Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1961, Síða 27

Fálkinn - 15.02.1961, Síða 27
Irene leit upp og spurði: — Hvernig veiztu, að þau geta ekki komið? Coral var fljót að hugsa sig um. — Það var einhver, sem sagði mér það. Æ, hver var það nú? Jú, það var Mavis Fos- dyke. Ég drakk te með henni í morgun, og hún hafði hitt Valerie nýlega. Þarna lá við að ég hlypi illa á mig, hugsaði hún með sér. Ég verð að gæta mín betur framvegis. AÐEINS AF ÞVÍ AÐ ÉG GIFTIST ÞÉR . . . Coral hélt áfram, og gaf ekki Irenu ráðrúm til að spyrja meir: — Hefurðu hugsað þér að bjóða Brian Fairburn? Þú sást listann með nöfnunum, sagði Irena áherzlulaust. Coral leit hugsandi á hana. — Þú verður að afsaka að ég sletti mér fram í þín einkamál, en mér datt það í hug þarna um daginn, að Hugh væri kannske svolítið . . . hvað eigum við að segja .. . ósanngjarn, að því er Brian snertir. Þegar á allt er litið ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þú eignaðist kunningja upp á eigin spýtur Irena stirðnaði. — Er ekki bezt að við Hugh komum okkur saman um það? Coral brosti. — Æ, þú mátt ekki reiðast, góða. Ég er að- eins að reyna að hjálpa þér. Þegar á allt er litið, hef ég þekkt Hugh miklu lengur en þú, og þó við séum góðir vinir, er ég ekki blind á galla hans. — Hvaða gallar eru það, sem þú ert að tala um? spurði Irena blátt áfram en Coral hló. — Þú ert alltaf svo hispurslaus, Irena. Ég átti ekki við annað en það, að mér finnst rangt að særa tilfinningar ungs manns þó að Hugh hafi horn í síðu mannsins, sem hann starf- ar hjá. Ég sá ekki betur en að þið Brian skemmtuð ykkur vel saman þarna um kvöldið. Svo bætti hún við: — En þetta kemur mér vitanlega ekkert við . . . — Nei, það segirðu satt, sagði Irena. — Mér datt bara í hug, að úr því að þú varðst fyrir þeim vonbrigðum að Wilsonshjónin geta ekki komið í samkvæmið, gætir þú boðið Brian í staðinn. Ég geri ekki ráð fyrir að Hugh amist við því. Hann var með Diönu í Bambus-barn- um í gær. Það var þá þetta, sem hún vildi koma á framfæri! Hugh og Diana! Hún vísaði í ákefð frá sér myndinni, sem skaut upp í huga hennar. — Það var fallega gert af þér að hugsa um það, sagði hún við Coral. — En við Hugh erum fullfær um að annast okkar eigin einkamál, án aðstoðar annarra. — Já, það erum við vafalaust, sagði Coral brosandi. Hún stóð hægt upp úr stólnum. — Nú verð ég að fara. Þú þarft ekki að fylgja mér til dyra. Ég rata fylgdarlaust. Irena sat hugsi eftir að Coral var farin, Hugh og Diana. Aftur vísaði hún tilhugsuninni á bug. Coral var að reyna að spilla milli þeirra, og það eina, sem hægt var að gera við slíkt fólk, var að taka ekki mark á því og gleyma því, sem það sagði. En þetta var hægar ort en gert — sérstaklega þegar Hugh sagði, á sinn fjarræna og ópersónulega hátt, um kvöldið: — Coral hefur sagt mér, að þig langi til að bjóða Fairburn í samkvæmið þann nítjánda. Þú skalt hafa það eins og þú vilt. Irena starði hissa á hann. — Ég hef ekki sagt eitt orð um að mig langi til að bjóða Brian. Það var Carol, sem stakk upp á því. Hún fann reiðina blossa í sér. — Hún sagði, að það væri rangt að særa tilfinningar hans, og að þú mundir ekkert segja við þessu, því að þú hefðir sjálfur verið að skemmta þér í gær með .. . Hún steinþagnaði. Hún hafði ekki ætlað sér að segja svona mikið. Hugh horfði fast á hana og hleypti brúnum. — Skemmta mér í gær? Hvað áttu við? Hún varð að svara honum. Og svo sagði hún með tregðu: — Þú varst með Diönu í Bambus-barnum í gær. Hún sá að varir hans kipruðust og eldur brann í augunum. — Það er haugalygi, sagði hann. — Áttu við . .. varstu þá ekki með henni? — Ég heilsaði henni, sagði hann. — Ég talaði við hana tíu sekúndur, þegar ég var á leiðinni út. Það er allt og sumt. Hann virtist vera sannfærandi. Irena dró andann ótt og títt. — Þá hefur Coral logið að mér. Hún gerir það sem hún getur til þess að spilla sambúð okkar, Hugh. Það er deginum ljósara. Og hún notar Brian og Diönu sem peð í taflinu sínu. Hún lét ekki standa á að segja mér frá Diönu, í fyrsta skiptið sem hún sá mig. — Þetta er flónska, sagði hann óðamála og bætti svo við, gramur: — Og hvers vegna máttir þú ekki vita um Diönu? Aðeins af því að ég giftist þér, ætti ég ekki að þurfa að standa reikningsskil á hvað ég gerði áður en við kynntumst. Hún roðnaði. „Aðeins af því að ég giftist þér . . .