Fálkinn - 15.02.1961, Qupperneq 5
a'ð yfir 100.000 Ástralíubúar
eru meðlimir í „Kaffiski-
klúbbnum?
Sjórinn er hlýr við strend-
urnar enda er sund iðkað
meir í Ástralíu en í flestum
löndum öðrum. En þarna er
líka mikið af fiski, svo að
það hefur tíðkazt lengi að
kafa eftir honum.
Þeir, sem ekki nota súr-
efni, eins og froskmennirnir,
geta varla verið lengur en 20
sekúndur í kafi, en samt ná
þeir oftast nær í fisk í hvert
skipti sem þeir stinga sér.
Oftast er fiskurinn 10—15
kíló, en við norðurströndina
kemur það fyrir að 300 kílóa
fiskar veiðast. Eru þeir skutl-
aðir.
★
að þér getið sofið 8 tíma
svefn á einum klukkutíma?
Með sérstakri meðferð má
láta klukkutíma svefn gefa
eins mikla hvíld og átta tíma
svefn undir venjulegum
kringumstæðum. Fyrst er
bakið nuddað góða stund og
svo er maður látinn anda að
sér hreinu súrefni gegnum
grímu. Súrefnið fer sam-
stundis út í blóðið og þá
hreinsar það úrgangsefni lík-
amans miklu fljótar en ella.
Eftir 45 mínútna svefn er
maðurinn útsofin.
★ Ungverjar hafa alltaf
haldið því fram, að Attila
Húnakonugur sé grafinn í
Ungverjalandi, en hafa til
þessa ekki haft beinar sann-
anir fyrir því.
Við uppgröft fannst nýlega
beinagrind, sem jafnvel ef-
unarsamir vísindamenn töldu
líklegt að væri úr Attila
gamla. Til vonar og vara
voru beinin samt send til
Moskvu og mannfræðistofn-
unin þar beðin um að rann-
saka þau.
Eftir nokkra bið barst
skeyti frá Moskva:
— Jú, þetta er Attila.
Hann hefur meðgengið!
★ ,,Ef við rekum hleypi-
dóma okkar á dyr, munu þeir
koma aftur inn um glugg-
ana“. Friðrik mikli.
★ Spönsk hjón sóttu um
skilnað. En vegna ýmislegs
skyldleika og annars, varð
erindi þeirra að fara til um-
sagnar til ýmissa opinberra
stofnana, áður en skilnaður-
inn fengist. Loks eftir 26 ár
kom tilkynning um; að skiln-
aðurinn væri veittur. En þá
hafði samkomulagið batnað
svo milli hjónanna, m. a. fyr-
ir það hve sammála þau voru
um, að yfirvöldin væru örg-
ustu slóðar, að þau voru orð-
in alveg afhuga því að skilja.
Og nú er beiðni þeirra um
að fá að vera saman áfram
/
einhvers staðar á leiðinni
um opinberu skrifstofurnar.
Ef til vill fá þau svarið í
gullbrúðkaupsgjöf, ef um
gullbrúðkaup verður hægt
að tala, þar sem þau hafa þá
lifað í „hneykslanlegri sam-
búð“ í áratugi! Það er víðar
seinagangur hjá hinu opin-
bera en hér á landi.
★
★ Gárungarnir í Banda-
ríkjunum segja, að Eisen-
hower komi til með að sakna
forsetastólsins. Hann var svo
góð hvíld eftir allt golfið!
— 1871 urðu sögufrægir sam-
fundir tveggja hvítra manna
suður í Ujiji í Afríku, milli
Moero og Bangveolovatna.
Þar hittust þeir skozki land-
könnuðurinn David Living-
stone og blaðamaðurinn
Henry Morton Stanley. Liv-
ingstone hafði starfað í Af-
ríku sem trúboði en fór svo
að kanna ókunna stigu, sem
enginn hvítur maður hafði
séð áður. Á leiðinni að suður-
enda Tanganjikavatns hvarf
hann algerlega. Árið 1868
komst hann í land svert-
ingjahöfðingjans Kazemba,
en rataði þar í miklar raunir.
Ferðaútbúnaði hans var stol-
ið og förunautar hans ýmist
dóu eða struku. Eftir að bréf
höfðu borizt frá honum 1869
hættu að berast fregnir af
honum. En þá var það sem
stórblaðið New York Herald
gerði Stanley út í dauðaleit-
ina.
1808 gerði tékkneski lista-
maðurinn Degen eina af til-
raunum sínum til að fljúga
með tæki, sem hann hafði
smíðað sjálfur. Hann lagði
upp af aðaltorginu í Praha,
klæddur bláu fötum en með
rauða vængi. En flugtækið
var loftbelgur, sem hann gat
hækkað með því að fleygja
út ballest. Og svo baðaði
hann út vængjunum til þess
að komast leiðar sinnar. —
Það varð ekkert Atlantshafs-
flug úr því.