífellu á blaðið fyrir framan sig. Og strikaði það út. Tvívegis fór hann með járn- brautarlest heim til sín. En auðvitað var hún ekkj þar. Hann einsetti sér að reyna að gleyma Marianne. Og einmitt, þegar hann hafði einsett sér það í níunda sinn hitti hann hana aftur. Hún stóð fyrir utan dyrnar hjá hon- um eitt hversdagslegt miðvikudags- kvöld. Hún var í bláköflóttum sumar- kjól, og hún var ekki jafn föl og hún hafði verið í vor. Henni fór vel, að vera dálítið sólbökuð. — Komið þér sælir, sagði hún. — Ég er komin til að borga yður þúsund krón- urnar, sem þér lánuðuð mér í vetur. Ég hefði átt að vera búin að því fyrir löngu, en ég er nýkomin heim frá Osló — og ég vildi ekki senda peningana í pósti. Mér fannst ég verða að skila þeim sjálf — og þakka fyrir lánið. — Komið þér inn, sagði hann. Hann hafði einhvern tíma lesið, að sumir gætu haft vald á hjartaslögum sín- um. Indverjar — fakírar eða yogar, eða hvað það nú var. Hann reyndi að gera það núna. Nei, hann gat það ekki. — Gerið þér svo vel, sagði Marianne og rétti honum tíu hundrað krónu seðla. — Hvernig var að vera í Osló? spurði hann hæðnislega. Hún horfði á hann — dálítið hissa, og nú fór kvíðinn að koma fram í aug- unum. ■—- Hvernig . .. . ? Það var mjög skemmtilegt, sagði hún hikandi. — Syst- ir mín er orðin hress, og ég .... — Hættið þér þessu, sagði hann. — Það er óþarfi að búa til fleiri ævin- týri. Ég er upp úr þeim vaxinn. Ég er byrjaður á glæpasögunum. — Ó, sagði hún. Og honum sárnaði, er hann mundi hve mikið hún gat lagt í jafn lítið orð. — Fjársvik, sagði hann, — eru glæp- ur og varða við lög. — Hérna eru peningarnir yðar, sagði Marianne. Nú var hún reið líka. Aug- un voru ekki lengur blá, heldur svört. — Ég get ekki séð, að hér sé um fjár- svik að ræða. Þér lánuðuð mér þúsund krónur. Það var ekkert samið um hve- nær ég ætti að borga þær aftur. En ef það eru vextirnir .... þá .... Hún horfði á hann og nú sá hann gamla vonleysið í augum hennar, og allt í einu fylltust þau tárum. — Þér skuluð fá renturnar mjög bráðlega .... Hún gekk fram að dyrunum, en hann fór í veginn fyrir hana. — Þetta er allt gott og blessað, sagði hann og reyndi að halda reiðinni í skef j- um, en hún var nú sem betur fór farin að lækka í honum. — En mér finnst ég eiga kröfu á skýringu .... — Hana getið þér ekki fengið, sagði hún. — Það var illa ástatt fyrir mér og ég varð að grípa til örþrifaráða. Ég get fallizt á, að það hafi ekki ver- ið heiðarlegt gagnvart yður, en ég hafði ekkert ráðrúm til að hugsa um það þá .... og nú hafið þér fengið peningana .... Hún beygði sig og varð svo lítil, að hún gat smogið undir handlegginn á honum. Hann heyrði smellinn í hurð- inni áður en hann gat snúið sér við. Hann opnaði og hljóp út. Hún var kom- in spölkorn niður götuna. Honum hafði aldrei dottið í hug, að nokkur stúlka gæti hlaupið svona hratt á háum hælum. — Marianne! kallaði hann. — Mari- anne, komdu! Hún heyrði ekki til hans. Hún hljóp og hljóp. Og hann hljóp líka og þótti vænt um að hann skyldi vera skrefalengri en hún — og að hann var góður í lung- unum. Hann náði fljótt í hana, enda var farið að draga af henni. Líklega var hún orðin móð. — Marianne, sagði hann. — Ég .... það var dálitið, sem ég þurfti að spyrja þig um. Þú sagðir áðan, að þú hefðir ekki haft ráðrúm til að hugsa, — ég á við þetta, að þér hefði ekki farizt heiðarlega við mig. Hefur þú hugsað um það síðar? — Hvað kemur það málinu við? spurði hún. Henni var auðsjáanlega far- in að renna reiðin líka. — Af því að .... mér er talsvert áríðandi að vita það sagði hann. — Af persónulegum ástæðum. Hún horfði niður á tærnar á sér. Kinkaði svo kolli. — Ég hef varla getað hugsað um annað síðan, sagði hún. — En ég gat ekki náð í peningana fyrr en núna. Ég hef sparað og sparað, og mér fannst það ganga svo hræðilega seint .... — Það gerði ég líka, sagði hann. — Stundum gengur það grátlega seint að fá vinninginn sinn. Nú leit hún upp og hún hló. — Það kemur ekki mjög að sök, sagði hún. — Ég á við .... ef maður fær hann áður en lýkur. — Já, sagði hann. Og svo fór hann heim með vinn- inginn sinn. Hilmar Fos§ Löggiltur skjalþýðandi og dómtúlkur Hafnarstræti 11 . Sími 14824 . Rvík MriAtjáh (juÍlauqAMh hæstaréttarlögmaður. Hafnarstræti 11. — Sími 13400. Reykjavík. FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.