Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Side 10

Fálkinn - 05.07.1961, Side 10
SPENNANDI ÍSLENZK FRÁ- SEM JÓN GÍSLA- Hér segir frá Oddi Hjaltalín, sem Bjarni Tkorarensen orti eitt af sínum beztu erfiljóðum um. Oddur var glettinn og grínartugur. Hann virðfst lítt hafa haft trúnað á klerkleg fræði, en vildi hins vegar kynnast af eigin raun sem flestu. HEFUR TEKIÐ SAMAN Draugatrú og uppvakninga er æva- forn. Hún hefur verið við lýði frá fyrstu tíð. Af heimildum fornum er helzt að ráða, að hún hafi verið grein af nokk- urs konar trúarbrögðum eða átrúnaði. Þessi trú fólks er í eðli sínu mjög skyld trúnni á annað líf og dulda vætti, sem leyst geti framliðna úr viðjum dauðans. En eins og draugatrúin kem- ur fram í þjóðsögum íslenzkum á seinni öldum, virðist hún helzt standa í sam- bandi við hatursfullar kenningar boð- enda trúarbragða, miður hollra. Menn notuðu uppvakninga og drauga mest til illvirkja, sem voru afleiðing haturs, öfundar og hefnigirni. Menn öfluðu sér draugs til að hefna sín á óvinum sín- um, og á stundum til að létta sér störf eða láta þá afla sér fjármuna. En draug- ar urðu einnig til, þegar menn dóu i grimmdar- eða hefndarhug, oftast í sam- bandi við afbrýðis- eða ástamál. Einnig gengu sumir aurasafnarar aftur, ef þeir voru mjög jarðbundnir við fjármuni sína. Þeir komu peningum sínum fyrir á afviknum stað, áður en þeir dóu, og vitjuðu þeirra eftir dauðann, aftur- gengnir. Þeir höfðu sér það síðan til afþreyingar að rísla við fjárfúlgur sín- ar. Á dimmum og drauglegum kvöld- um, sáust gjarnan glæður af fjársjóð- um þeirra. Voru slíkir eldar kallaðir vafurlogar eða draugaeldar. Var ekki gott að eiga næturstað eða dveljast lengi í námunda við slíka staði, þegar dag- sett var. Ég hef heyrt eldri menn tala um staði, þar sem vafurlogar hafa sézt. Einnig eru nokkrir slíkir staðir kunnir úr þjóðsögum. Það boðaði vá og ill tíð- indi, þegar vafurlogar sáust. Á 18. öld er vitað um marga drauga, sem voru vaktir upp og gengu ljósum logum um híbýli manna og unnu tjón, bæði á mönnum og skepnum. Á 19. öld er einnig vitað um marga uppvakninga, og sumir þeirra eru við lýði enn þann dag í dag, og eru til meins og trafala góðu og guðhræddu fólki. Margir þeirra eru kraftminni en þeir voru í upphafi og gengnir upp að hnjám, og vel það. Uppvakr.ingar áttu langa og eirðarlausa göngu fyrir hendi, því að þeir urðu að fylgja þeim, sem þeir voru sendir alla ævi, og síðan afkomendum Þeirra í ní- unda lið. Mjög erfitt er að losna við uppvakninga, og var það ekki nema á færi mikilla galdramanna, að koma þeim fyrir. Það þurfti mikla kunnáttu og þjálf- un til að vekja upp draug. Sá, sem var fullkominn kunnáttumaður í því, varð að nema galdur og ýmislegt fleira. Hann varð einnig að vera vel að sér í öllum kirkjulegum fræðum. Meiri hlutinn af því, sem notað var við upp- vakningu framliðinna, var klárt guðs- orð snúið upp á djöfulinn, og þulið öf- ugt. Með kunnáttu sína í þessum efn- um fóru galdramenn mjög leynt. Þeir æfðu sig í leyni á særingum og öðru, sem að uppvakningunni laut. Þeir höfðu gát á, að enginn kæmist að iðkuninni, og báru sig ekki saman við aðra, nema því aðeins, að þeir væru innilegir vinir þeirra, og þeir væru algjörlega vissir um, að þeir yrðu þeim ekki ofjarlar. Áður fyrr reyndu margir að vekja upp draug, eins og sögur herma. En þar sannast eins og víða, að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir. Allt fram til síðustu ára, og jafnvel enn, eru til menn, sem hafa reynt að vekja upp draug — og sumir með ái'- angri. Ég hef heyrt getið um menn, sem hafa talið sig kunna þetta og hót- að fólki að senda því draug — og jafn- vel að þeir hafi framið þann verknað. Þegra draugur var vakinn upp, var mikið atriði, að veður væri heppilegt. Var ákjósanlegt, að dimmt væri og drungalegt. Einnig var þýðingarmikið að vel stæði á tungli. Bezt var að gera það með nýbyrjuðu tungli, helzt á fyrsta kvarteli. Einnig mátti nýta tímann, þeg- ar tungl var á síðasta kvarteli, en það var óheppilegra. Með vaxandi tungli var auðveldara að særa framliðna menn upp úr gröfum sínum. Trú manna á áhrif tunglsins á alls konar töfrabrögð eru margþætt, og oflangt mál að rekja þau hér. Þessi trú er ævaforn, og er hægt að rekja hana langt aftur í rökk- ur heiðni og forneskju. Galdramaðurinn byrjaði að þylja lik- særingarformála við leiði þess, sem hann hugðist vekja upp. Hann sveipaði sig í hvítan hjúp, svo hann líktist að nokkru vofu. Hann hringsólaði nokkrum sinn- um kringum leiðið öfugur og rangsælis, og byrjaði að þylja allskonar særingar, sálma og bænir, öllu var snúið öfugt og andskotanum flutt í innilegri bæn- heyrslu. Varð hann að vera mjög hrif- næmur í allri tjáningu og lotningar- fullur, eins og bezt getur orðið. Mikið reið á, að hann fipaðist hvergi og mikil kynngi og stígandi væri í fram- setningu hans allri. Varð hann að leggja miklar áherzlur á særingar sínar og þulur. Hvergi mátti slaka á lotningu hans eða kröftugri kynngi hinna þýð- ingarmiklu áhrínsþulna og versa, sem hann notaði til að fá þann í neðra til liðs við sig, til að særa hinn framliðna upp úr gröf sinni. Þegar yfirlestur og hringsól rangsælis umhverfis gröfina fór að hafa áhrif, komu fyrst smámoldargusur upp úr leið- inu, sem smátt og smátt færðust í auk- ana, þar til draugurinn kom úr gröf sinni. Þá hófst aðalþrekraun galdra- mannsins og reyndi þá mjög á limamýkt hans og karlmennsku, því hann varð að glíma við hinn framliðna og koma honum undir, ef vel átti að fara og árangur að nást. í glímunni við draug- inn varð galdramaðurinn að sleikja ná- froðuna af vitum hins framliðna og renna henni niður, sér til styrktar. Glím- an við drauginn var hin erfiðasta, því sá framliðni hafði tvöfalt meira afl en hann hafði í lifanda lífi. Af þessum sök- 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.