Fálkinn - 05.07.1961, Síða 17
Krefjumst við of mikils
af hjónabandinu?
Þegar við giftum okkur, er það vegna
þess að okkur langar til að fullnægja
þrá okkar til að elska og vera elskuð;
við vonumst eftir að geta myndað traust
vináttusamþand; okkur langar til þess
að finna til tryggðar og öryggis — að
vera örugg og frjáls, svo að við verð-
um þess fullkomlega vör, að við erum
og getum verið við sjálf. Það er eink-
um á þessum mannlegu grunnkenndum,
sem hjónaþandið byggist, en ekki, eins
og ýmsir nútíma sálfræðingar halda
fram, á kynferðislegri gagnfullnægingu.
Hvað þessu atriði viðvíkur, mun heil-
brigt kynferðislíf næstum alltaf koma
af sjálfu sér.
Kynferðislíf milli hjóna er auðvitað
líffræðileg hvöt, sem ekki má sniðganga,
en andleg samstilling og skilningur ræð-
ur hér miklu meiru — þetta fæ ég
hvað eftir annað staðfest, er ég sem
læknir hlusta á áhyggjufullar eiginkon-
ur og eiginmenn, sem trúa mér fyrir
vandamálum sínum út af hjónabandinu.
Ef ekki er hlúð að tilfinningunni um
andlega samstillingu og tryggð er brotin
á bak aftur vegna vonbrigða, erfiðleika
og leiðinda, — ja, þá er það undir hæl-
inn lagt, hvernig fer um hina kynferðis-
legu hlið hjónabandsins.
Sá eiginmaður, sem er skeytingar- og
tillitslaus gagnvart eiginkonu sinni, get-
ur ekki vænzt þess að finna til um
hyggju og skilnings af hennar hálfu.
Og sú eiginkona, sem alltaf er önug í
viðmóti og staglar stöðugt, verður um
síðir að sætta sig við, að eiginmaður
hennar missi bæði áhugann á henni og
flestu í heimi hér. Það stoðar ekki að
þjóta til læknisins til þess að fá hor-
móntöflur eða til lögfræðingsins og tala
um skilnað; menn ættu heldur að leggja
það á sig að leita að betra skilningi —
grafast fyrir um þær orsakir, sem liggja
að baki hinum tillitslausari gjörðum eða
kuldalegu viðmóti. í stuttu máli, reynið
að komast að raun um, hvað það er,
sem þér og maki yðar leitið að hvort
hjá öðru, og gerið síðan í sameiningu
allt, sem þér framast getið til þess að
láta óskir yðar rætast.
Nútíminn hefur lagt nýjar byrðar á
hjónabandið. í fyrsta lagi eru þeir, sem
við umgöngumst, orðnir miklu fleiri, og
það orðið meira af tilviljun, hverjir
það eru, heldur en á dögum afa okkar
og ömmu. Við eigum fleiri kunningja,
færri vini. Nýtízku samgöngutæki gera
okkur hægara um vik að „líta inn“; í
gamla daga, þegar það var erfiðara að
ferðast, voru menn lengur hver hjá öðr-
um og tengdust hver öðrum tryggari
böndum. Þá skrifuðu menn löng og efnis-
mikil bréf til vina sinna; nú senda menn
bréfspjald eða síma. Fyrri vinátta und-
angenginna ættliða stuðlaði að því, að
veita mönnum skerf af þeirri tryggð
og ánægju, sem við öll þörfnumst, og
við enn væntum af hjónabandinu.
Enn ein byrði hefur verið lögð á
hjónabandið þar eð nútímaaðstæður
veita okkur ekki tækifæri til þess að
lifa atburðina í sameiningu í sama mæli
og fyrr. Hugsið ykkur smábæi fyrri
tíma, þar sem frændinn var vanur að
koma heim til morgunverðar; stóri bróð-
ir vann með honum á verkstæðinu eða
í verzluninni; systirin hjálpaði mömmu
við saumaskapinn, og á kvöldin var öll
fjölskyldan samankomin við lampann
í dagstofunni. Nú á tímum hafa hinir
ýmsu meðlimir fjölskyldunnar fá tæki-
færi til þess að vinna saman, og það
er enn sjaldar, sem þeir eru saman í
frístundum sínum. Vegna þessa skortir
mörg nútímahjónabönd þá festu og sam-
heldni, sem myndast við samlíf fjöl-
skyldunnar.
Allmikil byrði fyrir hjónabandið er
hin breytta aðstaða konunnar í þjóðfé-
laginu; frá því að vera lítilsmetin vera,
er hún orðin sjálfstæður einstaklingur.
Þessari þróun er ekki að fullu lokið
enn, og sálfræðilega séð hefur konunni
ekki verið það kleift að losa sig úr hin-
um hefðbundnu viðjum. Aðeins fáar
konur, sem hafa vinnu utan heimilis-
ins, geta haldið hinu rétta jafnvægi á
milli skyldunnar á vinnustaðum og
skyldu sinnar við fjölskylduna. Þess
vegna er hin gifta kona, sem sér fyrir
sér sjálf, oft klofin vegna hinna stríð-
andi aðstæðna í sjálfri sér, sem meta
hana ýmist sem húsmóður eða fullkom-
lega sjálfstæða veru. Þetta vandamál
verður enn erfiðara vegna þess, að
venjulega skilur eiginmaðurinn það
ekki; hið innra með sér á hann bágt
með að viðurkenna hið breytta hlut-
skipti og starf konunnar. í stað þess
að skilja konu sína og hjálpa henni,
gerir hann vandamál oft enn erfiðara
fyrir hana með því að vera skilnings-
daufur, særður eða þá öfundarfullur.
Þegar maður og kona ganga í hjóna-
band, flytja þau með sér tvo ólíka per-
sónuleika. Og jafnvel þótt þau hafi til
að bera hinar sömu sálrænu þarfir, er
ekki víst að þær tjái sig á sama hátt.
Einn krefst ef til vill stöðugra ástar-
votta í orði og gjörðum, sem öðrum
finnst þreytandi; einn metur mikils ró-
Jegar og þægilegar kvöldstundir á heim-
Frh. á bls. 26
Kunnur bandarískur
prófessor í uppeldis-
fræði, Harvey Zor-
baugh, skrifar athyglis-
verða grein um hjóna-
band í þjóðfélagi
nútímans
FALKINN 17