Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Page 4

Fálkinn - 15.02.1961, Page 4
MUIMIÐ GÖMLU dansana A LAUGARDAGS- OG SUNNUDAGS- KVÖLDUM OG ' N * Skemmtið BINGOIÐ ykkur þar sem Á FIMMTUDAGSKVÖLDUM fjörið er mest BREIÐFIRÐINGABIJD Hilmar Fo§s Löggiltur skjalþýðandi og dómtúlkur Hafnarstræti 11 . Sími 14824 . Rvík Hrtitjáh (juilaugáAch hæstaréttarlögmaður. Hafnarstræti 11. — Sími 13400. Reykjavík. GISLAVED hjoibarðar fyrlrliggjandi 750 x 20 »25 x 20 900 x 20 1000 x 20 1100 x 20 BÍLABÚÐ SÍS Hringbraut 119 - Símar 15099 og 19600 c LEIKLA.RINN heimsfrægi, Maurice Chevalier, hefur margt sér til ágætis. Eitt af því er sparsemij sem slagar hátt upp í hina dæmalausu skozku dyggð. Nýlega sagði hann stoltur við einn af vinum sínum: —- Ég er nú kominn hátt á sextugsaldur, en samt fæ ég enn þá glóandi ástarbréf frá ókunnum aðdáendum mínum. — Hm, og svarar þú svoleiðis bréfum? — Að sjálfsögðu, sagði Maurice Chevalier, — ja, það er að segja, ef viðkomandi hefur verið svo skynsamur að senda með frímerki á svarbréfið! Fyrst minnzt er á Maurice Chavalier, má ekki láta hjá líða að segja frá snjallri setn- ingu, sem höfð er eftir honum um þessar mundir. Setningin er um kvenfólkið nú á dögum og hljóðar svo: — Þetta blessað nútímakvenfólk er eins og hverjar aðrar brúður. Eini munurinn er, að þær segja ekki „mamma“, þótt maður þrýsti á þær! RAINIER fursti hefur feng- ið í þjónustu sína fjöldann allan af tæknimenntuðum mönnum og verkefnið, sem þeir eiga að vinna, er að setja upp geysivoldugt radartæki í gömlu Grimaldi-höllina í Monaco. — Ég geri þetta ekki svo mjög vegna stríðshættu eða þess konar, held- ur frekar til þess að fá aðvörun áður en óvel- komna gesti bera að garði, útskýrir furstinn. Það skyldi þó ekki vera Onassis, sem hann er að hugsa um? f MEST selda hljómplatan í Róm fyrir síðustu | ' jól var úrval af ræðum Mussolinis. Mestar vinsældir hlýtur ræðan, sem hann flutti af svölum Palazzo, þar sem hann skoraði á Frakk- land og England í stríð. Líklegt má telja, að það séu mestmegnis nýfasistar, sem kaupi þessa metsöluplötu og þess vegna engin furða, þótt ráðamenn kalli þetta fyrirbrigði „algjört hneyksli". Einn aðili er þó ánægður með hina gífur- legu sölu plötunnar. Það er fjölskylda Musso- linis, sem fær 15% af sölunni. DANSKA skáldkonan Karen Blixen sagði fyrir nokkru setningu í viðtali, sem fleyg hefur orðið og birzt í blöð- um um alla Evrópu. Setning- in var á þessa leið: — Guð skapaði manninn á undan konunni, á sama hátt og ég pára niður uppkast að sögu, áður en ég byrja að skrifa t!l3M hana.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.