“ — Mér finnst þú hefðir getað sagt mér frá Diönu, svaraði hún. — Ég hlaut að kynnast henni fyrr eða síðar. Og þú baðst mín sama daginn sem þú fékkst bréfið frá henni — uppsagn- arbréfið. Hún sá að hann kipraði varirnar. — Sagði Coral þér það líka. — Hún sagði að Diana hefði skrifað þér meðan þú varst i Englandi — og þú fékkst bréfið þennan morgun — flugpóst- bréf frá Rio, áritað með kvenhönd. Ég man að ég lagði það á borðið þitt. — Þú ert fullkominn einkaritari, sagði hann nístingslega. — Ertu viss um að þú hafir ekki opnað og lesið það um leið? — Hugh! Hann lét sem hann heyrði ekki þetta angistarorð. — Gott og vel — setjum svo að það hafi verið frá Diönu. Hefurðe yfir nokkru að kvarta? Hún var gift. Ég var frjáls að þvi að biðja þín. Þig langaði til að fara til Rio — þú sagðir það sjálf. Þú ert kominn til Rio. Þú átt fallegt heimili og skemmti- lega daga. Yfir hverju þarftu að kvarta? Andlit hans var harðneskjulegt. Hún tók á því sem hún átti til og sagði rólega: — Það hefði verið hreinskilnara af þér ef þú hefðir sagt mér, að þú værir enn ástfanginn af annarri, þegar þú baðst mín. Hann svaraði ekki strax. Sem snöggvast hélt hún að hann mundi reiðast aftur, en hann stillti sig og sagði stutt: — Já, það hefði það verið. Henni hafði tekizt að láta hann játa, að hann hefði hagað sér rangt. En henni var engin fullnæging eða huggun að því. í staðinn fannst henni hún vera glataður einstæðingur. Allt fram að þessu hafði hún vonað að hann mundi neita — að hann mundi segja, að síðan Diana giftist Grant Summers væri hún sér einskis virði. En þessi játning hafði gert út af við alla von. Þau horfðu þegjandi hvort á annað. Hugh mun ef til vill hafa fundið að hann hafði sært hana, því að hann reyndi að biðja afsökunar, en hvert orð var eins og ýft væri gamalt sár. — Ég bið þig fyrirgefningar, Irene ... ég hefði átt að segja þér sannleikann, en ég var í öngum mínum þá. Ég vildi helzt ekki tala um það. Og þú varst leið á lífinu í Englandi og langaði til að fara hingað... og við höfðum orðið kunningj- ar, þennan tíma, sem við höfum verið saman. Ég vissi að þú mundir ekki búast við ástríðufullri ást af minni hálfu, frem- ur en ég af þinni, en við vorum mestu mátar og ég bjóst við að þér mundi líða vel hérna. „ ... ástríðufullri ást. .. fremur en ég af þinni hálfu.“ Orð- in hittu hana eins og svipuhögg. Voru karlmenn alltaf svona blindir? hugsaði hún með sér. Hún reyndi að vera róleg, því að nú var um að gera að reyna að láta málin skýrast, úr því að þau voru komin svona langt — Og þú þurftir á manneskju að halda á heimilið — hús- móður í samkvæmunum, sem þú kemst ekki hjá að halda. Sem snöggvast fékk gremjan yfirhöndina. — Það var leitt að þú skyldir hitta á manneskju, sem var jafn heimsk og óreynd og ég er. Þú hefur líklega ekki skilið, að . .. Hún komst ekki lengra. Hugh sagði róandi: — Þér tekst ágætlega. Ekki kvarta ég. Coral segir, að þú sért mjög námfús. Coral! hugsaði hún með sér. Coral! Það voru lygar Coral, sem þessi deila var sprottin af. En nú skipti Coral engu máli lengur. Lygar hennar gátu ekki gert þeim tjón framar. Allt í einu tók hún eftir að Hugh var að tala við hana. Framh. í næsta blaði. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.