Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 6
I SKOTHRID YFIR EYJfl Flesta unga drengi dreymir um að verða flugmenn, flugmenn, sem lenda í ótal æfintýrum, svífa um loftin blá á silfurvængjum og bjóða erfiðleikunum birginn, en fara loks með sigur af hólmi. Draumar margra þessara drengja hafa rætzt. Aðrir sneru sér að öðrum við- fangsefnum, en aðeins fáir sáu drauma sína rætast á þann hátt, sem hugur ungs drengs gat glæstast hugsað sér. Einn þeirra manna og sem jafnframt hefur getið sér ódauðlegs orðstírs í ís- lenzkri flugsögu, er Jóhannes R. Snorra- son, yfirflugstjóri Flugfélags íslands. Strax á bernskuárum heima á Flat- eyri við Önundarfjörð, var hann ákveð- inn hvert lífsstarf hans skyldi verða og, er hann fluttist með foreldrum sínum til Akureyrar tólf ára gamall, var hann ennþá ákveðinn. Árið 1937 er merkisár í íslenzkri flugsögu. Þá var Flugfélag Akureyrar núverandi Flugfélag íslands stofnað. — Ég gekk í Svifflugfélag Akureyrar árið 1936, sama árið og það var stofnað, segir Jóhannes. Við byrjuðum á því að smíða renniflugu, Grunau 9. Að því loknu hófst flugið. Þetta voru stórkost- Á myndinni til vinstri eru taliS frá vinstri: Örn Ó. Johnsson, Dr. Lauge Koch og Jóhannes R. Snorrason. Myndin er tekin í ferðinni til Faxavatns, sem sagt er frá í viðtalinu. — Til hœgri: Jóhannes við Katalínaflugvélina Ský- faxa í Meistaravík. legir tímar fyrir okkur í Svifflugfélag- inu, enda þótt mörgum ráðsettari borg- urum þætti nóg um. Á þessa Grunau 9 tók ég A, B og C próf, rétt yfir Matthíasarkirkju. — En þetta var rennifluga, gekk vel að halda henni lengi á lofti? — Já, maður lifandi, í austanáttinni svifum við yfir brekkubrúninni. Þar var feiknarlegt uppstreymi. — Var mikill áhugi fyrir flugi á Ak- ureyri þá? — Örugglega. Það gekk svo langt, að strákarnir smíðuðu flugvélalíkön í görðunum heima hjá sér, settu vængi á sleða o. fl. Margir flugmenn Svifflug- félagsins eru nú starfandi flugmenn hér. ÚT VIL EK .... — En ég var staðráðinn í því að verða flugmaður, og þá var ekki um annað að velja en að fara utan. Utanríkisráðuneytið kannaði málið, og mér stóð til boða að komast á flugskóla danska flughersins. En það kostaði pen- inga, meira að segja mikla peninga, og þá átti ég ekki til. Þetta var vorið 1938. Maður gekk með þetta í maganum, en sá engin ráð. Svo skall stríðið á. Ég var einn þriggja Islendinga, sem sótti um upptöku í R.A.F., konunglega brezka flugherinn. Hinir voru Magnús Guðmundsson og Þorsteinn Jónsson. Arthur Gook skrif- aði okkur og við vorum fullir af áhuga. En svo kom neikvætt svar. Við vildum þó ekki gefast upp við svo búið og endurnýjuðum umsóknirnar, en allt kom fyrir ekki, og við fengum aftur neikvætt svar. Ástæðan var sú, að við vorum ekki ríkisborgarar lands í brezka samveldinu. TIL KANADA. — Þegar sýnt var, að ekkert væri eigandi við Bretann, hófst athugun á öðrum möguleikum, og vorið 1941 sigld- um við fjórir vestur um haf. Samferða- menn mínir voru Kristinn Olsen, Kjart- an Guðbrandsson og Sigurður Ólafsson. Við fórum með Eddu Eimskipafélags Reykjavíkur, og vorum tíu daga á leið- inni til New York. Tilviljun réði því, að ég fékk flug- far frá Akureyri til Reykjavíkur dag- inn sem Edda lét úr höfn. Annars hefði ég farið með næsta skipi sama félags, Heklu, en því var sökkt á leiðinni. Nokkrir áhafnarinnar komust af eftir mikla hrakninga. Er til New York kom, tókum við fjór- menningarnir okkur fari með Grey- hound langferðabíl og fórum í einum áfanga alla leið til Winnipeg. Þar tók Konni Jóhannesson flugkennari á móti okkur. Konni hafði stóran flugskóla á aðalflugvelli borgarinnar, en þar sem ekki var mikið um flug' þangað miðað við það, sem nú er, var gott næði til æfinga. Við byrjuðum á bóklegum fræð- um og brátt tók flugið við. Konni, sem er frægur flugmaður úr heimsstyrjöld- inni fyrri, er brautryðjandi flugs í Mið- Kanada. Hann hefur auk þess látið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.