Fálkinn - 05.07.1961, Side 15
vesalingarnir jafn átakanlega berir og
hann vildu gjarnan gera slíkt hið sama.
Varð því nýdauður farþegahópurinn
einna líkastur mislitum taðköggli, þarna
sem hann valt upp skipsbrúna.
— Hún hefði nú mátt vera heldur
minni um sig þessi nýja líkamsmynd,
tautaði Jón gamli og hallaði sér móður
að borðstokknum. Það var alveg óþarfa
smámunasemi að miða hana svo ná-
kvæmlega eftir þeirri gömlu að ekki
vantaði eitt gramm uppá.
Eru allir hættir? kallaði mikilúð-
leg rödd.
Allir með tölu! svaraði brytinn um
leið og hann ritaði síðasta nafnið á
skrána.
Leysið þá landfestar! skipaði skip-
stjórinn.
Skal gert, skipherra!
Skerandi hljóð eimflautunnar skar
kvöldkyrrðina, vélarnar fóru á hreyf-
ingu og skipið lagði úr höfn.
Nú maður á að fylgjast með eitthvað
útí óvissuna, sagði Jón gamli órólegur.
Ætli það væri nú til ofmikils mælzt þó
maður færi nú fram á að vita um næsta
ákvörðunarstað. Og hann hélt upp á
stjórnpall.
Heyrið þér þarna. — Hvert á að
halda?
Skipstjórinn leit forvitnislega á Jón:
Ég get nú tæplega gefið yður full-
nægjandi svar við þeirri spurningu.
Þér getáð þó altént gefið mér vís-
bendingu um hvernig landslagi fram-
tíðarstaðarins er háttað. — Ja hvort þar
er hiti ellegar kuldi.
Ekki fara allir til sama staðar, mælti
skipherra hátíðlega. Sumir eignast sitt
framtíðarheimili í myrkrd og kulda
heimskautanæturinnar, aðrir meðal
mýrafláka hitabeltisins. Aðeins hinir
útvöldu öðlast vist undir skini sólarinn-
ar í félagsskap ljósenglanna.
Nú, það er annaðhvort of eða van,
greip Jón fram í ókátur. Ég bdð forláts.
— En er enginn viðkomustaður á leið
yðar á þeirri breiddargráðu sem maður
hefur nú hingað til vanist, án þess þó
að hafna í félagsskap fólks — ja, sem
maður á ekkert sameiginlegt með?
Yður er ekki gefið vald til að velja
og hafna maður minn, svaraði skip-
herra alvörugefinn. Yður verður kom-
ið fyrir í því umhverfi er hæfdr yðar
þroskastigi.
Jón sló útí aðra sálma:
Tekur ferðin langan tíma?
Hún er ekki tímabundin.
Ekki fellur mér í geð slík óná-
kvæmni, svaraðd hagsýnismaðurinn
Jónt tíminn er verðmætur. Er þvílíkt
hirðuleysi með vitund skipafélagsins?
Hinir heilögu stjórnendur vdta allt.
Allt? endurtók Jón og varð hugsi.
Nú það er svo slæmt, varð Jóni að
orði. En svo við víkjum nú aftur að
skipferðinni.
Hann komst ekki lengra. Hratt fóta-
tak nálgaðist og einn farþeganna, lang-
ur, mjósleginn karlmaður svo horaður
að telja mátti rifin, gulur á hörund og
með sótthitagljáa í augunum kom ask-
vaðandi:
Herra skipstjóri! hrópaði hann æstur
og stillti sér upp frammi fyrir skip-
herra.
Ég hef nú ferðazt með skipum mest
alla ævi mína. Íburðarmiklum farþega-
skipum bæði stórum og smáum búnum
fullkomnustu þægindum, einnig ryðg-
uðum, sóðalegum kláfum, þar sem ekki
var einu sinni mygluð brauðskorpa
innanborðs, en skyrbjúg og innantökur
hið daglega brauð! Samt sem áður get
ég fullvissað yður um að ekkert þeirra
fjölmörgu skipa, sem ég hafði mitt lífs-
framfæri á, hefur þó nokkru sinni verið
svo skítrúið allri menningu að ekki
væru þar fimmtíu og tveir spilaræflar
innanborðs!
Fjárhættuspilarinn lamdi holdlausri
kjúkunni í stýrdshúsið.
Hvað hyggist þér gera við spil mað-
ur minn? spurði skipherra.
Náttúrlega slá í slag við hásetana á
frívaktdnni! Ekkert er af farþegaræfi-
unum að hafa hvort eð er. Þeir eru rún-
ir öllum verðmætum og eiga ekki einu
sinni fataleppana utan á sig fremur en
ég!
Þér græðið ekkert á hásetunum mað-
ur minn, fullvissaði skipherra. Sál
þeirra er orðin svo þroskuð að þeir sjá
auðveldlega gegnum þau spil er þér
hafið á hendi.
Frh. á bls. 32
FALKINN
15