Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Page 25

Fálkinn - 15.02.1961, Page 25
Við snyrtiborðið er fallegast að hafa lampa sitt hvorum megin við spegilinn, með því fæst betri lýsing heldur en einn lampi sé yfir miðjum spegli. í herbergjum stálpaðra barna skal gera bæði ráð fyrir vinnulampa á skrif- borði við rúm til lestra, auk almennr- ar lýsingar. í herbergjum ungbarna er gott að hafa „vökukonu“, sem tendra má, ef sýsla þarf um börnin að nætur- lagi. í baðherbergjum skortir sjaldan birtu, Hvernig á að sauma „flugur“? „Flugur“ eru kallaðir smáir þríhyrn- ingar, sem oft eru saumaðir við felling- ar, til þess að síður sé hætta á, að það rifni upp í þær. Stundum eru þær þó einvörðungu til skrauts, t. d. hjá vösum. Þríhyrningurinn á að vera jafnhliða, venjulega 2 sm hver hlið, og oddurinn á þríhyrningnum á að snúa upp. Teiknið þríhyrninginn með fatakrít, þræðið þunnt fóður undir. Saumið út- línur þríhyrningsins á vél með þræð- ingarspori. Saumið „fluguna“ með hnappagata- silki, og gætið þess, að liturinn falli í efnið. Byrjið með 3—4 sporum inni í „flug- unni“. Þau sjást ekki, þegar flugan er fullsaumuð. Nálin liggur ýmist samsíða grunnlínunni eða er stungið í hana. Takið lítið í nálina efst, svo að „flug- an“ verði oddmjó. Nálsporin eiga að liggja þétt og þess gætt, að taka jafnt í, svo að „flugan“ missi ekki lögun. Eftir því sem „flugan“ stækkar, er tekið meir og meir í nálina að ofan- verðu, en minna og minna að neðan, og að lokum er nálinni stungið niður á miðju grunnlínunnar. veggir þar eru oftast hvítir eða ljósir og endurkasta því ljósinu. En mikils virði er að ljósið við spegilinn sé þægi- legt, og er það oftast nægileg lýsing sé baðherbergið lítið. En hér gildir það sama og við snyrtiborðið í svefnherberg- in, að ákjósanlegast er að hafa ljós sinn hvorum megin við spegilinn. Þá er komið að forstofu og göngum, sem verða að vera vel lýst. Skemmti- legust er óbein lýsing, en hún krefst eins lampastæðis á hvern vegg nál. 15 cm frá lofti. Spegil þarf að lýsa upp með ljósum til beggja handa, eins og áður er minnzt á. Og í stórum forstofum eru vegglampar oftast til prýðis. Gest- ir og gangandi koma fyrst í forstofuna Fallegur færanlegur hengilampi yfir borðstofuborði. Rétt staðsettur vegglampi við rúm. Hann leikur á hjörum svo að hægt er að beina ljósinu eftir geðþótta. — Skermurinn er þannig, að ljósið fell- ur ekkil út í herbergið. Vinnuljósið á að falla frá vinstri og helzt dálítið aftan á yfir öxlina. og þar verða þeir fyrir fyrstu áhrifum af heimilinu, en þau eru sögð vera þau eftirminnilegustu. HEILRÆÐI Þegar stífað er, er ágætt að láta dálít- ið salt í sterkjuna. Það kemur fallegri gljái á það sem stífað er, auk þess er engin hætta á því að straujárnið loði við. HARGREIÐSLA — Nei, það eru filmudisirnar sem ráða tízkunni. Hugsum okkur til dæmis Audrey Hepburn. Síðan hún varð fræg, lítur önnur hver stúlka út eins og strákur. Litið þér t. d. á þessa stúlku! — Hvað eruð þér að segja? Þetta er sonur minn! — Æ, afsakið þér. Hvernig átti ég að vita, að þér voruð faðir hans? — Faðir hans! — Sjáið þér ekki, að ég er móðir hans?

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.