Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Síða 10

Fálkinn - 15.02.1961, Síða 10
Hér heldur áfram frásögn greifans, sem barðist með báðum aðilum ÆVINTÝRALÍF Á ÍTALÍU Myndin hér að neðan sýnir okkur nokkurn hluta Trautmansdorffhaliar- innar í Vínarborg. Þar fyrir neðan getur að líta svipmynd frá ítölsku víg- stöðvunum síðasta stríðsárið. Palais Trauttmannsdorff er ein elzta höllin í gömlu Vínarborg. Höllin er orðin svo fornfáleg að fjölskylda mín getur ekki með nokkru móti losnað við hana. Þar morar allt í rottum og jafnvel útveggirnir grotna niður. En við losnum ekki við höllina við getum ekki selt lóðina og haft peninga upp úr henni fyrir bílageymslur, vegna þess að byggingin er friðuð. Reynið að ímynda yður mig eins og ég var nóttina sem ég kom út úr braut- arlestinni í Wien, á yfirborðinu sem hetja frá Stalingrad, en í rauninni lið- hlaupi, þrammandi með pokann á bak- inu gegnum Wien að Trauttmannshöll- inni, en þar voru foreldrar mínir að syrgja látinn son sinn, vissi ég. Það hafði verið auglýst, að mín væri saknað á vígstöðvunum. Og foreldrar mínir hlutu að frétta það sem allir for- eldrar fréttu, þrátt fyrir að reynt var að leyna öllum fréttum frá vígstöðvun- um, um að úrsvalsher 3. ríkisins hefði verið upprættur í snjónum við Stalin- grad. Að herdeild mín hafði verið af- máð. Aðeins 26 voru eftir af henni. Ég gekk gegnum fyrsta forgarð hall- arinnar og hrærðist, er ég sá að allt var eins og ég mundi frá barnæsku. Hesthúsin, þjónabústaðurinn og innri hallargarðurinn fyrir framan mig. Ég rölti upp breiðan stigann að einka- íbúðinni okkar. Þarna var móðir mín. Dálítið eldri, en jafnfalleg og blíð og áður. Hún var sorgmædd. Hún hafði ekki þorað, fremur en aðrir í fjölskyld- unni, að vona að ég væri lifandi. Ég kyssti hana ákaft, og nú kom hitt heimilisfólkið að. Stofan fylltist af frændfólki. Norbert risinn upp frá dauðum! Nú fannst mér vígvöllurinn frá Stalingrad óralangt burtu, þarna sem ég sat í saln- um með gömlu listaverkunum á veggj- unum og eldinn snarkandi á arninum. Þetta var ógleymanleg heimkoma. Haf- ið þið nokkurn tíma komið heim til ykkar eftir að allir héldu að þið vær- uð dauðir? Ég hafði leyfi fjórar vikur og gat gert margt. En það mikilsverðasta var að geta talað ítarlega við föður sinn. Stofan hans var einkennileg. í gamla daga, þegar fjölskyldan okkar átti 27 þúsund hektara lands og 22 hallir, var hann talinn frábær veiðimaður og flest- um fróðari um allt, sem snerti dýra- veiðar. Þarna kringum okkur voru minj. ar frá veiðiferðum. Og hann gat sagt upp á dag hvenær hver hjörtur eða villi- svín hefði verið lagt að velli. i ÞEGAR PABBI BJARGAÐI KEISARAFÓLKINU. En þetta kvöld var hann mjög alvar- legur. Hann hafði verið eins og annar maður alla tíð síðan hann hjálpaði fólki úr austurrísku keisarafjölskyldunni — Felix, hinum unga erkihertoga og syst- ur hans — til að komast undan naz- istum, er þeir æddu inn í Austurríki. Hann þóttist viss um að verða líflátinn af nazistum. Faðir minn var einn af hugrökkustu og beztu mönnunum, sem ég hef vitað á þessari jörð. Það var eitthvað í svip hans og framgöngu, sem vakti hatur hinna auðvirðilegu slátrara í nazistaflokknum. Líklega það, að hann var aðalsmaður fram í fingurgóma. Kvöldið, sem hann bjargaði erkiher- toganum hafði hann verið fljótur að taka ákvörðun. Hann setti bara upp hattinn, hringdi á bílinn og ók eins og hann ætt.i lífið að leysa til Wiener-Neustadt- herskólans og sótti erkihertogann og systur hans og kom þeim á öruggan stað fyrir handan landamæri Ungverja- lands. Hann var seint á ferð og Þjóðverjar höfðu sett vörð við landamærin. En hann skeytti ekkert um varðmennina t og bóman á veginum mölbrotnaði, er ameríski Fordinn hans föður míns ók á hana. Svo skilaði hann systkinunum af sér og ók sömu leið til baka. Eins P og vænta mátti, tók Gestapó hann fast- an. Það var ekkert notalegt, en faðir minn átti svo marga hauka í horni, að ekki þótti þorandi að stúta honum, að- eins stuttu eftir innlimuniaa. En ég er alveg viss um, að eina ástæðan til þess að hann var látinn laus fljótlega, var sú, að hann hafði verið kammer- herra hjá páfanum. Nazistar vildu ó- gjarnan móðga páfann um þær mundir. Ég segi frá þessu svo að lesandinn viti hvers konar maður það var, sem sneri sér að mér þetta kvöld, er við sátum einir í stofunni hans, og sagði: — Þú átt ekki að berjast fyrir Þjóð- verja lengur, drengur minn! Ég verð að játa, að ég varð hissa.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.