Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1961, Síða 22

Fálkinn - 05.07.1961, Síða 22
/ l/ leóferd liímnci kanda í gamla daga voru rauðar, hrjúfar hendur eins óhjákvæmilegar og þær voru fyrirgefanlegar. Þær voru aðals- merki hinna duglegu húsmæðra, — og þótt maður í dag þurfi langt frá því að skammast sín vegna „vinnuhanda", er hægt að komast hjá þeim. Nú fast alls Texti undir mynd 1: Þerrið hendurnar vel eftir hvem þvott. Munið jafnframt að ýta naglaböndun- um aftur. Texti undir mynd 2: Reynið að venja ykkur við að nota gúmmíhanzka við óþrifaleg heimilisstörf. Texti undir mynd 3: Notið reglulega góðan handábur'ð eða lotion, sem vemdar og mýkir húðina. kyns verndandi smyrsl og tæki, svo að jafnvel hið óþrifalegasta starf þarf ekki að skilja eftir varanleg merki. Heilbrigð húð hrindir að vissu marki frá sér óhreinindum, en í þeim tilfell- um, að hendurnar Þurfa að vera í miklu vatnssulli, hverfur hin verndandi himna og hendurnar verða sérstaklega mót- tækilegar. Hirðið því hendur yðar eins vel og hörund andlitsins. Notið góða sápu, þegar hendurnar eru þvegnar, skolið sápuna vel af og þerrið hendurnar sérstaklega vel. Berið krem eða lotion á hendurnar eftir hvern handaþvott. Nýjustu handáburðirnir innihalda „silicone“, efni, sem eykur viðnám húðarinnar. Auk þess fást glycerináburðir í lyfja- verzlunum. Ágætir á þurrar og hrjúfar hendur, — en eru aftur á móti dálítið feitir og smitandi. En hér á við eins og við önnur krem, að bezt er að prófa sig áfram og nota svo það, sem manni fellur bezt. Við óhrein störf er ýmist hægt að nota gúmmíhanzka eða sérstaka áburði, sem eru eins og hanzkar (t. d. kero- tex). En athugið, að fylgja nákvæmlega leiðarvísi. Sé húðin mjög þurr, er ágætt að bera feitt krem á hendurnar á kvöldin og sofa með bómullarhanzka. Einnig er nudd gott fyrir hendurnar, byrja á fing- urgómunum og nudda upp eftir, láta olnboga hvíla á borði Sé blóðrásin treg, svo að höndunum hætti til að verða blárauðar eða fingr- unum að „deyja“, er ágætt að fara í víxlbað. Höndunum er dyfið til skiptis ofan í kalt og heitt vatn, endað á köldu. Hafi maður tilhneigingu til að svitna á höndunum, er ágætt að þvo hendurn- ar í ediksvatni eða álúnsvatni. 1 msk. álún leyst upp í 1 1 af heitu vatni. Hönd- unum haldið í þessu í 15 mínútur. End- urtekið tvisvar á dag í viku. Efni: Ólitað bast, plastbast, óltiað eða í sterkum lit, til að sama saman með, gróf nál með odd. Aðferðin: Bleytið bastið og látið það liggja í hreinu handklæði yfir nótt, þá verður bastið auðvelt í meðförum. Búið til fléttu úr bastinu, nál. 1 cm breiða, hafið bastið tvöfalt í fléttunni, sem þarf að vera rúmlega 5 m löng, auk þess þarf fléttu í hankann, nál. 130 cm. Fyrst er botninn saumaður. Myndið hring úr fléttunni, byrjað frá miðju, hver umferð vörpuð við þá á undan, þar til botninn er nál. 8 cm í þvermál. Saumið því næst fyrstu umferð hlið- arinnar á seinustu umferð botnsins þannig, að það myndist rísandi brún. Bætið 9 umferðum við. Það er ágætt að vefja og sauma utan um tóman blómsturpott, svo að lagið verði rétt. Festið bastendunum vel svo að ekki rakni upp. Setjið skrautkant á pottaplöntuhlífina, með því að 2 umferðir af fléttu eru saumaðar ofan á brúnina, eins og mynd- in sýnir, en þess gætt að skilja eftir ósaumað op á báðum hliðum, þar sem hankafléttunni er stungið í gegnum. Vefjið dálítið upp á hankaendann, saum- ið vefjurnar vel saman og festið hauk- inn vel í sjálfa hlífina.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.