Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Page 21

Fálkinn - 15.02.1961, Page 21
Kata leit undan og svaraði: — Já, það hafa þau gert. Helga greip í handlegginn á henni: — Trúðu engu, sem þau segja, Kata! Hvað sem skeð hefði, mundi Frank heldur hafa dáið en að svíkja land sitt. Það veiztu bezt sjálf. Og hún bætti við, lágróma: — Og það getur hugsazt, að hann sé dáinn, — það er ekkert ósenni- legt, að hann sé dáinn. Kata hafði snúið sér að henni og sagt angistarfull: — Æ, Helga, ef þú veizt eitthvað, þá verður þú að segja mér það! En Helga hafði hrist höfuðið: — Ég veit ekkert! Svo kom undursamlega blítt bros á andlitið á henni og hún bætti við: -—• En ég þekkti Frank vel um nokkurt skeið. — — Eftir nokkra stund var létta hjalinu lokið. Þau sátu þegjandi og nög- uðu hvort um sig sín kjúklingabein. Loks leit Kata á hann og sagði: —• Adrian, var það satt, sem þú sagð- ir um Frank þarna heima hjá Dennison forðum? Hann varð niðurlútur. — Það var sumpart satt. Það er að minnsta kosti það, sem ég vil að þú trúir, og það sem þú í augnablikinu .... verður að trúa. — En hvernig á ég að trúa, að Frank sé landráðamaður? Ég þekkti hann út og inn, Adrian. Ég er systir hans, og veit, að hann hefði aldrei getað gert þetta. Adrian svaraði ekki beinlínis. í stað- inn sagði hann: — En þú sást sjálf hve breyttur hann var síðustu mánuðina í Englandi. — Já, ég gerði það, en það geta verið aðrar ástæður til þess. Það gátu verið persónulegar ástæður eingöngu. — Já, sagði hann. — Það er mögu- legt, Kata. En ég vissi, að honum var þetta ekki sjálfrátt. Það var þess vegna sem ég bað þig um að hindra að hann færi hingað. — Ég óska að ég hefði getað það! sagði hún áköf. — Þess óska ég líka, Kata, sagði hann hljóðlega, og svo varð þögn aftur. Kjúklingurinn varð kaldur á diskin- um hennar. — Hverig er sambandi þínu við Wil- liams háttað? spurði hann allt í einu upp úr þurru. Kata svaraði hikandi: — Við erum mjög góðir vinir, og það er ágætt að vinna með honum, hann er alltaf vin- gjarnlegur og nærgætinn. Síðustu vik- una hefur hann unnið dag og nótt, en hann er aldrei svo þreyttur, að hann muni ekki, að ég get verið þreytt líka, og hann sér alltaf um að ég fái nægi- legan hvíldartíma. Hann kinkaði kolli. Svo horfði hann beint á hana. — Segðu mér — treystir þú honum að fullu og öllu, Kata? Hún starði á hann. — Ég skil ekki hvað þú átt við, Adrian. Vitanlega Framh. | i ■ ’■ 1 1, 4 Lis, : ' lÍlll! STJÖRNUSPÁIN Hrútsmerkii: Þér hafið verið dálítið bitur út í lifið og tilveruna að und- anförnu og raunar haft ástæðu til þess. Sitthvað hefur geng- ið á afturfótunum, en takið það ekki of nærri yður. — Hins vegar mætti benda á, að þér eigið engu síður sök á ógæfunni en sá, sem þér áfellist. mest. Nautsmerkið: Það er ekki ofmælt, að glatt hefur verið á hjalla í lifi yðar að undanförnu, en nú er framundan róleg og viðburðarlítil vika. Það væri ef til vill ráð að líta í kringum sig og gæta að, hvort eitthvað hefur ekki verið vanrækt, meðan gleðin stóð sem hæst.. Tvíburamerkið: Atburðir þessarar viku gerast allir á sviði einkalífsins. Þér kynnizt mörgu