Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 15

Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 15
ÓLAFUR í Seli kom til prestsins og bað hann um að skíra fjórtánda barn- ið sitt. Presturinn spurði eftir nafn- inu, skrifaði það með pompi og pragt í sálnaregistrið, en stundi síðan þung- an. — Ójá, Ólafur minn: Ekki get ég nú neitað því, að mér finnst stundum misskipt gæðunum í henni veröld. Nú hafið þið eignazt fjórtán efnileg börn, konan þín og þú, en konan mín og ég höfum ekkert barn eignazt, þótt við höfum beðið guð þess árum sam- an. Ólafur glotti við tönn og svaraði: — Ég get nú trúað yður fyrir því, prestur minn, að það þarf dálítið meira en bænirnar til þess ... ★ ÞAU áttu heima uppi í afdölum, gömlu hjónin, enda voru þau bæði orðin svolítið rugluð í kollinum. Eitt sinn bar svo við, að karlinn varð fár- veikur, og kerlingin gerði lækninum orð þegar í stað. Hann kom að vörmu spori, en þegar hann fór fékk hann kerlingunni öskju með dufti. — Þetta er meinsterkt, sagði hann, — blátt áfram eitur. Kúfuð matskeið er nóg til þess að drepa mann. Þú skalt gefa honum sem svarar því, sem þú getur komið fyrir á tíeyring einu sinni á dag, Kerlingin lofaði því. En svo dó karlinn, og þegar læknirinn hitti kerlu næst, spurði hann: — Gerðirðu nú eins og ég sagði þér? ■— Hvort ég gerði, svaraði kerling- in. — En það vildi svo illa til, að ég átti engan tíeyring, svo að ég skammt- aði honum á tvo fimmeyringa i stað- inn! ★ ÞAÐ var ekki ofsögum sagt af söfn- uði nýja prestsins. Þetta voru heið- ingjar upp til hópa, sem steinsváfu í kirkjunni, eða notuðu næðið til þess að hugsa náunganum nýjar brellur. Enn einu sinni hóf presturinn upp raust sína í stólnum á sunnudegi og byrjaði eina af sínum alhjartnæm- ustu ræðum. Aftarlega í kirkjunni tók hann eftir gamalli konu. Honum hlýnaði um hjartaræturnar. Hann sá ekki betur en hún táraðist. Mikið var. Hann hafði þá ekki til einskis setið uppi tvær nætur í röð og samið ræð- una. Að messu lokinni gat hann ekki stillt sig um að ná tali af þessum eina hvíta sauð í hjörðinni. Hann varð að þakka henni fyrir undirtekt- irnar og fræða hana nánar um vegi drottins. Gamla konan sagði og þurrk- aði sér um augun: — Ég get nú ekki sagt, að það hafi beinlínis verið ræðan, sem hreif mig svona. En þegar þér gengjuð upp í prédikunarstólinn, prestur minn, þá minntuð þér mig allt í einu á gamlan sauð, sem ég missti úr bráðapestinni í hitteðfyrra. Hann var einmitt svart- ur með svona hvítan kraga um háls- inn! ★ PÉTUR var piparsveinn og hafði gaman af að fá sér í staupinu svona öðru hverju og þá gjarnan dálítið hraustlega. En þá varð hann fyrir því óláni, að fá sér ráðskonu og hún var varla stigin inn fyrir dyrnar, þegar hún hafði dregið Pétur aumingjann í stúku til Freymóðs og Gunnars Dal. Nokkru síðar gekk heiftug háls- bólga um bæinn og Pétur lagðist í rúmið og 'var sóttur til hans læknir. Hann gaf honum það einfalda ráð, að drekka heitt rommtoddý tvisvar sinn- um á dag. — Jamm, mikil ósköp, ekki efast ég um að þetta sé snilldarráð, sagði Pétur auminginn. -—- En það vill svo illa til, að við ráðskonan erum í sömu stúkunni. Það er þess vegna vand- kvæðum bundið að biðja hana um heitt vatn í toddýið. — Þú biður hana bara um heitt vatn til þess að raka þig, stakk lækn- irinn upp á. Það hýrnaði brúnin á Pétri. Þetta fannst honum þjóðráð. Nokkru seinna símaði læknirinn til þess að spyrjast fyrir um, hvernig Pétri heilsaðist. Ráðskonan varð fyrir svörum í símanum: — O, hann er mesti vesalingur. Inflúensan er nú farin úr honum fyr- ir nokkru, en þá tók ekki betra við: Ég held hann sé orðinn geðveikur. Hann rakar sig uppundir tiu sinnum á dag! ★ ÞAÐ eru margar sögur sagðar af smygli og hér kemur ein: Tollvörðurinn stóð á bryggjunni og honum hafði verið uppálagt að líta rækilega eftir því að enginn smyglaði neinu úr skipinu. Eftir skamma hríð kemur maður niður landganginn og ekur hjólbör- um, sem eru hlaðnar spónull. Toll- vörðurinn athugaði gaumgæfilega hvort ekki leyndist eitthvað fleira í hjólbörunum, en gat ekki fundið neitt. Nokkrum mínútum síðar kom sami maður aftur niður landgöngubrúna. Og ók sömu hjólbörunum. Og enn var spónull á. Tollvörðurinn athug- aði og maðurinn brosti gleitt. Ekkert athughvert. Þetta gerðist tíu sinnum hvað eftir annað, en aldrei fann tollvörðurinn neitt athugavert undir spónullinni. Um kvöldið kom tollvörðurinn inn á kaffihús og þar sat hjólbörumað- urinn. Tollvörðurinn vék sér að hon- um og sagðist vera viss um, að hann hefði smyglað einhverju í land. — Nú er ég ekki á verði, og þess vegna er þér óhætt að segja mér það. Ég lofa að gera ekki neitt í mál- inu. Maðurinn brosti í kampinn og svaraði: — Ég smyglaði tíu hjólbörum. ★ Lauritz Melchior, hinn frægi bassa- söngvari, hefur sagt svo frá: — Þegar ég var að brjótast í að læra að syngja, bjó ég i litlu og hrör- legu greiðasöluhúsi í Múnchen. Dag nokkurn sat ég úti í garði og var að burðast við að læra texta að nýrri óperu. Um leið og ég söng þessi orð: — Komdu til mín, ástin mín, á vængjum ljóssins ...., sá ég ein- hvern skugga og heyrði um leið þrusk í sömu andránni sá ég litla, fallega stúlku, sem hafði komið svífandi of- an úr háloftunum. Þetta var María Hacker, smávaxin leikkona frá Bayern. Hún hafði stokk- ið út úr flugvél til þess að láta kvik- mynda sig við það tækifæri, og nú lenti hún bókstaflega í fanginu á mér. Það var hún. Þá hélt ég, að mér hefði verið send hún frá himnum. Og sveimér þá: ég held það enn! FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.