Fálkinn - 05.07.1961, Síða 12
Við skulum hefja þessa frásögn í
sveit hér sunnanlands. Það er há-
sumar og mildll annatimi. Það er nóg
að gera lijá ungum vikapilti og liálf-
gildings kaupamanni. En þrátt fyr-
ir það að hann gangi þreyttur i livílu
að kvöldi, gefur hann sér tíma til
að lesa nokkrar hlaðsíður í merki-
legri hók, er hann fékk lánaða hjá
prestinum, sem hefur umsjá með
bókasafni sveitarinnar.
Bókin er undursamlega spennandi
og persónur sögunnar og örlög þeirra
orka sterkt á óheizlað ímyndunarafl-
Nokkrar litl-
ar svipmynd-
ir frá borg
borganna -
PARÍS
ið. — Sagan er i tveim, þrem bind-
um og mjög löng og heitir: Leynd-
ardómar Parísarborgar.
Svo er það noklcrum árum siðar,
að þessi vikapiltur er vaxinn úr grasi
og heldur til þessarar borgar, sem
svo margir þrá að komast í kynm
við.
Og sem liann ekur um úthverfi
horgarinnar, í fyrsta sinn á erlendri
grund, kemur þessi makalausa saga
upp i kollinum á honum og hann
finnur til mikillar ánægju — það
er satt, París er merkilegri en aðr-
ar borgir.
★
Bifreiðin ekur í átt til miðborgarinn-
ar. Það er allt svo merkilegt, sem sést
út um glugga bifreiðarinnar. Það er
fremur fátæklegt í úthverfunum. Kaup-
menn setja allar vörur sínar fram á
gangstéttina, meira að segja heilar bú-
slóðir. Á götuhornum standa konur og
virðast hnakkrífast.
★
Svo ertu farinn að spranga um göt-
urnar og andar að þér þessu sérkenni-
lega lofti stórborgarinnar. París hefur
sína sérstöku lykt. Það er kvöld, og
þú gengur eftir breiðgötu — ekki mjög
finni, og það er kaffistofa í öðru hverju
húsi. Allir virðast vera á götunni, því
þegar þú lítur upp og skoðar efri glugga
húsanna, sérðu varla ljós í einum ein-
asta glugga. Og þú sérð allskonar fólk,
Parísarbúa og sæg af útlendingum úr
öllum áttum. Og þú horfir ekki á neinn
sérstakan, því allir eru jú meira og
minna skrítnir í þínum augum.
Það er ómögulegt að segja, að Parísar-
búar láti hlutina afskiptalausa. Á kaffi-
húsunum mala þeir um allt milli him-
ins og jarðar.
★
Það er eitt dálítið sérkennilegt. París-
arbúi kaupir sér blað að morgni og
hann skilur það ekki við sig allan dag-
inn. Eitt blað kostar sinn pening, og
það er ástæðulaust að henda því fyrr
en maður hefur lesið það upp til agna.
Svo eru blöðin að koma í mörgum út-
gáfum allan liðlangan daginn. Það eru
sérstakir blaðasalar sem selja stórblöðin
amerísku, og þeir eru merktir í bak
og fyrir og skjótast fram og aftur um
kaffihúsin á kvöldin. Maður með blað
í hönd og langt brauð er einna mest
einkennandi fyrir Parísarbúa.
★
Á fínustu breiðgötunum er mikil ljósa-
dýrð og þar eru margir fínir staðir
og á þeim margt fínt fólk. Á gangstétt-
inni spranga pelsklæddar gleðikonur og
bíða viðskiptavinar. Þær eru yfirleitt
ungar, og sumar mjög fagrar. Og fas
þeirra og göngulag er sem hjá tignum
konum. En í þröngum götum á ófínni
stöðum bera gleðikonurnar annan svip.
Þær hafa kannski einhverntíma verið
nógu fallegar og fínar til að vera sam-
keppnisfærar á breiðgötunni.
★
Þú ert frá þessari saklausu eyju í
norðri og er byrjar að morgna situr
þú á venjulegu veitingahúsi og færð
þér í svanginn. Inn kemur par, sem
kemur þér undarlega fyrir sjónir, og
er þú skoðar það betur, sérðu, að þetta
eru tvær konur, en önnur er klædd
karlmannsfötum og stuttklippt sem karl-
maður. Parið sezt við borð, og ,,karl-
maðurinn11 stjanar mjög við maka sinn,
bugtar sig og beygir, tekur undir höku
unnustunnar og horfir djúpt í augu
hennar og talar með karlmannshreim
einhver seiðmögnuð orð. Einstaka sinn-
um bregður fyrir fölskum tón, en þá
reynir unnustinn að tala enn dýpra
á eftir. Þegar unnustinn hreyfir sig í
sætinu, sjást brjóst hans bifast og bung-
ast út í jakkann. Þú ert íslendingur og
ert mjög hissa og veizt varla hvernig
þú átt að haga þér í námunda við svo
ástfangið par.
★
Við getum brugðið okkur í leigubíl.
Leigubílstjórar í París eru margir sér-
kennilegir og skemmtilegir. Þeir aka
eins og vitlausir í þessari ógnar umferð,
12
FALKINN