Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Síða 18

Fálkinn - 15.02.1961, Síða 18
,MEGUM EKKI KEYRA í HÓP ÆSKUFÓLK! Tómstundaiðjan er hafin að nýju. Þannig var byrjun á auglýsingu, sem birtist fyrir skömmu í dagblöðun- um. Og við lásum áfram og rákumst á eftirfarandi: Golfskál- inn Vélhjólaklúbburinn Elding, miðvikudag. Og næsta miðvikudag mætti fréttamaður Fálkans í Golf- skálanum. Er komið var að húsinu gaf fyrst að líta renni- Sagt frá Keimsókn í vélhjólakliibbinn E L DIN G U sem heldur fundi vikulega í Golfskálanum í Rvík legan lögreglubíl og þegar komið var fyrir hornið sást hópur i af skellinöðrum. Hér hlaut vélhjólaklúbburinn Elding að vera saman kominn. Inni sátu 26 drengir á aldrinum 14—15 ára, flestir hverjir. Það var verið að ljúka við að sýna kvikmynd, er fréttamað- r urinn knúði dyra og auðvitað varð svolítil truflun, er frétta- maðurinn bar upp erindi sitt. Þarna voru leiðbeinendur Jón Pálsson og Sigurður Ágústs- son lögregluþjónn. Sigurður hefur kennt drengjunum um- ferðarreglurnar og farið með þeim í ferðir um bæinn og ver- ið þeim innanhandar á ýmsan hátt. Þarna var einnig drengur að nafni Símon Kjærnested og er sá formaður klúbbsins. Eftirfarandi samtal er við hann og aðra, sem lögðu orð í belg. — Hvað eruð þið margir í klúbbnum? — Um 40 strákar á aldrinum 13—17 ára. — Hvað gerið þið? — Við komum hér saman á miðvikudagskvöldum. Hér eru kenndar umferðarreglurnar, svo kemur hingað maður, sem kennir okkur um vélarnar. í sumar ætlum við í ferðalög, að- allega upp í Rauðhóla, því þar erum við búnir að fá land. 18 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.