Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Side 12

Fálkinn - 15.02.1961, Side 12
u o u ALLT VAR GOTT í litla bænum. Fólk- ið var vingjarnlegt, göturnar dálítið þröngar, en hreinar og yfirfullt af blóm. um og ávöxtum í litlum og stórum görð- um. Bærinn átti sér líka sína AÐAL- GÖTIJ, eins og allir fallegir bæir í heim- inum eiga, og hann átti einnig tvær kirkjur, — önnur var gömul, en hin rétt að segja ný. Og auk þess var þarna frí- kirkja, Góðtemplarahús, alþýðuhús, toll- póststofa, raðhús, pósthús, banki og svo framvegis. Þetta var vaxandi framtíð- arbær með mörgum bústnum börnum og góðum skólum. í þessum bæ bjuggu Selma og Lassi eins og tvær turtildúfur í hvítu og fallegu húsi með stórum garði.Lars varvel stæð- ur. Hann hafði vel launaða stöðu, fór á skrifstofuna á hverjum morgni og kom heim á slaginu klukkan fjögur til kvöld- verðar, kyssti hana Selmu sína, borðaði og hvíldi sig til kvölds. í frítímunum sat hann ef til vill dálítið í einkaskrif- stofunni sinni eða vann í garðinum eða málaði þakið eða . .. Og Selma var sæt og góð og elskaði hann Lassa sinn meira en nokkuð annað og hún hafði elskað hann frá því að hún var kornung stúlka. 12 Hún hafði grátið mikið, þegar hún fékk hann átján ára gömul. Hann var svo fínn og virðulegur maður og var af góðu fólki kominn, miklu betra fólki en hennar fólk var, — að minnsta kosti í augum litla bæjarins. Hún lagaði indælis mat, hélt húsinu hreinu, svo að það var eins og mynstur og sjálf var hún alltaf við öll tækifæri vel og smekklega klædd — með tandurhreina svuntu, þeg- ar hún vann við húsverkin. Og hún var hagsýn eins og hann, svo að eignir þeirra uxu smám saman. Eftir tíu ára hjónaband án rifrildis töluðu þau enn barnamál sín á milli: — Ertað goma, lilli minn, hrópaði Selma. — Sippohoj, hér er ég. Sérru mig ekki, hrópaði Lassi og faldi sig bak við dyrnar. — Vill lillinn ekki namma í dag, kall- aði Selma. — Nú gem ég og tek þig, kallaði Lassi. Síðan hlupu þau þvert yfir her- bergið ... Ekki svo mikið sem skýhnoðra dró upp á ljósbláan himin hamingju þeirra. Jú^ einn (það þarf alltaf að vera eitt- hvað). Þau áttu engin börn. — Það hlýtur að vera guðs vilji, sagði móðir Selmu. —• Já, það er að minnsta kosti ekki minn vilji, sagði Selma. Ég geri það sem ég get, en ekkert gengur. — Hvað er að heyra þetta, sagði móð- irin. — Þú átt sjö. Ég vildi óska að ég ætti jafn mörg og að allur bærinn væri fullur af barnavögnum með litlum sæt- um börnum í, sagði Selma. Selma þaut út að glugganum í hvert skipti, sem barnavagni var ekið fram- hjá, og stór tár flóðu niður kinnar henni í hvert skipti sem hún frétti, að von væri á nýjum einstaklingi í litla bæn- um. Það gerðist alltítt nú orðið, bæði í hjónabandi og utan, kannski öllu meir hið síðarnefnda. Eins og móðir Selmu sagði: Ja, hvílíkir tímar! Lassi tók þessu öllu með hinni mestu ró. Smátt og smátt hafði hann orðið latur og værukær og var farinn að fitna bæði á skrokkinn og í andlitinu. Hann naut þess að borða allan góða matinn, sem Selma lagaði, — hann svaf eins og steinn á hverri nóttu, alltof vel og alltof lengi, að því er Selmu fannst. En hún þorði ekki að hafa orð á því við hann. Henni var ljóst, að það var margt, sem hún gat verið þakklátt fyrir og friðn- um vildi hún ekki spilla. Dag nokkurn kom hann óvart að henni, þar sem hún stóð við gluggann, horfði á barnavagn og vatnaði músum. — Mín elskulega vina, sagði hann. Komdu inn. Við skulum tala saman. Hún greip í handlegginn á honum, snökti og fylgdist með honum. — Hvað eigum við svo sem að tala um, sagði hún. Það gagnar ekkert að tala. Það verður ekkert barn úr því. — Svona, svona, sagði hann og klapp* aði henni á kinnina. — Hlustaðu nú á FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.