Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 22
Ég segi „ætlazt var til“, því að ég var
sannfærður um að Carruthers væri
svikahrappur. Ég gat ekki að því gert,
að stundum fannst mér ég vera ósann-
gjarn í hans garð —- að það var rangt
af mér að fordæma myndarlegan og
hæglátan mann fyrir það eitt, að hann
liti út eins og hetja í mánaðarritssögu.
Þegar á allt er litið, verða allir að
leika eitthvert hlutverk lengst af æv-
inni, og það var dálítið hart, að Car-
ruthers skyldi ekki fá að njóta trausts
fyrir það eitt, að hlutverk hans var
dramatískara og meira áberandi en
flestra annarra.
En samt var þetta svona. Mér dæmd-
ist Carruthers vera svikahrappur. Á
næstu tuttugu og fjórum tímum breytti
ég tvívegis um skoðun á honum.
Mér finnst venjulega fremur leiðin-
legt að fljúga sem farþegi í stórri flug-
vél. Veröldin breytist í stórt, nákvæmt
upphleypt landakort og íbúa hennar í
ofurlitla, sviplausa punkta. En flugið
frá Guatemala til Mexíkó varð alls ekki
leiðinlegt. Lengst af leiðinni sér mað-
ur til langra fjallgarða. Mörg fjallanna
eru eldfjöll, með þéttum frumskógi upp
á axlir og gufumökk yfir tindunum.
Maður fer nærri þessum fjöllum og til
vinstri sér maður blátt Kyrrahafið. Þeg-
ar við liðum gegnum sólbjart loftið, leið
mér vel og ég var ánægður og einsetti
mér að láta Carruthers liggja milli hluta.
Klukkustund eftir að við lögðum upp,
hringuðum við okkur niður að flug-
vellinum við Mexíkó-landamærin. ,,Flug-
völlur“ var nafn, sem lendingarstaður-
inn kafnar undir. Þetta var ekki annað
en brúnn ferhyrningur, sólbökuð mold,
22 FALKINN
Saga þessi hefst í Guatemala. Nánar
tiltekið á flugvellinum fyrir utan höf-
uðborgina, og hún hefst snemma morg-
uns, því að í þá daga — þetta var fyrir
nálægt fimm árum — var póstflugvél-
in til Mexíkó vön að leggja upp undir
eins og birti af degi.
Póstflugvélin, sem er rekin af amer-
ísku félagi, flytur líka farþega. Þennan
tiltekna morgun vorum við ellefu. Við
stóðum auðmjúkir í tollskýlinu, næstu
dyr við flugskýlið, og tveir litlir,
ískyggilegir menn með stráhatta voru
að vega töskurnar okkar. Mikill jóla-
póstur átti að fara með vélinni norð-
ur, og við máttum ekki hafa nema lág-
marksþyngd í farinu okkar.
Þarna var annar Englendingur í hópn-
um, og auðvitað tók ég strax eftir hon-
um. Enda var þetta sérstaklega eftir-
tektarverður maður. Hann var hár vexti,
eirrauður á hörund og fríður. Bláeygður
og herðabreiður, og hann var að reykja
pípu. Á annari kinninni var stórt ör.
Taskan hans var alsett miklu úrvali
gistihúsmiða, allt mjög fjarræn nöfn.
Þetta var eftirtektarverð persóna.
En eftirtektarverð á mjög venjuleg-
an hátt. Það var það skrítna í málinu.
Það kann að þykja langt sótt, er ég
segi að hann var svo fullkomið eintak
af ákveðinni manntegund, að mér fannst
það eigilega furðulegt. Gallinn var sá,
að maðurinn var svo nákvæmlega eins
og hetjan í svo að segja hverri einustu
mánaðarritsögu; hann var of góður til
þess að geta verið sannur. Og ofan á
allt þetta — ofan á bláu augun, arnar-
andlitið og hreinu varirnar — bættist
það, að maðurinn reyndist heita Car-
ruthers. Þetta gerði mér enn erfiðara
um að trúa, að þetta væri virkilegur
maður, því að hetjurnar í öllum mán-
aðarritasögunum sem ég hafði lesið, hétu
svo að segja alltaf Carruthers.
Þið vitið, hve erfitt er stundum að
skera úr því, hvort einhver maður sé
ekta eða hvort hann sé að leika. Þetta
var sérstaklega erfitt hvað Carruthers
snerti, því að ef hann var að leika, þá
gerði hann það svo hræðilega vel, að
ómögulegt var að sjá hvað var leikur
og hvað ekki. Ég spurði hann, hvað
hann hefði verið að gera í Guatemala,
og hann svaraði um hæl, að hann hefði
hafzt við langt uppi í sveit innan um
Indiána og dútlað við rannsóknir. „Dá-
samlegt fólk, þessir Maya-Indíánar,“
sagði hann, og um leið urðu augun
dreymandi, svo að manni skildist, að
hann hefði kannað dýpstu leyndardóma
þessarar þjóðar.
Og hvert var hann að fara núna?
Carruthers var ekki viss um það. Hann
yrði í Mexíkó um tíma; síðan mundi
hann líklega halda suður á bóginn til
Yucatan. „Það er líkast að ég eigi erfitt
með að sofa undir þaki lengi í einu,“
sagði hann og hló, eins og til að af-
saka sig.
Hann var ekki að gorta. Hann var
alveg yfirlætislaus. Hann tók aldrei
djúpt í árinni; það var sem hann léti
ósagt, sem ætlazt var til að hefði áfram.
SMÁSAGA EFTIR PETER FLEMING