nýju fólki, — fólki, sem yður geðjast ekki allskostar að í fyrstu, en lærið betur að meta síðar. Ungt fólk lifir spennandi og rómantísk augnablik seinni hluta vik- unnar. Krabbamerkið: Þetta verður góð vika og vika glæstra tækifæra. Gætið bess þó vel að spenna ekki bogann of hátt, svo að allt fari vel og giftusamlega. Á laugardag fáið þér fréttir, sem gera það að verkum, að þér stanzið andartak og litið yfir farinn veg. Þá uppgötvið þér ýmislegt, sem er vissulega athyglisvert. Ljónsmerkið: í>ér hafið í huga að vinna mikil stórvirki á næstunni, en verið ekki of bráðlátur og leggið ekki alltof mikið á yður. Það vill reynast bezt að flýta sér hægt og fara að öllu með gát, því að Róm var ekki byggð á einum degi. Jómfrúarmerkið: Vikan einkennist af meðlæti og gleðilegum tíðindum og þér njótið þess í ríkum mæli að vel hefur verið unnið og uppskorið eins og til var sáð. Konur fæddar undir þessu merki fá loks- ins tækifæri til þess að gera upp reikningana við mann, sem vægast sagt hefur hegðað sér óskynsamlega og ókurteislega. V ojjarskálalrmerkið: I vikunni blandast saman gott. og illt, og ekki skuluð þér æðrast, þegar móti blæs og flest sund virðast lokuð. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, segir máltækið, og það mun sannast rækilega á yður í þessari viku. En þér skuluð taka vel eftir, að hjálpin barst. frá þeim, sem þér bjuggust sízt við að yrði yður að liði. Sporðdrekamerkið: Á fyrstu dögum þessarar viku skylduð þér viðhafa fyllstu varkárni, sérstaklega þegar um viðskipti er að ræða. Undir- skrifið enga samninga eða skuldbindingar, fyrr en líða tekur á vikuna. Þér skuluð ekki vera of viðkvæmur í ástamálum yðar. Bo ffmannsmerkið : Það hefur verið talsvert erfitt hjá yður fjárhagslega síðan um áramót, en nú er allt. útlit fyrir, að lánið leiki við yður á þessu sviði. Verið samt ekki of rausnarlegur fyrst í stað, en reynið heldur að leggja eitthvað til hliðar. Það mun koma sér vel, þegar aftur kreppir að. Steinpeitarmerkið: Þér lítið alltof bölsýnum augum á ástandið. í rauninni haf- ið þér góð spil á hendinni, en hafið hingað t.il spilað illa á þau. Góður vinur yðar mun bjóða yður hjálp sína og þér skuluð þiggja hana með þökkum. Aðstoð hans mun fleyta yður spölkorn áfram að settu marki. Vatnsberamerkið: Þér eruð vissulega léttlyndur, og skuluð hegða yður sam- kvæmt því. Takið ekki mark á því, þótt sumir kunningjar yðar gefi beinlínis í skyn, að glens yðar og gamanyrði séu leiðinda- þrugl. Farið yðar eigin leiðir og veljið yður vini, sem eru Ííka léttir í lund og kunna að meta kímni yðar. Fiskmerkið: Það verður ást.in og rómantíkin, sem grípur hug yðar mest í þessari viku og þetta verður sæluvika hjá öllum þeim, sem geta ákveðið sig í þessum efnum, enda þótt það virðist sannar- Íega ekki auðvelt. Farið ekki að ráðum annarra heldur eftir eigin höfði og sannfæringu. 21. MARZ — 20. APRÍL 21. APRlL — 21. MAl 22. MAÍ — 21. JÖNl 22. JÚNl — 22. JÚLl 23. JÚLÍ — 23. AGÚST 24. ÁGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. — 19. FEBR. 20. FEBR. — 20. MARZ

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.